Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Reykjavíkurmót karla A-riðill: ÍR – Fjölnir ............................................... 0:2 B-riðill: KR – Fram ................................................ 4:0 Fylkir – Þróttur R.................................... 4:3 Reykjavíkurmót kvenna Fylkir – Valur ........................................... 0:8 KR – HK/Víkingur ................................... 3:1 Þróttur R. – Fjölnir.................................. 4:6 Faxaflóamót kvenna Selfoss – Breiðablik.................................. 2:4 ÍA – FH ..................................................... 4:1 Álftanes – Augnablik ............................... 0:5 Fótbolti.net mót karla ÍA – Keflavík............................................. 4:0 Selfoss – Haukar ...................................... 1:1 Breiðablik – ÍBV....................................... 4:0 Kári – Grótta............................................. 2:3 Kjarnafæðismót karla Völsungur – Magni................................... 1:2 KA – KA 2 ................................................. 8:0 Þór 2 – Tindastóll ..................................... 1:1 Leiknir F. – Þór........................................ 0:2 KF – Höttur/Huginn................................ 0:4 KNATTSPYRNA 1. deild karla Vestri – Höttur ..................................... 60:87 Staðan: Þór Ak. 12 11 1 1214:974 22 Fjölnir 12 9 3 1140:990 18 Höttur 11 8 3 1003:912 16 Vestri 12 7 5 1021:952 14 Hamar 12 7 5 1175:1110 14 Selfoss 12 5 7 989:983 10 Sindri 13 1 12 984:1267 2 Snæfell 12 0 12 742:1080 0 1. deild kvenna Tindastóll – Njarðvík .................. (frl.) 97:93 Fjölnir – Hamar ................................... 72:37 Staðan: Fjölnir 10 8 2 763:611 16 Grindavík 8 6 2 596:531 12 Njarðvík 11 6 5 789:778 12 Þór Ak. 7 5 2 417:384 10 Tindastóll 11 4 7 785:899 8 ÍR 10 3 7 557:608 6 Hamar 9 1 8 504:600 2 Spánn Fuenlabrada – Obradoiro .................. 84:83  Tryggvi Snær Hlinason lék í sex mínútur með Obradorio og tók tvö fráköst. B-deild kvenna: Boet Mataró – Celta Zorka................. 63:75  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst á 20 mín- útum með Celta sem er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Þýskaland Oldenburg – Alba Berlín .................... 84:93  Martin Hermannsson lék í 25 mínútur með Alba, skoraði 12 stig, átti sex stoðsend- ingar og tók þrjú fráköst. Frakkland Nanterre – Lyon-Villeurbanne.......... 79:78  Haukur Helgi Pálsson skoraði níu stig fyrir Nanterre og tók 10 fráköst en hann lék í 25 mínútur. Nanterre er í þriðja sæti, á eftir Lyon-Villeurbanne og Elan Bearnais. Austurríki Vienna Timberwolves – Wels .......... 81:115  Dagur Kár Jónsson skoraði 14 stig fyrir Wels, átti 3 stoðsendingar og tók tvö frá- köst en hann lék í 16 mínútur. Wels er í átt- unda sæti af tíu liðum. NBA-deildin LA Clippers – Detroit ...................... 104:109 Miami – Memphis ............................. 112:108 Orlando – Boston.............................. 105:103 Minnesota – New Orleans ............... 110:106 Oklahoma City – San Antonio ......... 122:112 Phoenix – Denver ............................... 102:93 Utah – Chicago ................................. 110:102 Sacramento – Charlotte..................... 104:97 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík..... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Víkingur.................. 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram U............ 19.30 Varmá: Afturelding – Valur U ............ 19.30 ÍSHOKKÍ HM U20 karla, 3. deild: Laugardalur: Búlgaría – S-Afríka ........... 10 Laugardalur: Kína – Nýja-Sjáland..... 13.30 Laugardalur: Ísland – Ástralía ................ 17 Laugardalur: Tyrkland – Taívan ........ 