Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool er enn með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvals- deildarinnar í fótbolta eftir 4:3- sigur á Crystal Palace á Anfield á laugardaginn var í 23. umferðinni. Manchester City svaraði með öruggum 3:0-útisigri á botnliði Huddersfield. Fyrir umferðina var Liverpool aðeins búið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli í deildinni. Crystal Pa- lace vann hins vegar á Manchester City á útivelli fyrr á leiktíðinni og líður greinilega vel á heimavöllum bestu liða deildarinnar. Það virðist hins vegar litlu skipta hvað and- stæðingar Liverpool gera eða hvernig leikir liðsins þróast. Læri- sveinar Jürgen Klopp finna nánast alltaf leið til að ná í þrjú stig. Mo Salah skoraði tvö mörk og er einn markahæstur í deildinni með 16 mörk. Botnlið Huddersfield var ekki líklegt til að gera Liverpool neinn greiða er Manchester City kom í heimsókn og 3:0-sigur ríkjandi meistaranna var fyrirsjáanlegur. Manchester City er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum og síðustu fjóra með markatöluna 22:0. Manchester City er að gera sitt, en á meðan Liverpool mis- stígur sig ekki, er það ekki nóg til að taka toppsætið. Tottenham er enn fimm stigum á eftir City, eftir nauman 2:1- útisigur á Fulham. Harry Winks skoraði sigurmarkið í uppbót- artíma. Tottenham verður að öllum líkindum ekki Englandsmeistari en sigurinn var mikilvægur þar sem Chelsea, Arsenal og Manchester United eru öll í baráttu um sæti í Meistaradeildinni, rétt fyrir neðan. Arsenal og Chelsea mættust ein- mitt á Stamford Bridge og vann Arsenal afar verðskuldaðan 2:0- sigur. United nældi einnig í þrjú stig með 2:1-sigri á Brighton er Manchester United búið að vinna alla sjö leiki sína síðan Ole Gunnar Solskjær tók við af José Mourinho. Gylfi jafnaði Eið Smára Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton í 2:1-tapi á útivelli fyrir Southampton. Gylfi er nú bú- inn að skora 55 mörk í ensku úr- valsdeildinni, jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. Þeir eru nú saman markahæstu Íslendingar deildarinnar frá upphafi. AFP Markahæstur Mohamed Salah skoraði tvö mörk fyrir Liverpool gegn Crystal Palace og er einn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk. Markaveisla í Liverpool  Liverpool enn með fjögurra stiga forskot á City  Salah einn markahæstur  Sjöundi sigurinn hjá Solskjær  Sannfærandi hjá Arsenal gegn Chelsea England Southampton – Everton.......................... 2:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og skoraði mark liðsins. Watford – Burnley................................... 0:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Newcastle – Cardiff ................................ 3:0  Aron Einar Gunnarsson var allan tím- ann á varamannabekk Cardiff. Wolves – Leicester ................................... 4:3 Bournemouth – West Ham...................... 2:0 Liverpool – Crystal Palace ...................... 4:3 Manchester United – Brighton............... 2:1 Arsenal – Chelsea..................................... 2:0 Huddersfield – Manch. City.................... 0:3 Fulham – Tottenham ............................... 1:2 Staðan: Liverpool 23 19 3 1 54:13 60 Manch.City 23 18 2 3 62:17 56 Tottenham 23 17 0 6 48:23 51 Chelsea 23 14 5 4 40:19 47 Arsenal 23 13 5 5 48:32 44 Manch.Utd 23 13 5 5 46:33 44 Watford 23 9 6 8 32:32 33 Wolves 23 9 5 9 27:31 32 Leicester 23 9 4 10 29:29 31 West Ham 23 9 4 10 30:34 31 Everton 23 8 6 9 34:33 30 Bournemouth 23 9 3 11 33:42 30 Brighton 23 7 5 11 25:32 26 Cr. Palace 23 6 4 13 23:32 22 Southampton 23 5 7 11 25:40 22 Burnley 23 6 4 13 23:43 22 Newcastle 23 5 6 12 19:31 21 Cardiff 23 5 4 14 19:44 19 Fulham 23 3 5 15 21:51 14 Huddersfield 23 2 5 16 13:40 11 B-deild: Derby – Reading...................................... 2:1  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 63 mín- úturnar með Reading. Aston Villa – Hull .................................... 2:2  Birkir Bjarnason lék fyrstu 75 mínút- urnar með Aston Villa. Blackburn – Ipswich ................................ 