Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 1
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR NBA-deildin Skemmtileg toppbarátta í Austurdeildinni á meðan Golden State er áfram best í vestrinu. Stjörnuleikmenn ráða miklu og skammtímaáætlanir stjórnenda líklegri en áður. James Harden óstöðvandi. 2-3 Íþróttir mbl.is „Ég er hrikalega stolt að vera komin aftur í landsliðið og er þakklát fyrir þetta tæki- færi. Það eru miklar tilfinningar sem bær- ast í brjósti mínu og mér líður eins og að hafa verið valin í landsliðið í fyrsta skipti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í gær, eft- ir að hún var valin á ný í kvennalandslið Ís- lands í knattspyrnu eftir tæplega tveggja ára fjarveru. Margrét Lára lék síðast gegn Hollandi í apríl 2017 en rúmum mánuði síðar sleit hún krossband í hné í leik með Val. Hún eignaðist síðan sitt annað barn snemma á árinu 2018 en er nú komin á fulla ferð með Val á ný. Margrét er langmarkahæsta landsliðskona Íslands með 77 mörk í 117 landsleikjum. „Ég kem reynslunni ríkari til baka og er sterkari og betri einstaklingur og vonandi get ég gefið landsliðinu áfram eitt- hvað. Það er stefnan og ég ætla mér að gera það,“ sagði Mar- grét Lára en ítarlegra viðtal við hans er á mbl.is/sport/ fotbolti og fjallað er um landsliðsvalið á bls. 3. Kem til baka sem sterk- ari og betri einstaklingur Margrét Lára Viðarsdóttir Bikarveislan í Höllinni í dag Morgunblaðið/Eggert Valur Helena Sverrisdóttir gerir Hlíðar- endaliðið afar sigurstranglegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjarnan Danielle Rodriguez þarf að eiga stórleik til að liðið geti skákað Val. Morgunblaðið/Eggert Stjarnan Ægir Þór Steinarsson hefur verið í lykilhlutverki hjá Garðabæjarliðinu í vetur. Morgunblaðið/Eggert Njarðvík Elvar Már Friðriksson styrkti liðið gríðarlega þegar hann kom frá Frakklandi. Valur eða Stjarnan mun vinna sinn fyrsta bik- armeistaratitil í körfubolta kvenna í dag en lið- in mætast kl. 13.30 í Laugardalshöll. „Ég hugsa að leikurinn byrji mjög jafn og að Stjarnan standi mjög vel í Val fram í 3. leik- hluta, en að þá sígi Valur fram úr. Valur er bara með sterkasta hópinn í ár og ég held að Stjarnan eigi því miður ekki möguleika í 40 mínútna leik við þær, ekki frekar en við á mið- vikudaginn. Valskonur eiga það sterka leik- menn, geta skipt vel inn á og ég held að Valur vinni með að minnsta kosti 10 stiga mun,“ seg- ir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæ- fells, sem Morgunblaðið fékk til þess að spá í spilin. Skammt er síðan Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni í deildarleik, og með Hel- enu Sverrisdóttur innanborðs hefur liðið verið á miklu flugi síðustu vikur og mánuði. „Eins og allir hafa talað um síðustu vikurnar er Helena klassa fyrir ofan aðra leikmenn í þessari deild. Þar af leiðandi kæmi manni á óvart ef hún skilaði ekki hörkuleik og leiddi lið- ið til sigurs. En fyrir utan hana þá er fullt af öðrum ótrúlega góðum leikmönnum í Valslið- inu, sem ekki má gleyma. Þær eru búnar að vera að spila ótrúlega flottan körfubolta,“ seg- ir Gunnhildur. Hún segir Danielle Rodriguez og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur þurfa að vera upp á sitt besta til að Stjarnan eigi von: „Danielle hefur spilað frábærlega í vetur en ég er hrædd um að Valur hafi varnarmenn til að stöðva hana. Dani þarf að leiða liðið sitt áfram og gera hinar stelpurnar í kringum sig betri, en Stjarnan er með frábæra skotmenn og búin að fá Rögnu Margréti inn sem styrkir liðið heilan helling. Stjörnukonur hafa verið að spila mjög vel og virðast mjög samheldinn hópur, en ég held að reynslan í leikmönnum Vals geri útslagið.