Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 4
S purður hvernig hann ætli að undir- búa sig fyrir uppistandið segir Ari: „Ég er með ákveðið prógramm sem ég þróa jafnt og þétt yfir árið og helstu skrifin fara fram fyrir Ára- mótaskaupið í desember og sýningar Mið- Íslands í janúar. Fyrir Þorrablót Vesturbæjar bý ég svo að því að eiga dálítið af efni sem snýr að Vesturbænum og KR þannig að þetta verður einhver smáhræringur af því – en uppistaðan er alltaf almennt grín sem á að vera gjaldgengt hvar sem er.“ Var upp með sér í marga daga Hvað varstu gamall þegar þú uppgötvaðir að þú værir fyndinn? „Ég held ég hafi nú aldrei upp- götvað neitt sérstaklega að ég væri eitthvað fyndinn en ég man að ég talaði mikið sem barn og fékk fyrir vikið mismikla hlustun. Á ung- lingsárunum var ég mik- ið í kringum eldri bræð- ur mína og vinahópa þeirra og það var alltaf sérstaklega gaman ef mér tókst að láta þau hlæja því það er svo mikil upphefð að fá að hanga með stóru krökk- unum. Einhvern tíma var ég í partíi heima hjá Kristjáni heitnum bróður mínum og hann var að sýna vinum sýnum tónleikaupptöku af Dire Straits og gera grín að fötunum sem Mark Knopfler var í. Þau voru að velta fyrir sér hvað Knopfler myndi segja ef hann sæi þessi föt í dag og ég svaraði: „Innst inni var ég að hrópa á hjálp“. Þau hlógu og ég var upp með mér í marga daga.“ Tímabundin törn sem varir enn Ari segir að það hafi verið eiginlega verið til- viljun að hann fór að taka að sér uppistand sem aðalvinnu. „Bergur Ebbi og Dóri DNA buðu mér að koma fram með sér á skemmtistaðnum Karamba fyrir tæpum tíu árum og svo endur- tókum við leikinn nokkrum sinnum yfir árið á ýmsum stöðum undir merkjum Mið-Íslands. Ég var að vinna sem textasmiður á auglýsingastof- unni Jónsson og Le’macks og eftir því sem sím- inn byrjaði að hringja meira og meira minnkaði ég starfshlutfallið mitt jafnt og þétt þangað til ég var einfaldlega búinn að skipta alveg yfir í að koma fram. Þetta var alltaf bara hugsað tímabund- in törn en hún er bara ennþá í gangi.“ Ari segist alltaf hafa getað nýtt húmorinn í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur en hann starfaði einnig sem stuðningsfulltrúi í Haga- skóla og sem flugþjónn hjá Icelandair. Með húmor í háloftunum Hefurðu stöðvað flugdólg með húmor að vopni? „Ég segi það nú ekki. Ég flaug um hundrað leggi á tveimur sumrum og það kom aldrei upp neitt þannig atvik. Ég reyndi bara alltaf að vera með gott viðmót til farþeganna og hress eftir at- vikum. Það þarf alltaf að lesa í aðstæðurnar og oft að vera sérstaklega almennilegur við þá sem virka mjög pirraðir því mörgum finnst einfald- lega mjög erfitt að fljúga. Þannig að vonandi hefur mér einhvern tíma tekist að forða ein- hverjum frá því að missa stjórn á sér með rétt tímasettum brandara! Í dag er þetta hins vegar orðið að yfirlýstu markmiði hjá sumum flug- félögum og er nærtækasta dæmið auðvitað WOW Air þar sem húmor er beinlínis eitt af gildum flugfélagsins.“ Ari segir að að brandarar séu mjög lifandi fyrirbæri og verði oft til yfir langan tíma. „Flest skapandi skrif eru eins og naglasúpa, grunnur- inn í uppskriftinni eru bara einhverjir naglar í potti, síðan bætir maður stöðugt við hráefnum þangað til þetta er orðið ætt. Oft byrjar þetta bara sem einhver ein setning. Síðan bætast við bútar og hlutar detta út. Maður flytur grínið aftur og aftur og slípar til efnið eftir bestu getu. Þetta er ekki ósvipað því ef að blaðamaður myndi skrifa grein, birta hana, gera síðan endurbætur, birta hana aftur og svo koll af kolli. Maður er í raun og veru alltaf að halda frumsýn- ingu á sama efninu en svo þarf maður líka alltaf stöðugt að endurnýja sig. Eftir því sem maður nær meiri tökum á efninu fer maður meira út í að flytja það eins og hljómsveitir flytja aðal- slagarana sína. Hittarar eru út af fyrir sig frá- bærir en til að semja þá þarf maður líka að semja helling af B-hliðum.