Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
England
Everton – Bournemouth......................... 2:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék í rúmar 90 mín-
útur með Everton og var þá skipt af velli.
Burnley – Fulham.................................... 2:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Cardiff – Huddersfield............................ 0:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Cardiff.
West Ham – Arsenal ................................ 1:0
Brighton – Liverpool ............................... 0:1
Crystal Palace – Watford ........................ 1:2
Leicester – Southampton ........................ 1:2
Chelsea – Newcastle ................................ 2:1
Tottenham – Manchester United ........... 0:1
Staðan:
Liverpool 22 18 3 1 50:10 57
Manch.City 21 16 2 3 56:17 50
Tottenham 22 16 0 6 46:22 48
Chelsea 22 14 5 3 40:17 47
Arsenal 22 12 5 5 46:32 41
Manch.Utd 22 12 5 5 44:32 41
Watford 22 9 5 8 32:32 32
Leicester 22 9 4 9 26:25 31
West Ham 22 9 4 9 30:32 31
Everton 22 8 6 8 33:31 30
Wolves 21 8 5 8 23:25 29
Bournemouth 22 8 3 11 31:42 27
Brighton 22 7 5 10 24:30 26
Cr. Palace 22 6 4 12 20:28 22
Burnley 22 6 3 13 23:43 21
Southampton 22 4 7 11 23:39 19
Cardiff 22 5 4 13 19:41 19
Newcastle 22 4 6 12 16:31 18
Fulham 22 3 5 14 20:49 14
Huddersfield 22 2 5 15 13:37 11
B-deild:
Reading – Nottingham Forest ............... 2:0
Jón Daði Böðvarsson fór útaf hjá Read-
ing á 82. mínútu.
Wigan – Aston Villa................................. 3:0
Birkir Bjarnason fór útaf hjá Aston Villa
á 63. mínútu.
Birmingham – Middlesbrough................ 1:2
Brentford – Stoke..................................... 3:1
Bristol City – Bolton ................................ 2:1
Hull – Sheffield Wednesday.................... 3:0
Ipswich – Rotherham............................... 1:0
Preston – Swansea ................................... 1:1
Sheffield United – QPR ........................... 1:0
WBA – Norwich........................................ 1:1
Millwall – Blackburn................................ 0:2
Staðan:
Leeds 27 16 6 5 46:28 54
Sheffield Utd 27 15 5 7 46:28 50
Norwich 27 14 8 5 49:35 50
WBA 27 13 8 6 55:35 47
Middlesbro 27 12 10 5 30:19 46
Derby 27 12 7 8 38:34 43
Bristol City 27 11 8 8 34:29 41
Birmingham 27 9 12 6 39:30 39
Nottingham F. 27 9 12 6 39:31 39
Hull 27 11 6 10 39:33 39
QPR 27 11 6 10 33:35 39
Aston Villa 27 9 11 7 49:43 38
Swansea 27 10 7 10 36:32 37
Blackburn 27 9 10 8 35:41 37
Stoke 27 8 11 8 31:34 35
Sheffield Wed. 27 8 8 11 32:45 32
Brentford 27 7 10 10 39:37 31
Preston 27 7 9 11 39:44 30
Wigan 27 8 5 14 28:40 29
Millwall 27 7 7 13 33:43 28
Rotherham 27 5 10 12 25:42 25
Reading 27 5 8 14 30:41 23
Bolton 27 5 7 15 18:40 22
Ipswich 27 3 9 15 22:46 18
Spánn
Barcelona – Eibar .................................... 3:0
Atlético Madrid – Levante ...................... 1:0
Real Betis – Real Madrid ........................ 1:2
Athletic Bilbao – Sevilla........................... 2:0
Valencia – Real Valladolid....................... 1:1
Villarreal – Getafe .................................... 1:2
Girona – Alavés......................................... 1:1
Staða efstu liða:
Barcelona 19 13 4 2 53:20 43
Atlético Madrid 19 10 8 1 27:13 38
Sevilla 19 9 6 4 31:20 33
Real Madrid 19 10 3 6 28:24 33
Alavés 19 9 5 5 22:19 32
B-deild:
Real Oviedo – Tenerife ........................... 1:0
Diego Jóhannesson lék allan leikinn með
Real Oviedo.
Ítalía
Tavagnacco – Roma ................................ 0:5
Kristrún Rut Antonsdóttir var ekki í
leikmannahópi Roma.
Frakkland
Nantes – Rennes ...................................... 0:1
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik-
mannahópi Nantes.
Dijon – Montpellier ................................. 1:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Dijon í leiknum.
Grikkland
Larissa – Apollon Smyrnis ..................... 3:0
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa.
Ástralía
Canberra – Adelaide United .................. 1:0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís
Friðriksdóttir léku allan leikinn með Ade-
laide United.
KNATTSPYRNA
frá Paul Pogba innfyrir vörn Totten-
ham.
David de Gea varði nokkrum sinn-
um mjög vel í marki United í síðari
hálfleiknum og sá til þess að Totten-
ham næði ekki að jafna metin.
Manchester United hefur þar með
náð fyrsta áfanganum á leið sinni
upp stigatöfluna; náð Arsenal að
stigum í fimmta til sjötta sætinu.
Tottenham féll hinsvegar á stóru
prófi; tapaði heimaleik gegn einu af
bestu sex liðunum, og er þar með að
dragast aftur úr Liverpool og Man-
chester City. Liverpool slapp frá
Brighton með þrjú stig eftir torsótt-
an sigur, 1:0, á laugardaginn. Moha-
med Salah skoraði sigurmarkið úr
vítaspyrnu eftir að brotið var á hon-
um. Liverpool er því á ný sjö stigum
á undan Manchester City sem lýkur
umferðinni með heimaleik gegn
Wolves í kvöld og getur minnkað
forskotið niður í fjögur stig á ný.