“ sindris@mbl.is Valur er með sterkasta hópinn í ár Njarðvík er næstsigursælasta liðið í sögu bikar- keppni karla í körfubolta og getur unnið sinn 9. bikarmeistaratitil í dag en Stjarnan hefur unnið alla þrjá titla sína á síðasta áratug, eftir að Njarðvík landaði síðast titli. Liðin, sem eru efst í úrvalsdeildinni í vetur, mætast í bikarúrslita- leik kl. 16.30 í Laugardalshöll í dag. „Ég held að þetta verði jafn leikur allan tím- ann og að úrslitin ráðist bara á síðustu mín- útunni. Njarðvík er kannski með „dýpri“ hóp en bæði liðin eru mjög sterk og styttra síðan Stjörnumenn voru í þessum sporum. Þetta verður mjög jafnt og eitt skot til eða frá gæti ráðið úrslitum,“ ssegir Kristófer Acox, leik- maður KR. Stjörnumenn hafa unnið 13 sigra í röð, í deild og bikar: „Þeir eru að spila mjög góðan liðsbolta, þar sem allir eru á sömu blaðsíðu og vita sitt hlut- verk. Þeir hafa smollið mjög vel saman á gólfinu og ekki vantar upp á hæfileikana hjá leikmönn- unum,“ segir Kristófer, en Njarðvík er þó efst í úrvalsdeildinni: „Njarðvík þarf að keyra upp hraðann. Það verður gaman að fylgjast með einvíginu á milli Elvars [Más Friðrikssonar] og Ægis [Þórs Steinarssonar]. Þeir vilja báðir sprengja upp leikinn og það ræðst svolítið mikið af þeim hvernig liðin spila. En bæði lið eru með marga leikmenn sem geta stolið senunni. Ef Logi [Gunnarsson] heldur áfram eins og í undan- úrslitunum gegn okkur þá er hann líklegur til þess. Elvar hefur varla stigið feilspor eftir að hann sneri heim í vetur og Ægir og Hlynur [Bæringsson] hafa sömuleiðis verið frábærir fyrir Stjörnuna. Það er endalaust hægt að telja upp menn, en ég held reyndar að úrslitin velti mikið á því hvort liðið fær meira út úr þeim leik- mönnum sem koma af bekknum. Þar gæti Logi hjálpað Njarðvík gríðarlega.“ sindris@mbl.is Gaman að sjá einvígi Ægis og Elvars Willum Þór Willumsson varð í gær fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að semja við hvítrússneskt félag. Hann gekk þá til liðs við BATE Borisov, sem hefur orðið hvítrússneskur meistari 13 ár í röð, spilað níu sinnum í riðlakeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar, og vann Arsenal 1:0 í 32ja liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar í fyrrakvöld. Willum, sem er tvítugur, samdi við fé- lagið til hálfs fjórða árs, eða til sumarsins 2022. BATE kaupir hann af Breiðabliki en félögin höfðu áður komist að sam- komulagi um kaupverðið. Leikið er sumartímabil í Hvíta- Rússlandi og deildakeppnin þar hefst í lok mars. Willum hefur því svigrúm til að laga sig að liðinu og aðstæðum áður en tímabilið hefst. Sextán lið leika í úrvals- deildinni sem er í gangi fram í lok nóv- ember. BATE er með sjö núverandi landsliðs- menn Hvíta-Rússlands innanborðs og liðið er byggt að stórum hluta á heima- mönnum. Í hópnum eru þó einnig leik- menn frá Finnlandi, Frakklandi og Serb- íu. Liðið er frá Borisov, 150 þúsund manna borg skammt norður af höfuð- borginni Minsk. Willum sprakk út með liði Breiðabliks á síðasta tímabili en áður en það hófst hafði hann leikið níu leiki í efstu deild. Hann spilaði 19 leiki og skoraði í þeim 6 mörk, vann sér sæti í 21-árs landsliðiinu um haustið og spilaði síðan sinn fyrsta A- landsleik núna í janúarmánuði. vs@mbl.is Willum brýtur blað með samningi við BATE Morgunblaðið/Hari Borisov Willum Þór Willumsson flytur úr Kópavogi til Hvíta-Rússlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.