20.30 Í KVÖLD! Freyr Arnarsson og Ólafur Gúst- afsson, stundum fyrir harla litlar sak- ir. Að minnsta kosti ekki meiri sakir en leikmenn spænska liðsins fengu að komast upp með hinum megin vall- arinns. Eins sýndu dómarar leiksins Spánverjum einstaka þolinmæði í sóknarleiknum en ítrekað fengu þeir að vera í sókn í um tvær mínútur. Voru að elta frá upphafi Íslenska liðið lenti snemma þremur til fjórum mörkum undir í leiknum og var hreinlega að elta frá upphafi. Í síðari hálfleik áttu Íslendingar tvö álitleg áhlaup, annað í upphafi þegar þer skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiks- ins og áttu þess kost í kjölfarið að minnka muninn í tvö mörk, 19:17, en allt kom fyrir ekki. Upp úr miðjum síðari hálfleik varð síðara áhlaupið en þá minnkaði ís- Köln. Eins og staðan er í dag þá eru sennilega helmingslíkur á að íslenska liðið nái áfram inn í milliriðil og forðist þátttöku í forsetabikarnum. Í gær kom fljótt í ljós að íslenska landsliðið átti við ofurefli að etja. Spánverjar eru með vel spilandi sam- æft og reynslumikið lið sem hefur sér- stakt lag á að stýra hraða leiksins eft- ir þörfum sínum. Ekki bætti úr skák að nokkrir leikmenn íslenska lands- liðsins náðu sér ekki fullkomlega og gerðu sig seka um mörg mistök, mis- tök sem spænska liðið refsaði mis- kunnarlaust fyrir. Til að bæta gráu of- an á svart þá voru dómarar leiksins fremur óhagstæðir. Engir vafadómar féllu íslenska liðinu í hag, því var óhik- að refsað með brottrekstum og áður en fyrri hálfleikur var úti voru að- almennirnir í miðju varnarinnar búnir að fá tvo brottrekstra hvor, Arnar lenska liðið muninn í 27:24, eftir að hafa verið sex mörkum undir. Því mið- ur náði liðið ekki nær og Spánverjar bættu við forskot sitt á nýjan leik. Björgvin Páll Gústavsson náði sér bærilega á strik í síðari hálfleik og varði á tíðum ágætlega. Mikið mæddi á Aroni Pálmarssyni og enda dró verulega af honum þegar á leið. Sömu sögu er að segja um Ólaf Guðmunds- son sem var markahæsti leikmaður ís- lenska liðsins að þessu sinni. Elvar Örn Jónsson var ekki nema skugginn af sjálfum sér í gærkvöld eftir góðan leik gegn Króötum á föstudaginn. Hann virtist lenda á spænska veggn- um að þessu sinni. Ágúst Elí Björgvinsson byrjaði í markinu og varði nokkur góð skot á upphafsmínútunum en tapaði síðan þræðinum og var skipt af velli eftir 18 mínútur fyrir Björgvin Pál sem átti góðan sprett um skeið í síðari hálfleik. Þrír leikmenn fengu að koma við sögu í fyrsta sinn á stórmóti, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Teitur Örn Ein- arsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson sem lék allan síðari hálfleikinn. Teitur Örn var með í 40 mínútur og var ákveðinn og skoraði tvö góð mörk. Gísli Þorgeir átti hinsvegar hreint frá- bæra innkomu. Ekki var að sjá að hann væri aðeins 19 og að leika í fyrsta sinn á stórmóti. Hann sprengdi spænsku vörnina hvað eftir annað með hraða sínum, varð óhikandi og sókndjarfur gegn framúrskarandi varnarliði. Um skeið voru þeir Teitur Örn, Elvar Örn og Gísli Þorgeir saman í sókninni. Meðalaldur þeirra eru 20 ár sem undirstrikar enn þau kyn- slóðaskipti sem eru að eiga sér stað. Á brattann að sækja á  Íslenska landsliðið þarf að vinna þrjá næstu leiki sína á HM til að komast í milli- riðla  Of fátt gekk upp gegn Spánverjum í Ólympíuhöllinni í München í gærkvöld Króatía og Makedónía unnu sína leiki eins og við mátti búast gegn Japan og Barein í B-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í München í gær og eru því með fjögur stig, eins og Spánverjar, eftir fyrstu tvær umferð- irnar í riðlinum. Barein, lið Arons Kristjánssonar sem mætir Íslandi klukkan 14.30 í dag, stóð ágætlega í Makedóníu lengst af. Lokatölur urðu 28:23 eftir 12:8 í hálf- leik, en Makedónía skoraði fjögur síð- ustu mörk fyrri hálfleiks og náði for- skoti sem Barein ógnaði ekki eftir það. Kiril Lazarov skoraði átta mörk fyr- ir Makedóníu og sló heildarmarkamet heimsmeistarakeppninnar. Hann hefur nú gert 311 mörk í lokakeppni HM, einu meira en Kyung-Shin Yoon gerði fyrir Suður-Kóreu á árunum 1993 til 2007. Hinn 37 ára gamli Lazarov gefur ekkert eftir og er kominn með 16 mörk á mótinu eftir tvo leiki. Husain Alsayyad skoraði sex mörk fyrir Barein og Aron sagði við Morg- unblaðið eftir leikinn að lið sitt hefði komist ágætlega frá fyrstu tveimur leikjunum. „Líkamlegur styrkur okkar er ekki eins mikill og hjá bestu liðunum á þessu móti og breiddin er heldur ekki sú sama,“ sagði Aron. Króatar sigruðu Japan vandræðalít- ið, 35:27, og Lino Cervar þjálfari þeirra leyfði sér að hvíla hinn snjalla Luka Cindric. Dagur Sigurðsson