Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 MORGUNBLAÐIÐ 9 Í KJÖTBORÐ NÓATÚNS ÞORRINN ER KOMINN Pantið þorraveisluna á www.noatun.is Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is Hvað á fólk á ketó að borða á þorrablótum? „Þorramatur hentar ketó bara al- veg ágætlega; allt feitt kjöt í lagi, sviða- og svínasulta einnig og svo auðvitað harðfiskur með smjöri. Það sem er ekki ketó vænt er flat- brauðið og rúgbrauðið, laufabrauðið og svo mögulega ekki slátr- ið ef það er mjöl í því,“ segir Gunn- ar Már. Hvað myndir þú borða á þorrablóti? „Ég myndi borða allt feitt kjöt og líklega strauja all- an þann harðfisk og smjör sem ég sæi. Ég myndi svo mæla með því við alla þorra- kokka landsins að bjóða líka upp á ósykraða blómkálsstöppu í stað róf- ustöppunnar. Bara að sjóða blóm- kál, þerra það og skella í mat- vinnsluvél með góðri klípu af smjöri og vel af grófu salti og enginn sykur að sjálfsögðu. Frábær með sviða- sultunni.“ Getur fólk á ketó farið á þorrablót? Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einka- þjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Marta María | mm@mbl.is Er einhver þorramatur hollur? „Allt sem inniheldur fitu er ketó- vænt svo hollt í ketó þýðir fituríkur matur, prótín eins og kjöt og fiskur er líka nauðsynlegt svo það vantar auðvitað allt grænmeti í þorramat- inn sem er líka nauðsynlegur hluti af ketó og veitir okkur trefjar og fullt af nær- ingarefnum. Þorra- matur er því ekki fullkominn ketó- matur en alger- lega hægt að njóta hans,“ segir hann. Ferðu oft á þorrablót? „Ég hef nokkrum sinnum farið á þorra- blót Stjörnunnar og líkað vel.“ Hvað er svona skemmtilegt við þau? „Það er auðvitað félagsskapurinn og svo þessi þjóðlega stemning sem skapast með matnum og skemmti- atriðunum. Menn eru hvergi hress- ari en á þorrablótum, það er alveg á hreinu.“ N okkur ár í röð fór ég á þorrablót Stjörn- unnar í Garðabæ og alltaf var þessi fíni matur á borðum frá konungi þorrans, Jóa í Múlakaffi. Mér þykja sviðin góð, sér- staklega tungan en borða líka sviðasultu, blóðmör, lifrarpylsu, síld og rófustöppu. Ég smakka líka á súr- matnum svo sem hvalrengi og hrútspungum meira fyrir stemninguna en bragðið en held að ég sé um það bil eini Íslendingurinn sem getur alls ekki sett harðfisk inn fyrir sínar varir. Á þorrablótum hitti ég ávallt gamla og góða vini og einhvern veginn skapar stemningin svo mikla af- slöppun og gleði að hláturinn og vinskapurinn er ekki síður nærandi en maturinn,“ segir Lukka. Hver er hollasti kosturinn á þorrablótinu? „Hinn hefðbundni þorramatur er alls engin óhollusta. Hann passar reyndar vel inn í nýj- asta æðið sem er háfitu/lágkolvetna matar- æði eða ketósu mataræði. Þorramatur eins og til dæm- is slátrið inniheldur þar að auki innmat sem við mættum gjarnan borða meira af. Súrsun er gömul aðferð til að auka geymsluþol mat- væla en hún felur í sér að auka góðgerla í matnum og það er eitthvað sem við mættum nýta okkur betur nú til dags því góðgerlarnir styðja við góða meltingarflóru okkar. Súri þorramaturinn er því hollari en margt sem er algengara á borðum landsmanna svo sem kleinuhringir og pitsur. Ef það væri eitt- hvað sem ég myndi vilja bæta í þorramatinn þá væri það súrsað grænmeti. Súrsaðar gulrætur og hvítkál myndu passa vel með og bæta trefjum í annars ágæta og holla máltíð.“ Hvað myndir þú aldrei borða af heilsufarsástæð- um? „Aldrei er mjög sterkt orð en það sem ég borða svo til aldrei eða afar sjald- an … og af heilsufarsástæð- um frekar en matvendni er til dæmis morgunkorn og sæta- brauð eins og kleinuhringir og kex. Mér finnst mjög auðvelt að sleppa þessum vörum og ég borða held ég aldrei ódýrt og næringarlítið brauð. Núorðið er við- bættur sykur sjaldséður á mínu heimili og ég vanda valið vel þegar kemur að sætindum en ég er þó afar veik fyrir góðu súkkulaði og súkkulaði- rúsínum sem fá því að slæðast inn oftar en mig langar til að viðurkenna. En hver vill vera fullkominn og súkkulaði gerir lífið einfaldlega betra!“ Þorramatur fínn fyrir fólk á lágkolvetnafæði Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrs- uðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Marta María | mm@mbl.is Lukka Pálsdóttir er hrifin af þorramat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.