Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Olís-deild kvenna ÍBV – Fram........................................... 23:31 Staðan: Fram 13 9 1 3 376:309 19 Valur 12 9 1 2 300:240 19 ÍBV 13 7 1 5 320:314 15 Haukar 12 7 0 5 308:291 14 KA/Þór 12 5 1 6 280:293 11 Stjarnan 12 3 3 6 288:323 9 HK 12 3 1 8 255:318 7 Selfoss 12 1 2 9 288:327 4 EHF-bikar kvenna A-riðill: Esbjerg – Bietigheim .......................... 28:27  Rut Jónsdóttir lék ekki með Esbjerg.  Esbjerg 5, Bietigheim 4, Storhamar 3, Magura Cisnadiei 0. Danmörk Skanderborg – Aarhus United .......... 21:19  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði ekki fyrir Aarhus United. HANDBOLTI Í KÖLN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Yngsta landslið sem Ísland hefur sent til leiks á heimsmeistaramóti tapaði með reisn fyrir heimsmeisturum Frakka, 31:22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln í Þýskalandi í gærkvöld. Meðalaldur liðsins er 23,6 ár og lengi vel var meðalaldur þeirra sem báru leik Íslands uppi ekki nema ríflega 20 ár, þar voru þrír frændur austan af Selfossi. Ungstirnið Haukur Þrastarson lék stærstan hluta leiksins sem leikstjórnandi. Hann skoraði tvö mörk úr þremur skotum og vakti frammistaða hans athygli meðal fólks í Lanxess-Arena, jafnt áhorfenda sem fjölmiðlamanna. Franska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Þriðji og síðasti leikur Íslands í milliriðlakeppninni verður við Bras- ilíumenn á miðvikudag, einnig í Köln. Leiksins í gærkvöldi verður minnst fyrir að vera fyrsti stórmótsleikur Hauks sem talinn er mesta efni á handknattleikssviði karla í Evrópu. Einnig verður hans minnst vegna þess liðs sem Guðmundur Þórður stillti upp sem er það yngsta sem leikið hefur fyrir Ísland á HM. Svo má ekki gleyma því að þrír náskyldir frændur báru á köflum uppi sóknarleik ís- lenska liðsins, Teitur Örn Einarsson, Elvar Örn Jónsson og fyrrnefndur Haukur. Þeir þekkjast vel utan vallar sem innan og voru burðarásar liðs Selfoss á síðasta keppnistímabili. Eftir að Guðmundur Þórður varð að gera breytingar á hópnum í gærmorg- un vegna meiðsla Arons Pálmars- sonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar var ekkert annað í spilunum fyrir hann en að tefla fram þessu ungum leikmönnum og fleirum sem hann er með í hóp sínum. Hann átti ekki ann- ars úrkosti og hikaði ekki við. Segja má að kynslóðaskipti lands- liðsins hafi endanlega verið innsigluð í gærkvöld. Hér var komið framtíð- arlandsliðs Íslands að viðbættum e.t.v. einhverjum örfáum til viðbótar. Það verður að minnsta kosti ekkert áhlaupsverk fyrir menn að vinna sér sæti í landsliðinu næstu árin eftir að Guðmundur Þórður verður búinn að móta það í sinni margumtöluðu þriggja ára áætlun. Óhætt er að láta sig hlakka til næstu ára og næstu stór- móta með þessa vösku sveit. Davíð og Golíat Leikurinn byrjaði illa í gærkvöldi. Engu var líkara en sviðsskrekkur væri í mönnum. Sóknarleikurinn gekk að mörgu leyti á afturfótunum. Frakkar skoruðu sex fyrstu mörkin eftir að hafa stillt upp stórskotaliði sínu frá fyrstu mínútu. Allt leikmenn sem hafa orðið heimsmeistarar meðan nokkrir í íslenska liðinu hafa nýlokið ökuprófi eða kvatt grunnskóla. Leik- urinn var svo sannarlega viðureign Davíð og Golíats nema hvað sá síð- arnefndi vann að þessu sinni. Koma tímar og koma ráð. Eftir að leikmenn íslenska liðsins fundu lokaleiðina að markinu kom góður leikkafli fram að hálfleik þegar munurinn var fjögur mörk, 15:11, Frökkum í vil. Upphafskafli síðari hálfleiks var góður og framan af hélt íslenska liðið í við Frakka. Þeir ráku af sér slyðru- orðið um skeið og skoruðu fimm mörk í röð og undirstrikuðu yfirburði sína. Eftir það hélt franska liðið góðu for- skoti til leiksloka. Varnarleikur og markvarsla Varnarleikur íslenska liðsins var lengst af góður í gærkvöld í enn eitt skiptið. Markvarslan var einnig prýði- leg, sérstaklega gaman var að sjá hversu öflugur Ágúst Elí Björg- vinsson var í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari. Sóknarleikurinn bar hins vegar merki unggæðingsháttar. Margt mátti á köflum fara betur en á stund- um tókst vel til. Sem fyrr fór talsvert af opnum færum og eins skorti á tíð- um þolinmæði og að velja betri skot- færi. Strákarnir verða líka að fá að gera mistök. Af þeim læra þeir og hvað er betra en gera það gegn heimsmeist- urunum sem hafa verið með besta handboltalið heims í tvo áratugi. Hollt og gott í banka reynslunnar. Með leiknum í gær horfðu þjálfari og leikmenn til framtíðar, framtíðar sem óhætt er að hlakka til þótt margt eigi eflaust eftir að ganga á. Enginn verður óbarinn biskup. AFP Á línunni Arnar Freyr Arnarsson skorar gegn Frökkum í Lanxess Arena í Köln í gær. Arnar er í stóru hlutverki á HM bæði í vörn og sókn. Horft til framtíðar  Meðalaldur íslenska landsliðsins sem mætti Frökkum á HM í gær var 23,6 ár  Níu af átján leikmönnum eru að taka þátt í HM í fyrsta sinn sem er met MILLIRIÐILL I Leikið í Köln, Þýskalandi: Frakkland – Spánn............................... 