2:0 Middlesbrough – Millwall........................ 1:1 Nottingham Forest – Bristol City .......... 0:1 QPR – Preston.......................................... 1:4 Rotherham – Brentford........................... 2:4 Sheffield Wednesday – Wigan ................ 1:0 Stoke – Leeds ........................................... 2:1 Swansea – Sheffield United .................... 1:0 Staðan: Leeds 28 16 6 6 47:30 54 Norwich 28 15 8 5 52:36 53 Sheffield Utd 28 15 5 8 46:29 50 WBA 27 13 8 6 55:35 47 Middlesbro 28 12 11 5 31:20 47 Derby 28 13 7 8 40:35 46 Bristol City 28 12 8 8 35:29 44 Hull 28 11 7 10 41:35 40 Swansea 28 11 7 10 37:32 40 Blackburn 28 10 10 8 37:41 40 Birmingham 28 9 12 7 40:33 39 Nottingham F. 28 9 12 7 39:32 39 Aston Villa 28 9 12 7 51:45 39 QPR 28 11 6 11 34:39 39 Stoke 28 9 11 8 33:35 38 Sheffield Wed. 28 9 8 11 33:45 35 Brentford 28 8 10 10 43:39 34 Preston 28 8 9 11 43:45 33 Millwall 28 7 8 13 34:44 29 Wigan 28 8 5 15 28:41 29 Rotherham 28 5 10 13 27:46 25 Reading 28 5 8 15 31:43 23 Bolton 27 5 7 15 18:40 22 Ipswich 28 3 9 16 22:48 18 Þýskaland Augsburg – Fortuna Düsseldorf ........... 1:2  Alfreð Finnbogason lék allan leikinn með Augsburg. Hannover – Werder Bremen.................. 0:1  Aron Jóhannsson hjá Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Dortmund 18 14 3 1 45:18 45 Bayern Münch. 18 12 3 3 39:19 39 M’gladbach 18 11 3 4 37:18 36 RB Leipzig 18 9 4 5 31:18 31 E.Frankfurt 18 9 3 6 37:24 30 Wolfsburg 18 8 4 6 28:24 28 Hertha Berlín 18 7 6 5 29:28 27 Hoffenheim 18 6 7 5 33:26 25 Werder Bremen 18 7 4 7 29:29 25 Leverkusen 18 7 3 8 26:30 24 Mainz 18 6 6 6 20:24 24 Schalke 18 6 3 9 22:25 21 Freiburg 18 5 6 7 22:28 21 Düsseldorf 18 6 3 9 21:34 21 Augsburg 18 3 6 9 26:31 15 Stuttgart 18 4 2 12 14:38 14 Hannover 18 2 5 11 17:36 11 Nürnberg 18 2 5 11 15:41 11 Holland AZ Alkmaar – Utrecht............................ 3:0  Albert Guðmundsson vermdi vara- mannabekk AZ. Willem II – Breda .................................... 2:0  Kristófer Ingi Kristinsson spilaði fyrri hálfleikinn með Willem II. Belgía Eupen – Lokeren ..................................... 4:1  Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 88 mín- úturnar með Lokeren. Grikkland Larissa – Aris Saloniki............................ 0:0  Ögmundur Kristinsson stóð í markinu hjá Larissa. KNATTSPYRNA Tvöfaldir bikarmeistarar Keflavíkur eru úr leik í Geysisbikar kvenna í körfubolta eftir 71:89-tap á heimavelli fyrir Val í átta liða úrslitum í gær. Vals- konur eru því komnar í undanúrslit. Snæfell er einnig komið í undanúrslit eftir nauman 72:68-heimasigur á Haukum. Stjarnan vann öllu öruggari sigur á Skalla- grími, 71:49. Eina 1. deildarliðið sem eftir var í keppn- inni, ÍR, mætti Breiðabliki á útivelli. Breiðablik var miklu sterkari aðilinn og vann 80:44-sigur. Dregið verður í undanúrslitin á miðvikudag. Morgunblaðið/Hari Harka Góð barátta ÍR-inga dugði skammt gegn Breiðabliki er liðin mættust í Geysisbikar kvenna í köfubolta í gær. Tvöfaldir bikarmeistarar úr leik Íslands- og bikar- meistarar kvenna í handknattleik í Fram voru í miklu stuði í Vestmannaeyjum í gær og unnu átta marka sigur á öflugu liði ÍBV, 31:23, í Olís- deildinni. Leik- urinn var liður í 13. umferð deildarinnar og átti að fara fram á laugardag en var þá frestað. Fram jafnaði þar með Val að stigum en liðin eru bæði með 19 stig en Valur á leik inni. ÍBV er eins og áður í þriðja sætinu með 15 stig. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:12, Fram í vil. ÍBV tókst að minnka muninn í þrjú mörk þegar 45 mínútur voru liðnar af leiknum en þá settu Framarar í annan gír og unnu sannfærandi sigur. Ester Óskars- dóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir skor- aði fimm. Hjá Fram var það Ragn- heiður Júlíusdóttir sem skoraði mest allra eða átta mörk, þar af tvö af vítalínunni. Þórey Rósa Stefáns- dóttir var einnig atkvæðamikil með fimm mörk. sport@mbl.is Meistararnir í miklu stuði í Eyjum Ragnheiður Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.