Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 6

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is B reska dagblaðið Guardian birti á dögunum grein sem eðlilega hefur hrist upp í sjávarútveginum, jafnt sem þeim bresku neyt- endum sem þykir fátt betra en fiskur og franskar. Guardian vitnar í nýlega skýrslu sem gefin var út af umhverf- isvöktunarnefnd norðurskautsráðs- ins, AMAP (e. Arctic Monitoring and Assessment Programme), sem fjallar um möguleikann á að súrnun sjávar og hitabreytingar í Barents- hafi gætu valdið því að þorskstofninn á svæðinu hrynji þegar fram í sækir. Hrönn Egilsdóttir er sjávarvist- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og segir hún að það sem geri skýrslu AMAP sérstaklega áhugaverða sé að þar er þess freistað að smíða líkan sem sýni áhrifin þegar súrnun og hlýnun sjávar fara saman, frekar en að meta áhrifin hvor í sínu lagi. „Nið- urstaðan er að hlýnun gæti hjálpað þorskstofninum í Barentshafi upp að vissu marki en ef hlýnar of mikið fari áhrifin að verða neikvæð. Súrnunin veldur síðan auknu álagi á stofninn og hefur einkum áhrif á fiskinn þegar hann er á lirfustigi og viðkvæmari fyrir umhverfisbreytingum.“ Að sögn Hrannar torveldar það allar spár hve fáum rannsóknum er til að dreifa og þannig sé t.d. ekki hægt að finna nema sautján vísinda- greinar sem fjalla um áhrif súrnunar sjávar á þorsk. „Þær rannsóknir sem við höfum í dag veita okkur aðeins vísbendingar, og t.d. einblíndi skýrsla AMAP sérstaklega á þorsk- stofninn í Barentshafi. Þessar rann- sóknir segja okkur þó afdráttarlaust að full ástæða sé til að skoða þessi mál betur, bæði hér við Ísland sem og annars staðar.“ Fiskar þola ekki hvað sem er Bendir Hrönn á að það hafi lengi ver- ið viðtekin skoðun að fiskarnir í haf- inu gætu lagað sig að víðtækum um- hverfisbreytingum og fært sig um set í takt við breytingar á hitastigi sjávar. Tegundir eins og þorskurinn eignist líka margar milljónir hrogna og þeir einstaklingar sem þola um- hverfisbreytingarnar best geti því fjölgað sér hratt og styrkt stofninn. Þessi sýn á þrautseigju fiskstofna gefur samt skakka mynd, hvað þá þegar umhverfisbreytingarnar eru hraðar og fleiri en einn umhverf- isþáttur sem veldur álagi á stofninn. „Við hreinlega vitum það ekki hvort þorskurinn geti eða geti ekki þraukað ef sjórinn hlýnar og súrnar á sama tíma. Aftur á móti má fullyrða að ef umhverfi þorskstofna breytist mikið gæti dregið úr erfðabreytileika og þar með getur stofninn orðið við- kvæmari fyrir hvers kyns áföllum sem komið gætu í kjölfarið.“ Hrönn útskýrir að því meiri líf- fræðileg fjölbreytni sem er innan fiskstofns, því auðveldara eigi hann með að aðlagast, en ef ytri þættir valda því að hluti stofnsins nær ekki að koma afkvæmum á legg þá hverfi um leið hluti líffræðilegu fjölbreytn- innar. Gæti það t.d. þýtt að ef helm- ingur stofnsins nær að aðlagast súrn- un minnki erfðabreytileiki hans umtalsvert og hætta á að þeir eigin- leikar sem hefðu nýst til að takast á við hitabreytingar hafi horfið með þeim helmingi stofnsins sem ekki tókst að aðlagast súrnuninni. „Ef síð- an enn eitt áfallið bætist við, t.d. að sníkjudýr taka að herja á stofninn, þá er hann mögulega þeim mun verr í stakk búinn til að takast á við þær breytingar.“ Marglyttur í stað þorska Aðspurð hvort eitthvað megi til bragðs taka til að draga úr skaðleg- um breytingum á umhverfi þorsksins segir Hrönn að slíkar aðgerðir væru bókstaflega dropi í hafið, og í besta falli gæti verið mögulegt að hafa ein- hver áhrif á sýrustig sjávar á smáum og afmörkuðum svæðum, en þá væri alls óvíst hvort slíkar tilraunir myndu gera gagn eða enda á að valda meira tjóni. Eina lausnin sé að reyna að stemma stigu við losun koltvísýr- ings, en súrnun sjávar er einkum rakin til þess að um fjórðungur út- blásturs frá samgöngum og iðnaði blandast yfirborði sjávar og hefur áhrif á efnajafnvægið þar, bæði með lækkuðu sýrustigi og minni kalk- mettun. Hún segir erfitt að segja til um með nokkurri vissu hver áhrifin gætu verið á þær tegundir sem mestu máli skipta fyrir íslenskan sjávarútveg, og óþekkt hvort útkoman muni verða jafn slæm og vísindamenn óttast að geti orðið raunin í Barentshafi. Jafnframt segir Hrönn að ekkert megi fullyrða um hvort breytingar á hita- og sýrustigi geti mögulega haft jákvæð áhrif í íslenskri lögsögu, t.d. ef nýjar tegundir birtast á meðan aðrar hverfa. Vistkerfi sjávar sé gríð- arlega flókið og erfitt að segja til um bæði orsakir og afleiðingar hvers kyns breytinga. „Hlýnun sjávar virð- ist þó almennt vera að hafa þau áhrif að dýrategundir eru að færast norð- ar, og til dæmis sáum við það líklega með komu makrílsins fyrir nokkrum árum þegar hafið umhverfis Ísland tók að hlýna. Hvað súrnunina varðar er hins vegar erfitt að finna nokkur jákvæð áhrif, en þær sjávarlífverur sem virðist þola súrnunina hvað best eru marglytturnar, og þær myndum við alls ekki vilja fá í skiptum fyrir fiskstofnana okkar.“ Þá segir Hrönn að ef fer að verða vart við neikvæð áhrif súrnunar og hitastigsbreytinga þá gæti þurft að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands og annarra þjóða til að gefa fiskstofnum betra svigrúm til að tak- ast á við breytingarnar. „Líkt og höf- undar skýrslunnar benda á gæti t.d. á einhverjum tímapunkti verið full ástæða til að draga töluvert úr veið- um í Barentshafi til að tryggja af- komu þorskstofnsins þar.“ Súrnun og hlýnun eru ekki góð blanda Þær breytingar sem eru að eiga sér stað í hafinu gætu á einhverjum tímapunkti kallað á að draga þurfi töluvert úr fiskveiðum. Hrönn Egilsdóttir segir fáum rannsóknum til að dreifa en þær gefi þó allar tilefni til að huga vandlega að þróuninni í umhverfi verðmætra fisktegunda. Morgunblaðið/RAX Jafnvel þó þorskurinn gæti aðlagast erfiðari skilyrðum í hafi þá draga öll áföll úr erfðafjölbreytileika stofnsins sem gerir hann meira berskjaldaðan. Morgunblaðið/Ómar Þessi mynd úr safni sýnir skipverja landa afla úr frystitogaranum Venusi eftir 40 daga túr í Barentshafi. Ný rannsókn gefur tilefni til að hafa áhyggjur af samvirkni súrnunar og hlýnunar sjávar á þeim slóðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.