33:30 Þýskaland – Ísland............................... 24:19 Brasilía – Króatía ................................. 29:26 Ísland – Frakkland............................... 22:31 Staðan: Frakkland 4 3 1 0 113:99 7 Þýskaland 3 2 1 0 83:65 5 Króatía 3 2 0 1 80:75 4 Spánn 3 1 0 2 81:81 2 Brasilía 3 1 0 2 72:84 2 Ísland 4 0 0 4 93:118 0 Leikir í dag: 17.00 Spánn – Brasilía 19.30 Króatía – Þýskaland MILLIRIÐILL II Leikið í Herning, Danmörku: Túnis – Svíþjóð .................................... 33:35  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Danmörk – Ungverjaland.................... 25:22 Ungverjaland – Túnis .......................... 26:21 Noregur – Egyptaland......................... 32:28 Staðan: Danmörk 3 3 0 0 91:70 6 Svíþjóð 3 3 0 0 95:77 6 Noregur 3 2 0 1 92:82 4 Ungverjaland 4 1 1 2 108:109 3 Egyptaland 3 0 1 2 82:89 1 Túnis 4 0 0 4 90:131 0 Leikir í dag: 17.00 Svíþjóð – Noregur 19.30 Egyptaland – Danmörk FORSETABIKARINN Leikið í Köln og Kaupmannahöfn: Keppni um sæti 13-16: Rússland – Makedónía ........................ 30:28 Síle – Katar ........................................... 27:37 Keppni um sæti 17-20: Serbía – Barein.................................... 32:27  Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Austurríki – Argentína....................... 22:24  Patrekur Jóhannesson þjálfar Austur- ríki. Keppni um sæti 21-24: Kórea – Japan...................................... 27:25  Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Sádi-Arabía – Angóla ........................... 34:29 Úrslitaleikir um sæti: 13-14: Rússland – Katar....................... 28:34 15-16: Makedónía – Síle ....................... 32:30 17-18: Serbía – Argentína.................... 28:30 19-20: Barein – Austurríki ................. 27:29  Aron Kristjánsson þjálfar Barein.  Patrekur Jóhannesson þjálfar Austur- ríki. 21-22: Kórea – Sádi-Arabía ................. 26:27 23-24: Japan – Angóla......................... 29:32  Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. HM2019 Lanxess-Arena, Köln, milliriðlakeppni HM, annar leikur sunnudag 20. janúar 2019. Gangur leiksins: 0:2, 0:4, 2:7, 6:10, 8:13, 11:15, 14:17, 14:21, 16:23, 18:24, 19:27, 22:31. Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Teitur Örn Einarsson 3, Haukur Þrastarson 2, Bjarki Már Elísson 2, Ólafur Andrés Guðmundsson 2, Ýmir Örn Gíslason 2, Arnar Freyr Arnarsson 2. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10, Björgvin Páll Gústavsson 1. Ísland – Frakkland 22:31 Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Frakklands: Melvyn Richardson 5, Valentin Porte 5, Luc Abalo 4, Kent- in Mahé 3, Timothey N’Guessan 2, Ludovic Fabregas 2, Michaël Guigou 2, Romain Lagarde 2, Vincent Gérard 2, Mathieu Grébille 2, Dika Mem 1, Nikola Karabatic 1. Varin skot: Vincent Gérard 14/1, Cyril Dumoulin 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Mattias Wetterwik og Mirza Kurtagic, Svíþjóð. Áhorfendur: 18.587. Reykjavíkurmót karla A-riðill: Valur – Leiknir R ..................................... 1:1 Víkingur R. – Fjölnir ............................... 0:1  Fjölnir 12, Leiknir R. 4, Valur 4, Vík- ingur R. 3, ÍR 0. Reykjavíkurmót kvenna Þróttur R. – KR........................................ 5:0  Valur 6, Þróttur 3, HK/Víkingur 3, Fjöln- ir 3, KR 0, Fylkir 0. Faxaflóamót kvenna Keflavík – Selfoss ..................................... 0:1 Fótbolti.net mót karla ÍA – FH ..................................................... 4:2 Grindavík – ÍBV ....................................... 2:1 Kjarnafæðismót karla Völsungur – Þór........................................ 2:2 KA 2 – Leiknir F ...................................... 2:2 KA – Magni ............................................... 6:0 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.