Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 5

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 5 Slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi Laust er til umsóknar starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum á Austurlandi. Brunavarnir á Austurlandi er rekstrarsamlag, með lögheimili og starfsstöð slökkviliðsstjóra á Fljótsdalshéraði, sem annast brunavarnir í sveitarfélögunum Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði, Fljóts- dalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhreppi. Starfssvið: • Framkvæmdastjóri Brunavarna á Austurlandi • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliða í aðildarsveitarfélögunum • Ráðning slökkviliðsmanna í samráði við varðstjóra á hverjum stað • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliða í aðildarsveitarfélögunum • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða • Eftirlit með viðhaldi og fjárfestingum og tillögugerð þar um til viðkomandi sveitarstjórna • Umsjón með fjárreiðum, stefnumótun og áætlanagerð í samráði við stjórn • Samskipti við hagsmunaaðila • Önnur þau verkefni er stjórn felur viðkomandi í samræmi við starfslýsingu Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður skv. 17. gr. laga nr. 75/2000 og/eða hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg • Leiðtogahæfni • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Um fullt starf er að ræða en laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Æskilegt er að viðkomandi geti komið til starfa eigi síðar en í byrjun júlí 2019. Allar frekari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, formaður stjórnar Brunavarna á Austurlandi, bjorni@egilsstadir.is og/eða Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, baldur@brunavarnir.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir merkt SLÖKKVILIÐSSTJÓRI BRUNAVARNA Á AUSTURLANDI eða á netfangið bjorni@egilsstadir.is Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan starfsmann í veiðieftirlit í Hafnarfirði eða á Höfn í Hornafirði Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is. Traust – Framsækni – Virðing Nánari upplýsingar um störfin veitir Sævar Guðmundsson, deildarstjóri í veiðieftirliti eða Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs og fjármála í síma 569 7900 Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningar- bréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2019. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Helstu verkefni: • Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasamsetn- ingu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. • Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og afla- samsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangs- störfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brota- mála sem upp koma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi. • Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin. • Gott heilsufar. • Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. • Sanngirni og háttvísi. • Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg. • Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg. Vilt þú hjálpa okkur að gæta hagsmuna þjóðarinnar? Advania varð á dögunum fyrsta upplýsingatæknifyr- irtækið á Íslandi til að fá jafn- launavottun. Advania upp- fyllti allar kröfur sem liggja til grundvallar fyrir vott- uninni sem öll fyrirtæki á Ís- landi með 25 starfsmenn eða fleiri þurfa að undirgangast. Fjölmennustu vinnustaðirnir í landinu þurfa að hafa öðlast vottunina fyrstir en smærri fyrirtæki fá aðeins lengri tíma til að aðlagast breyttu lagaumhverfi. Advania, sem er með um 650 starfsmenn, lauk forvinnu í lok síðasta árs og hlaut jafn- launavottun á dögunum. „Við hjá Advania erum stolt af því að hafa öflugt kerfi um okkar launaákvarðanir sem útilokar mismunun og krefst þess að laun séu ákvörðuð með mál- efnalegum hætti,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Adv- ania, í tilkynningu. Útrýma ómálefna- legum þáttum Haft er eftir Sigrúnu Ósk Jakobsdóttur, sérfræðingi í mannauðsmálum hjá Adv- ania, í tilkynningu að jafn- launakerfið skili meiri aga í launamálum. Þótt jafn- launavottun snúist í daglegu tali um jafnrétti kynjanna séu áhrif hennar víðtækari. „Jafn- launakerfið sem nú er búið að votta snýr að því að fyrir- 0tækin útrými áhrifum ómál- efnalegra þátta,“ segir Sigrún Ósk, sem leiddi undir- búningsvinnu fyrir jafn- launavottun hjá Advania. Advania Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri og Sigrún Ósk Jakobsdóttir, Þóra Helgadóttir og Hinrik Sigurður Jó- hannesson sem öll sinna starfsmannamálum hjá fyrirtækinu. Agi með vottun  Advania með jafnlaunastefnu  650 starfsmenn  Víðtæk áhrif Hönnunar- og ráðgjafarfyr- irtækið Landark hefur verið sameinað verkfræðistofunni Eflu. Landark hefur frá árinu 1983 starfað á sviði landslags- og skipulagsmála og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi um langt skeið. Við þessar breytingar verð- ur hjá Eflu til nýtt fagsvið; Landark, sem Pétur Jóns- son, áður framkvæmdastjóri Landark, stýrir. Þeir sem áður störfuðu hjá Landark verða nú hluti af þessu nýja fagsviði sem hefur komið sér vel fyrir í höfuðstöðvum Eflu á Lynghálsi 4 í Reykja- vík. Landark hefur getið sér gott orð fyrir landslags- hönnun í sinni fjölbreyttustu mynd og kemur sameiningin til með að styrkja enn frekar starfsemi Eflu á sviði land- mótunar, hönnunar og skipulagsmála, segir í frétta- tilkynningu. Viðskiptavinir Eflu spanna flest svið samfélags- ins en kjarni þjónustu við þá snýr að ráðgjöf við uppbygg- ingu og rekstur innviða sam- félagsins ásamt stuðningi við framþróun atvinnulífsins. Alls eru um 400 starfsmenn hjá Eflu sem er með starf- semi á tíu stöðum á landinu. Landarksfólk Frá vinstri: Halla Hrund Pétursdóttir, Pétur Jónsson og Matthildur Sigurjónsdóttir, vinna nú hjá Eflu. Sameinast Eflu  Landark nú í stærri heild Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Landsnet hafa skrifað undir samstarfssamning til fimm ára um menntun og rann- sóknir á sviði flutnings og vinnslu rafmagns. Landsnet verð- ur, samkvæmt samningnum, stofnaðili að nýju rannsókn- arsetri HR um sjálfbærni en meðal viðfangsefna þess má nefna rannsóknir á flutningi raforku, nýtingu orkunnar, raf- orkumarkaði, orkuskiptum, snjallnetum og stafrænni þróun. Í samningnum er m.a. fjallað um mikilvægi þess að jafna stöðu kynjanna í orkugeiranum. Sem liður í þessu tekur Landsnet áfram þátt í átaksverkefninu Stelpur og tækni sem HR stendur fyrir árlega, segir í tilkynningu. sbs@mbl.is Landnet og HR í samstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.