Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
H
ilmar starfar sem leikari hjá
Borgarleikhúsinu en er um
þessar mundir að fara að stíga
inn í óvissuna eins og hann seg-
ir sjálfur frá. ,,Í mars er ég að
fara í fæðingarorlof, síðan tekur við sum-
arfrí hjá mér og svo verð ég í launalausu
leyfi í eitt ár frá leikhúsinu.“
Alltaf heppinn með vinnu
Hann útskýrir hversu heppinn hann er að
hafa verið með vinnu frá því áður en hann
útskrifaðist úr leiklistarskólanum. Þetta
óvissuár sem framundan er sé því einskonar
hans tímabil að starfa sjálfstætt utan leik-
hússins og gera hluti sem koma til hans án
þess að vera með eitthvað fast í hendi. ,,Ég
er að leggja frá mér silfurskeiðina ef svo má
segja.“
En hvað værir þú að starfa við ef þú ættir
alla peninga heimsins? „Ætli ég væri ekki að
gera nákvæmlega það sama og ég er að
gera. Vinna sem leikari og njóta lífsins með
fjölskyldunni. Kannski myndi ég vinna
minna og ferðast meira, en annars bara
nokkuð svipað líf.“
Hilmar verður veislustjóri á þorrablóti
Gróttu sem haldið verður í byrjun febrúar.
Búist er við yfir 300 manns þangað. Spurður
um þorrablótshefðina segir hann:
,,Þetta er eins konar náttúruleg and-
spyrna við myrkrkið. Myrkramótmæli þar
sem fólk kemur saman fallega klætt að gæða
sér á óhefðbundnum mat og skemmta sér.
Ég hef oft stýrt veislum og brúðkaupum og
finnst það gaman.“
Seltjarnarnesið sérstakur staður
Hilmar er alinn upp á Seltjarnarnesi og
segir það mjög sérstakan stað.
,,Ég spilaði með Gróttu sjálfur í nokkur ár
sem strákur og er alinn upp á Seltjarn-
arnesi. Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum
árum að Seltjarnarnesið er eins konar botn-
langi af höfuðborgarsvæðinu. En það finnst
mér einmitt einkenna staðinn. Afgirt, vernd-
að svæði sem vill hafa hlutina á sinn hátt.
Eins konar vin í borg. Það eru alls konar
leyndarmál á Seltjarnarnesi sem þeir vilja
hafa fyrir sig. Sem dæmi frétti ég af því að
yfirmaður sundlaugarinnar hefði verið
hvattur til að auglýsa staðinn fyrir ferða-
menn, en hann vildi það ekki, heldur hafa
hlutina bara eins og þeir væru.“
Hvað ætlarðu að bjóða upp á?
,,Ég ætla að bjóða upp á góðan anda. Það
er búið að fá alls konar skemmtikrafta til að
koma, það verður happdrætti og fleira.
Pabbi sagði mér að þegar maður tæki upp á
því að veislustýra, þyrfti maður að átta sig á
að það er enginn kominn til að horfa á
veislustjórann. Hann þyrfti bara að sjá til
þess að allt rúllaði vel, passaði samna og að
það yrði ekki of löng bið á milli atriða og
fólk vissi hvert það ætti að fara til að hitta á
salernið og fleira í þeim dúrnum.
Ég hef haft þessi ráð að leiðarljósi. En
auðvitað verður maður skemmtilegur líka,
syngur með gestunum og fleira. Þetta verð-
ur án efa æðislegt kvöld.“
Ekki vanmeta aðgerðarleysið
Það er gaman að spjalla við Hilmar, þar
sem hann er fljótur að taka hlutina á dýpt-
ina, er vel tengdur tilfinningunum og opinn í
eðli sínu.
,,Ég hlakka til framtíðarinnar, sér í lagi að
fara í fæðingarorlof sem felur í sér að fara í
ákveðinn hjúp og njóta stundarinnar með
nýju barni. Ég er ekki að leita að því að hafa
eitthvað brjálað að gera á næstunni. Þetta
er eitthvað sem mér finnst mikilvægt að
gera, en ég fæ líka alveg framfærslukvíða og
hugsa um hvort ég sé að fara að detta út úr
bransanum og þess háttar. En ég er að
temja mér æðruleysi gagnvart þessu og að
æfa mig í að leyfa ekki óttanum að taka yfir.
Maður skyldi líka aldrei vanmeta aðgerð-
arleysið. Gott fólk segir að hlutirnir gerist
þegar maður er ekki að gera hluti. Ég ætla
bara að leyfa hlutunum að gerast í staðinn
fyrir að vera alltaf að gera eitthvað sjálfur.“
Þorrablót eru myrkramótmæli
Hilmar Guðjónsson leikari er flest-
um landsmönnum kunnur. Hilmar
verður veislustjóri í þorrablóti Gróttu
sem haldið verður í byrjun febrúar.
Búist er við yfir 300 manns þangað.
Það eru áhugaverðir tímar í lífi hans
núna.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hilmar Guðjónsson leikari verður
veislustjóri á þorrablóti Gróttu.