Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Baadermaður
FISK Seafood ehf óskar eftir Baadermanni á
Arnar Hu 1. Umsækjandi þarf að hafa
reynslu sem Baadermaður.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Upplýsingar gefur Guðmundur Henry í síma
893 9986 eða Jón Ingi í síma 825 4417
Senda skal umsókn á netfangið
joningi@fisk.is
Rafvirki óskast
Óska eftir að ráða rafvirkja eða mann með
kunnáttu í húsarafmagni.
Upplýsingar í síma 892 7269.
BBA lögmannsstofa
óskar eftir að ráða lögmenn
Í boði eru krefjandi og metnaðarfull störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi.
Viðskiptavinir stofunnar eru innlend og erlend fyrirtæki og stofnanir.
Verkefnin eru fjölbreytt í síbreytilegu viðskiptaumhverfi þar sem
reynir á sjálfstæði, samskiptalipurð, frumkvæði og ábyrgð.
/ Starfsreynsla er kostur
/ Reynsla á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði er æskileg
/ Framhaldsmenntun á því sviði er kostur
/ Góð enskukunnátta er skilyrði
/ Sjálfstæð vinnubrögð
/ Frumkvæði í starfi
/ Hæfni til að vinna í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi
BBA Legal
Iceland / Reykjavík / Höfðatorg / bba.is
England / London / 23 Berkeley Square / bbalegal.co.uk
Hæfniskröfur
Umsóknir sendist á umsokn@bba.is
og umsóknarfrestur er til 22.febrúar 2019.
Grunnskólakennari
í Þjórsárskóla
Laus staða kennara í Þjórsárskóla
100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka
skólaársins.
Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði,
samfélagsfræði, umsjón, heimilisfræði og
útinám.
Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch
skólastjóri, sími 895 9660, netfang
bolette@thjorsarskoli.is
Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega
50. Þeim er kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð
áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við
leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum úr Þjórsárdals-
skógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfirmarkmið skólans er
að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum
við því. Vefslóð www.thjorsarskoli.is
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru um 630 íbúar. Þéttbýliskjarnar
eru við Árnes og á Brautarholti. Í hreppnum eru náttúruperlur á
borð við Þjórsárdal. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnublað Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is
Í vikunni voru Mennta-
verðlaun atvinnulífsins veitt
fyrirtækjum sem skara fram
úr á sviði fræðslu- og mennta-
mála. Höldur á Akureyri er
Menntafyrirtæki ársins og
Friðheimar í Bláskógabyggð
eru Menntasproti ársins. Það
var Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra sem afhenti
verðlaunin á Menntadegi at-
vinnulífsins, það er á samkomu
sem efnt var til í Hörpu. Meðal
þeirra sem ávörpuðu gesti var
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, sem óskaði verðlauna-
höfunum innilega til hamingju.
Rótgróið fyrirtæki
Höldur er öflugt og rótgróið
ferðaþjónustufyrirtæki sem
starfar á landsvísu. Höldur
rekur Bílaleigu Akureyrar sem
er stærsta bílaleiga landsins
með tuttugu og þrjú útibú.
Flotinn telur um 4.500 bíla og
fyrirtækið er einn stærsti bíla-
kaupandi landsins auk þess að
veita fjölbreytta þjónustu. Um
240 starfsmenn eru hjá Höldi
allt árið og á fjórða hundrað
þegar mest er að gera yfir
sumartímann.
„Án virks mannauðs eru fyr-
irtækin lítið annað en innantóm
orð, í raun bara umbúðir og
það er okkar, stjórnendanna að
búa svo um hnútana að inni-
haldið geti vaxið og dafnað,“
segir í tilkynningu haft eftir
Steingrími Birgissyni, for-
stjóra Hölds.
Tómatar og hrossarækt
Friðheimar er blómlegt fjöl-
skyldufyrirtæki í Biskups-
tungum á Suðurlandi. Árið
1995 keyptu ung hjón úr
Reykjavík, Knútur Ármann og
Helena Hermundardóttir, yfir-
gefna gróðrarstöð og hófu þar
ræktunarstarf. Fyrir 10 árum
opnuðu þau Friðheima fyrir
ferðamönnum og á síðasta ári
heimsóttu þau um 180 þúsund
gestir. Ferðaþjónusta er veiga-
mesti þátturinn í rekstri Frið-
heima í dag ásamt framleiðslu
tómata, hrossarækt og fræðslu
um íslenska hestinn og ylrækt
á Íslandi.
Morgunblaðið/Golli
Friðheimar Knútur Rafn
Ármann segir fólki frá.
Til fyrirmyndar
Höldur og Friðheimar fá
menntaverðlaun atvinnulífs
Menntafyrirtæki Frá vinstri Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, þá Höldursfólkið Þórdís Bjarnadóttir, Steingrímur
Birgisson, forstjóri Hölds, Geir Kristinn Aðalsteinsson, og Sig-
rún Árnadóttir og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.
Gengið var í vikunni frá kaup-
um Kennarasambands Ís-
lands á 6. hæð hússins að
Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lengi hefur staðið til að koma
starfsemi KÍ fyrir á nýjum
stað, eins og gerast mun á
vordögum. Núverandi húsa-
kynni í Kennarahúsinu, það er
gamla kennaraskólanum við
Laufásveg, eru bæði orðin of
lítil og ekki í samræmi við
kröfur líðandi stundar.
Rætt hefur verið við for-
sætisráðherra um framtíð og
hlutverk Kennarahússins, að
því er fram kemur á vef KÍ.
„Það verður verkefni til fram-
tíðar að marka Kennarahús-
inu hlutverk við hæfi þótt ljóst
sé orðið fyrir löngu að húsið
sé ófullnægjandi sem höfuð-
stöðvar stéttarfélags,“ er haft
eftir Ragnari Þór Péturssyni,
formanni KÍ.
Blendin tilfinning
Kennarasamband Íslands
og fyrirennarar þess hafa frá
1992 verið með aðsetur í
Kennarahúsinu, sem byggt
var árið 1908. „Það er býsna
stór stund í sögu KÍ að færa
starfsemina úr Kennarahús-
inu. Tilfinningin er blendin.
Þetta er þó nauðsynleg breyt-
ing svo byggja megi upp
starfsemi sambandsins til
framtíðar,“ segir Ragnar Þór
Pétursson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borgartún Hér verður Kennarasamband Íslands til húsa.
KÍ í Borgartún
Yfirgefa Laufásveg Á nýj-
um stað á 7. hæð Nauðsyn