og hans menn áttu aldrei möguleika eftir að hafa lent 7:1 undir eftir tíu mínútur en Króatar voru mest ellefu mörkum yfir. Zlatko Horvat skoraði átta mörk fyrir Króata og Luka Stepancic fimm en Shinnosuke Tokuda skoraði sex fyr- ir Japan. Frökkum og Þjóðverjum ekki ógnað í Berlín Keppnin í A-riðlinum í Berlín virðist ætla að fara að mestu leyti eftir bók- inni en þar var önnur umferðin leikin á laugardaginn. Frakkar og Þjóðverjar eru með fjögur stig og fátt ógnar þeim í tveimur efstu sætunum. Rússar eru með þrjú stig og Serbar eitt í barátt- unni um þriðja sætið en Brasilíumenn gætu þó blandað sér í þá keppni. Við- ureign Serbíu og Brasilíu í dag er gríð- arlega þýðingarmikil. Frakkar völtuðu yfir Serba í seinni hálfleik og unnu stórsigur, 32:21. Ludovic Fabregas og Nedim Remili skoruðu fimm mörk hvor fyrir Frakka en Bogdan Radivojevic sex fyrir Serba. Þjóðverjar voru ekki í vandræðum með Brasilíumenn sem virtust sprungnir eftir hörkuleikinn við Frakka. Lokatölur urðu 34:21 og Uwe Gensheimer var þar í aðalhlutverki með 10 mörk. José Toledo skoraði fimm fyrir Brasilíu. Rússar unnu Kóreu allörugglega, 34:27, þar sem Daniil Shiskarev gerði sjö mörk fyrir Rússa en Jeongu Kang og Kwangsoon Park fjögur hvor fyrir sameinað Kóreuliðið sem á þar með nær enga möguleika á að fara áfram. Komist Ísland í milliriðil verða and- stæðingar þar þrjú efstu lið A-riðils. Hreinar línur í riðli Íslands  Króatía og Makedónía sigruðu Japan og Barein örugglega og eru með fjögur stig  Lazarov orðinn markahæstur á HM frá upphafi  Frakkar fóru létt með Serba AFP Lykilmaður Husain Alsayyad er markahæsti leikmaður Barein í fyrstu tveimur leikjunum á HM og hér taka Makedóníumenn vel á honum. Olympiahalle, München, lokakeppni HM, B-riðill, sunnudag 13. janúar. Gangur leiksins: 2:0, 3:4, 5:5, 8:6, 9:8, 13:9, 16:13, 19:14, 19:16, 25:19, 27:20, 27:24, 30:24, 32:25. Mörk Spánar: Ferrán Solé 5/1, Daniel Sarmiento 4, Raúl Entrerríos 4, Aleix Gómez 4/1, Julen Aguinagalde 3, Án- gel Fernández 3, Aitor Arino 3, Joan Canellas 2, Daniel Dujshebaev 2, Adriá Figueras 2. Varin skot: Rodrigo Corrales 7, Gon- zalo Pérez de Vargas 4/1. Utan vallar: 6 mínútur. Spánn – Ísland 32:25 Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson 6, Aron Pálmarsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 3/3, Bjarki Már Elísson 3, Teitur Örn Einarsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Stefán Rafn Sigur- mannsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ómar Ingi Magnússon 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, Ágúst Elí Björgvinsson 5. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Václav Horácek og Jirí Nov- otný, Tékklandi. Áhorfendur: 12.000. Í MÜNCHEN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið er komið í þá stöðu á HM í handknattleik karla að það verður að vinna þrjá síðustu leiki sína í riðlakeppninni til þess að komast í milliriðla og ná þar með fyrsta mark- miði sínu. Þetta varð ljóst eftir óþarf- lega stórt tap fyrir Spánverjum í Ól- ympíuhöllinni í München í gærkvöldi, 32:25, í leik þar sem íslenska liðið átti á brattann að sækja á flestum víg- stöðvum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Staðan í hálfleik var, 19:14, Spánverjum í vil. Næsti leikur liðsins verður í dag gegn landsliði Barein og þar mega landsliðsmenn Íslands ekki misstíga sig þrátt fyrir að fá stutta hvíld en þeir léku síðasta leik riðilsins í gær- kvöldi og eiga síðan fyrsta leik dagins í dag sem hefst klukkan 14.30 í Ól- ympíuhöllinni. Það lá svo sem fyrir áð- ur en mótið hófst að þessi staða gæti komið upp að leikirnir þrír í lokin skæru úr um hvort íslenska landsliðið næði markmiði sínu eða ekki. Hins- vegar er miði alltaf möguleiki og menn ólu með sér þann draum að geta náð vinningi úr öðrum hvorum af tveimur fyrstu leikjunum, gegn Kró- atíu og Spáni, ekki síst þeim fyrri. Reyndar er sagan ekki með íslenska landsliðinu gegn báðum þjóðum á stórmótum. Íslenska landsliðið er því komið í þá stöðu sem flestir reiknuðu með og við- ureignin við Makedóníu á fimmtudag verður úrslitaleikur um hvor þjóðin sendir lið til milliriðlakeppninnar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.