“ Stoltur þegar konan hlær Ari segir að samvinna sé líka mjög mikilvæg og að ýmsir félagar hans hjálpi honum að semja og þróa efni og þar sé Linda konan hans fremst í flokki. „Linda er ótrúlega fyndin og klár og margt af því sem ég held mest upp er eitthvað sem við höfum samið saman. Ég er líka alltaf svo gríðar- lega stoltur ef mér tekst að láta hana hlæja upp- hátt því erum búin að búa svo lengi saman að hún hlær ekki lengur að hverju sem er frá mér!“ Ari segir að það sé í raun mjög merkilegt að aðaltíminn í bransanum hjá Íslendingum sé skömmu eftir áramót og telur að það megi jafn- vel rekja til þess að þjóðin hafi verið heiðin til forna ,,Á hinum Norðurlöndunum nær uppi- stand alltaf hápunkti um jólin og svo eru janúar og febrúar mun rólegari mánuðir. En við erum sér á parti hér því allt árshátíðardótið fer á fullt á þessum árstíma og ég er ekki frá því að þorra- blótin séu þar helsti áhrifavaldurinn. Það eitt að dagurinn fari aftur að lengjast gerir Íslendinga svo sturlaða af stemningu að þeir ryðjast út til að skemmta sér þó það sé ennþá kolniðamyrkur og kuldi. Í þessu ljósi er í raun skrýtið að Jóns- messa skuli ekki vera stærsti viðburðurinn hjá okkur eins og í Svíþjóð. Kannski þolir þorramat- urinn bara dagsljósið svona illa.“ Muna að hreinsa fötin Ari segir að þorrablót séu í dag mörg hver orðin að stórviðburðum. „Mér hefur þótt sér- staklega gaman að fylgjast með hversu vel hef- ur gengið í Vesturbænum þar sem er troðfullt á hverju ári. Þetta er nútímaviðburður en huggu- leg nostalgía sem svífur yfir vötnum. Að koma fram á þorrablóti er svo bara eins og að koma fram á hvaða viðburði sem er, fyrir ut- an að maður þarf eiginlega að fara með fötin sín í hreinsun strax daginn eftir. Það er nóg að það sé bara einn kæstur réttur á boðstólum á smá svæði á þúsund fermetrum og þá angar maður dögum saman!“ Íslendingar sturlaðir af stemningu Uppistandarinn Ari Eldjárn kemur fram á Þorrablóti Vesturbæjar í ár en þó að þorrablótið sé ungt að ár- um er aðsóknin gríðarleg og búast móthaldarar við 800 manns að þessu sinni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ari Eldjárn taldi að uppistandið sem atvinnugrein hjá honum yrði einungis tímabundið. Hann hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælli. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Skipasundi 56, 104 Reykjavík – Sími 553 3402 Þorramatur Verslunin RANGÁ er með ekta þorramat til sölu á þorranum Opið alla daga frá kl. 10–20 10-20 10-20 Ef þú ætlar að vinna þér inn titil- inn eiginkona/kærasta ársins skaltu leggja svolítið upp úr bóndadeginum sem er 25. jan- úar. Komdu makanum þínum á óvart og vertu sérlega almenni- leg. Það er nefnilega konudagur 24. febrúar og því er alltaf gott að eiga svolitla inneign. Byrjaðu daginn á að vekja makann með kossi, morgunverði og gefðu honum eitthvað óvænt. Ef þú ætl- ar að slá alveg í gegn þá skaltu elda hans uppáhaldsmat um kvöldið, koma börnunum í pöss- un og leggja þig fram um að vera ekstra skemmtileg. Ef vín er haft um hönd skaltu bara passa að bóndinn endi ekki eins og maðurinn á myndinni. Taktu bóndadaginn með stæl!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.