Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 2
Eitt ogannað  Sverrir Ingi Ingason, landsliðs- maður í knattspyrnu, gæti verið á för- um frá Rússlandi. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er gríska félagið PAOK í viðræðum við Rostov um kaup á miðverðinum. Í grískum fjölmiðlum er fullyrt að PAOK sé reiðubúið að greiða 4 milljónir evra fyrir Sverri sem kom til Rostov sum- arið 2017 og er samningsbundinn til ársins 2020.  Knatt- spyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við danska úrvals- deildarfélagið Vejle í Danmörku en þetta staðfesti félagið á Twitter- síðu sinni í gær. Kjartan skrifaði undir eins árs samning við Vejle en hann gekk til liðs við ungverska liðið Fe- rencváros síðasta sumar en hann átti ekki fast sæti í liðinu á þessari leiktíð. Fleiri lið sýndu Kjartani áhuga en hann var með tilboð frá liðum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en ákvað að snúa aftur til Danmerkur. Hann lék með Horsens í fjögur ár á árunum 2014 til 2018.  Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í úrslit þýska bikarkeppninnar í körfuknattleik eftir öruggan 105:70-sigur gegn Frankfurt í undanúrslitum í Frankfurt í gær. Alba Berlín spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og lagði þar með grunn- inn að góðum sigri en liðið leiddi með 28 stigum í hálfleik. Martin spilaði í rúmar tuttugu mínútur og skoraði 7 stig og gaf þrjá stoðsendingar. Alba Berlín mætir Bamberg í úrslitaleiknum hinn 17. febrúar næstkomandi.  Arnari Þór Viðarssyni hefur verið sagt upp störfum hjá belgíska knatt- spyrnuliðinu Lokeren samkvæmt sjón- varpsfréttum í Belgíu í gærkvöld. Arn- ar hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari liðsins en þjálf- aranum, Trond Johan Sollied frá Nor- egi, var einnig sagt upp. Sollied fékk ekki langan tíma því hann var ráðinn til starfa í lok október. Glen De Boeck tekur við liðinu. Arnar tók við liðinu tímabundið þegar Peter Maes var rek- inn í október en það stóð einungis í tvo daga. Arnar er nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu. Hann er uppalinn hjá FH en hefur verið lengi hjá Lokeren í Belgíu, áður sem leikmaður.  James Harden hélt uppteknum hætti um helgina í sigri Houston Roc- kets á LA Lakers í framlengdum leik, 138:134. Harden skoraði 48 stig sem er reyndar það minnsta hjá honum í síðustu þremur leikjum, en hann hefur nú gert 30 stig eða meira í 19 leikjum í röð. Aðeins goðsögnin Wilt Chamberlain hef- ur gert betur en það í sögu NBA. Þá hefur Harden gert 163 stig í síðustu þremur leikjum Houston, 48, 57 og 58, og það er hæsta skor í þremur leikjum í deildinni síðan Kobe Bryant gerði 175 stig í þremur leikjum fyrir La- kers í mars 2007. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í LAUGARDAL Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fremstu hlaupa- konur Íslands í dag, settu báðar mótsmet á Stórmóti ÍR í Laug- ardalshöll í gær. Guðbjörg kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi er hún hljóp á 24,09 sekúndum. Tíminn er sá besti innan- húss hjá Guðbjörgu, en hún var 0,4 sekúndum frá Íslandsmeti Silju Úlf- arsdóttur. Guðbjörg, sem átti algjört draumaár í fyrra, sagðist í samtali við Morgunblaðið staðráðin í að bæta Íslandsmet Silju á árinu, en Guðbjörg á Íslandsmetið utanhúss. Þórdís Eva Steinsdóttir varð önnur á 24,59 sekúndum, sem er hennar