Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Þ
etta verður fimmtándi
hraðallinn hjá okkur í Ice-
landic Startups, en þetta
er í fyrsta sinn sem við
einbeitum okkur aðeins að
nýsköpun í íslenskum landbúnaði og
sjávarútvegi. Þegar höfum við keyrt
„Startup Reykjavík“ nokkrum sinn-
um frá árinu 2012, „Startup
Energy“, sem fer aftur í gang núna í
vor og loks „Startup Tourism“, sem
er í gangi einmitt núna,“ segir Ingi
Björn í samtali við 200 mílur.
Hann hefur að undanförnu ferðast
vítt og breitt um landið og haldið
kynningarfundi um þennan nýja
hraðal.
„Það hefur vægast sagt gengið
virkilega vel og viðtökurnar hafa
farið fram úr okkar björtustu von-
um. Það hefur verið nánast fullt út
úr dyrum alls staðar þar sem við
höfum farið og tugir umsókna hafa
þegar borist,“ bætir hann við, en
umsóknarfrestur rennur út fimmtu-
daginn 21. febrúar.
„Við erum því mjög bjartsýn og
það er sérstaklega skemmtilegt að
heyra frá öllu þessu fólki sem við
höfum ekki endilega haft mikla
snertingu við áður, þar sem hraðl-
arnir okkar hafa beinst í aðrar áttir
til þessa. Í raun má segja að við
séum að opna nýja glugga sem hing-
að til hafa verið lokaðir.“
Nýta auðlindir og hráefni betur
„Við finnum einnig fyrir mikilli und-
iröldu í báðum þessum geirum og
það hefur síðustu misserin gerst oft
á dag að við fáum hringingar frá
fólki sem ýmist er með hugmyndir
að nýju fyrirtæki eða komið með sitt
eigið fyrirtæki af stað. Allt sem
tengist mat er að taka stórkostleg-
um breytingum í dag og við megum
ekki láta okkar eftir liggja hvað
þessa þróun varðar. Þetta eru
spennandi tímar.“
Spurður hvað í þessum hug-
myndum felist segir Ingi Björn að
nýsköpunin geti komið fram á marg-
víslegan máta.
„Það er verið að finna leiðir til að
nýta auðlindirnar og hráefnið betur,
finna nýja markhópa og loks verið að
búa til tækni sem gerir ferlið frá
uppruna til neytanda skilvirkara.
Markmiðið um aukna sjálfbærni
leikur svo auðvitað lykilhlutverk í
þessu öllu. Hugmyndirnar sem við
fáum á okkar borð snúast til að
mynda að miklu leyti um að nýta ein-
hver hráefni sem í dag er kastað til
hliðar við vinnslu afurða.“
Ekki lokað fyrir eldri fyrirtæki
Lögð er sérstök áhersla á sjálfbæra
verðmætasköpun í þessum við-
skiptahraðli. „Þessi áhersla er mjög
mikilvæg fyrir IKEA, sem er einn
bakhjarla verkefnisins, en þetta
sjónarmið – að nýta hlutina betur –
hefur verið ríkjandi hjá IKEA frá
upphafi. Að nýta hlutina á sjálf-
bæran hátt og að gera vinnsluferlið
skilvirkara. Og ef það er hægt að
beita þessu sjónarmiði í þessum
tveimur gamalgrónu atvinnugeirum,
þá er til mikils unnið að okkar mati.“
Ingi Björn segir nýsköpun aldrei
fyrr hafa verið mikilvægari, þar sem
hvert sem litið er séu miklar breyt-
ingar í farvatninu.
„Ef þú ert ekki viðbúinn breyting-
unum, og tekur ekki þátt í að móta
framtíðina geturðu lent í því að sitja
eftir á meðan þín atvinnugrein
þróast enn frekar.“
Á þessum nótum segir hann að
ekki sé lokað fyrir að eldri og stönd-
ugri fyrirtæki komist inn í hraðalinn.
Það geti þau gert til að mynda með
einhvers konar aukaafurð eða -fram-
leiðslu sem þau vilji koma á fram-
færi eða þróa betur. „Þegar öllu er á
botninn hvolft er meginmarkmiðið
enda að auka verðmæti og sjálf-
bærni.“
Hugmyndirnar úr Kísildalnum
Eins og áður kom fram er þetta í
fyrsta sinn sem settur er á laggirnar
viðskiptahraðall í landbúnaði og
sjávarútvegi. Því liggur beint við að
spyrja; hvers vegna nú?
„Fyrir það fyrsta er þetta eitthvað
sem við erum framúrskarandi góð í,
það er sjávarútvegurinn. Í öðru lagi
eru þær aðferðir sem við erum að
notast við komnar frá Kísildalnum í
Bandaríkjunum og í raun á hugtakið
hraðall, eða „accelerator“, uppruna
sinn að rekja þangað. Þær viljum við
innleiða í þessar rótgrónu atvinnu-
greinar og fá fyrirtækin sum hver til
að hugsa eins og tæknifyrirtæki,“
segir Ingi Björn.