Everton lagaði stöðuna
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í
Everton réttu hlut sinn aðeins í gær
þegar þeir unnu Bournemouth 2:0.
Miðvörðurinn Kurt Zouma skoraði
með skalla og varamaðurinn Dom-
inic Calvert-Lewin bætti við marki á
lokasekúndum leiksins. Þetta var
fyrsti heimasigur Everton í fimm
leikjum í deildinni og aðeins annar
sigur liðsins í síðustu níu leikjum.
Everton er nú í tíunda sætinu.
Íslendingaliðin Burnley og Card-
iff fengu dýrmæt stig í lykilleikjum í
fallbaráttunni á laugardaginn. Þó
má segja að fyrir Aron Einar Gunn-
arsson og samherja í Cardiff hafi
það verið áfall að tapa tveimur stig-
um á heimavelli gegn botnliði Hudd-
ersfield. Leikurinn endaði 0:0 og
Huddersfield fékk sitt fyrsta stig í
níu leikjum.
Jóhann Berg Guðmundsson gat
ekki leikið með Burnley vegna
meiðsla þegar liðið vann Fulham 2:1
í álíka mikilvægum fallslag. Tvö
sjálfsmörk færðu Burnley stigin
þrjú og liðið tók stórt skref frá fall-
svæðinu.
Newcastle í erfiðri stöðu
Southampton er að braggast,
vann Leicester á útivelli. Fulham og
Huddersfield virðast nú langlíkleg-
ust til að falla, hafa reyndar verið
með stimpilinn á sér frá fyrsta leik,
og Newcastle, sem margir spáðu erf-
iðu tímabili í haust, er nú dottið nið-
ur í fallsæti eftir ósigur gegn
Chelsea, 2:1. Newcastle hefur aðeins
unnið einn af síðustu níu leikjum sín-
um og Rafael Benítez á afar erfitt
verkefni fyrir höndum að halda því í
deildinni. Um næstu helgi er sann-
kallaður stórleikur í fallbaráttunni
þegar Newcastle fær Aron og sam-
herja í Cardiff í heimsókn.
AFP
Sigurmarkið Marcus Rashford skorar mark Manchester United á Wembley án þess að Hugo Lloris eða Jan Vertonghen fái rönd við reist.
Solskjær styrkti stöðuna
Manchester United stóðst stærstu prófraunina eftir að Norðmaðurinn tók við
og vann Tottenham á Wembley Forysta Liverpool sjö stig en City spilar í kvöld
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ole Gunnar Solskjær styrkti sig tví-
mælalaust í sessi sem knattspyrnu-
stjóri Manchester United í gær. Þá
tókst hann á við sitt stærsta verk-
efni til þessa, eftir að hann tók við
liðinu til bráðabirgða 19. desember,
og óhætt er að segja að Norðmað-
urinn og hans menn hafi staðist
prófraunina. United sótti Totten-
ham heim á Wembley-leikvanginn í
London og fór þaðan heim á leið
með öll þrjú stigin eftir sætan 1:0-
sigur. Sjötti sigur liðsins í jafn-
mörgum leikjum eftir að Solskjær
tók við og sá fimmti í ensku úrvals-
deildinni.
Marcus Rashford skoraði sigur-
markið undir lok fyrri hálfleiks eftir
snögga sókn og glæsilega sendingu
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður
Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu,
er á batavegi eftir að hafa gengist
undir aðgerð í nóvember. Sigurður
segist búast við því að geta hafið æf-
ingar á ný með Valsliðinu eftir mán-
uð eða svo.
„Endurhæfingin gengur bara
mjög vel. Ég fór í aðgerð fyrir sex
vikum. Ég komst ekki lengur í skó
og því þurfti að saga af beini í hæln-
um. Ég er byrjaður að hjóla og þetta
gengur ágætlega. Ég gæti trúað því
að ég verði orðinn góður eftir þrjár
til fjórar vikur,“ sagði Sigurður þeg-
ar Morgunblaðið hafði samband við
hann. Hælbeinið hafði stækkað síð-
ustu árin og var farið að gera honum
erfitt fyrir síðasta sumar.
„Ég var að velta því fyrir mér að
fara í aðgerð fyrir síðasta Íslands-
mót vegna þess að þetta hefur háð
mér í eitt og hálft ár. Beinið hélt
áfram að stækka og verkurinn jókst.
Ég ákvað hins vegar að bíða með að-
gerðina þar til eftir Íslandsmótið.
Þetta var orðið nokkuð skrautlegt.
Ég var nánast laus í skónum en fann
samt fyrir verkjum. Beinið skildi eft-
ir sig gat í hælnum á bæði takka-
skónum og hlaupaskónum. Það var
mikið gert grín að þessu og var orðið
tímabært að gera eitthvað í málinu.“
Sigurður Egill verður 27 ára síðar
í mánuðinum og hefur unnið bik-
arinn tvívegis og deildina tvívegis
með Val síðustu fjögur árin. Hann er
samningsbundinn Val þar til í lok
árs. Í vetur var orðrómur í spark-
heiminum um að Breiðablik hefði
áhuga á að fá Sigurð til sín. Spurður
út í það sagðist Sigurður ekki hafa
fengið það inn á borð til sín. Hann
hefði einungis heyrt af meintum
áhuga úti í bæ eins og aðrir.
Morgunblaðið/Eggert
Meistari Sigurður Egill Lárusson
hefur verið sigursæll með Val.
Sagað af hælbeini til að
hann kæmist í skóna
Valsmaðurinn Sigurður Egill er á batavegi eftir aðgerð