besti árangur innanhúss. Guðbjörg kom einnig fyrst í mark í 60 metra hlaupi á 7,58 sekúndum. Aníta hljóp 800 metra á 2:05,98 mínútum og var með mikla yf- irburði, eins og við mátti búast. Tím- inn er nokkuð frá besta tíma Anítu, en hún var að hlaupa í fyrsta skipti síðan í ágúst. „Fyrsta hlaup ársins er gott til að ná skrekknum og stressinu úr sér, svo ég verði til- búnari fyrir næstu hlaup. Ég verð meira á heimavelli í næstu hlaupum. Mér leið ágætlega þangað til ég sá tímann eftir fyrsta hring og átti mig á því hversu hægt hlaupið var. Tím- inn var ekki góður,“ sagði Aníta við Morgunblaðið eftir hlaupið. Íslandsmethafinn í langstökki, Hafdís Sigurðardóttir, gerði ógilt í fyrstu tveimur stökkum sínum í langstökki kvenna. Hún örvænti hins vegar ekki og stökk lengst 6,49 metra, sem er nýtt mótsmet. Hafdís er að nálgast sitt besta form og var hún aðeins fimm sentímetrum frá sínum besta árangri innanhúss. Haf- dís varð Íslandsmeistari síðasta sumar, einu ári eftir að hún eignaðist barn. Hún sagði í kjölfarið við Morg- unblaðið að hún setti stefnuna á að vera í góðu formi fyrir innan- hússtímabilið í vetur, sem virðist raunin. Hafdís hafnaði einnit í 2. sæti í 60 metra hlaupi. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur í lang- stökkinu með stökk upp á 5,71 metra. María Rún átti gott mót og vann kúluvarp, hástökk og 50 metra grindahlaup. Hildigunnur Þórarinsdóttir vann þrístökkið með 11,67 metra stökki og María Birkisdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í 800 metra hlaupi, vann 1500 metra hlaupið á tímanum 5:03,02 mínútum. Í karlaflokki setti Jóhann Björn Sigurbjörnsson mótsmet í 60 metra hlaupi er hann kom í mark á 6,93 sekúndum og bætti sinn besta ár- angur í leiðinni. Jóhann kom einnig fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á tímanum 22,08 sekúndum. Sæmund- ur Ólafsson var sterkastur í 800 metra hlaupi og hljóp á 1:53,72 mín- útu. Sæmundur varð að sætta sig við þriðja sætið í 400 metra hlaupi. Hann kom tæpri sekúndu á eftir Hinriki Snæ Steinssyni sem vann á 50,19 sekúndum. Ari Sigþór Eiríks- son stökk hæst í stangarstökki eða 4,18 metra, Kristinn Torfason vann langstökk með 7,18 metra stökki og í hástökki stökk Bjarki Rúnar Krist- insson 1,92 metra og fékk gull- verðlaun fyrir. Morgunblaðið/Eggert Langfyrst Aníta Hinriksdóttir var með mikla yfirburði í 800 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll í gær og vann á nýju mótsmeti. Þær bestu settu mótsmet  Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fara vel af stað á árinu Ísland hafnaði í 5. sæti í 3. deild heimsmeistaramóts karla 20 ára og yngri í íshokkí en mótinu lauk í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Ísland hafði betur gegn Taívan, 5:3, í leiknum um 5. sætið í gær. Ísland vann fjóra leiki af fimm í mótinu en tap gegn Tyrklandi í síðasta leiknum í riðlinum gerði vonir liðsins um að komast upp um deild að engu. Sölvi Atlason, Styrmir Maack, Bjartur Gunnarsson, Einar Grant og Axel Orongan skoruðu mörk Íslands í gær og stoðsendingar áttu Axel Orongan, Heiðar Krist- veigarson, Einar Grant, Gunnar Arason, Sigurður Þorsteinsson og Ágúst Ágústsson. Morgunblaðið/Eggert Fögnuður Styrmir Maack fagnar marki sínu ásamt samherjunum gegn Taívan í Laugardalnum í gær. Sigur gegn Taívan í loka- leiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.