„Það skiptir máli því á þessum
tímapunkti erum við farin að sjá
samkeppni alls staðar að, á borð við
kjötlaust kjöt, fisklausan fisk og
mjólkurlausa mjólk, sem koma ein-
mitt meðal annars frá fyrirtækjum í
kringum San Francisco. Við þurfum
að búa okkur undir breytingarnar,
sem eru þó fyrst og fremst hug-
arfarslegar.
Við höfum auðlindirnar og munum
hafa þær áfram, en þetta snýst um
að geta brugðist við sviptingum og
örum breytingum hraðar en nokkru
sinni áður. Það er það sem fyr-
irtækin vestanhafs hafa – þessi rosa-
legi viðbragðshraði. Hann fæst að-
eins með virku og öflugu ný-
sköpunarumhverfi, og við viljum
stuðla að slíku umhverfi fyrir þessar
atvinnugreinar hérna heima.“
Ísland í samkeppni við Kísildalinn
Nýsköpun hefur aldrei verið mikilvægari en nú,
segir Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá
Icelandic Startups, en fyrirtækið stendur nú
fyrir viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“.
Hraðallinn er sá fyrsti hér á landi til að beinast
að nýjum lausnum og sjálfbærri verðmæta-
sköpun í landbúnaði og sjávarútvegi.
Ljósmynd/Þröstur Njálsson
„Við höfum auðlindirnar og munum hafa þær áfram, en þetta snýst um að geta brugðist við sviptingum,“ segir Ingi Björn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ingi Björn segir nýsköpun aldrei fyrr hafa verið mikilvægari en á þessari stundu.
Viðskiptahraðallinn mun fara
fram í samstarfi við Íslenska sjáv-
arklasann og með stuðningi IKEA
á Íslandi, Matarauðs Íslands, HB
Granda og Landbúnaðarklasans. Í
gegnum þessa bakhjarla munu
þátttakendur hljóta aðgang að
tengslaneti og fagþekkingu sem á
engan sinn líka á Íslandi, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Ice-
landic Startups. „Til sjávar og
sveita“ eigi að vera uppspretta
nýrra vara og þjónustu og varpa
ljósi á tækifærin sem felist í sjálf-
bærri nýtingu auðlinda á Íslandi.
Varpi ljósi á
tækifærin
Ingi Björn bendir á að fólkið sem
skipi hvern hugmyndahóp eða
fyrirtæki skipti höfuðmáli.
„Góður hópur með lélega hug-
mynd getur gert ýmislegt.
Slæmur hópur með ótrúlega
góða hugmynd verður hins vegar
fljótt að engu. Þú getur breytt
hugmyndinni en þú getur ekki
breytt hópnum. Þess vegna
leggjum við virkilega mikið upp
úr því að fá góða hópa til
starfa.“
Fólkið skipt-
ir höfuðmáli
Í
sland hefur aftur orðið fyrir
valinu sem vettvangur ráð-
stefnunnar en það mun ekki
aðeins vera vegna náinna
tengsla við IceFish-sýninguna,
heldur einnig vegna þess að Ísland
hýsir marga af þeim frumkvöðlum
sem eru að ryðja brautina í nýtingu
fiskúrgangs.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá aðstandendum, en í henni segir
enn fremur að rannsóknir sýni að
43% af fiskauðlindum sé kastað til
hliðar við vinnslu afurða. Þessi tala
endurspegli þá staðreynd að tölu-
verðan hagnað megi fá af því að
vinna það sem annars fer til spillis.
Hliðarafurðir í fiskvinnslu séu jafn-
an ríkar að mögulega verðmætum
olíum sem nota megi í matvælaiðn-
aði, sem og öðrum efnum sem nýst
geti fyrir framleiðslu lífeldsneytis,
snyrtivara og lyfja.
Ráðstefnan er sögð gefa þátttak-
endum tækifæri til að bæta við
þekkingu sína um hvernig hámarka
megi ávöxtun af fjárfestingu í hlið-
arafurðum fiskvinnslu. Með minnk-
andi aflamagni og sífellt hækkandi
kostnaði sé nú mikilvægara fyrir
iðnaðinn en nokkru sinni fyrr að
lágmarka úrgang og nýta tækifæri
til að koma á fót viðbótartekju-
stofni.
Ráðstefnan hafi hingað til laðað
til sín fjölda þátttakenda frá Evr-
ópu og Norður-Ameríku, og rúmur
helmingur þeirra hafi gegnt stöðu
yfirmanna í sínum fyrirtækjum.
„Þetta er viðburður sem eig-
endur og framkvæmdastjórar fisk-
veiðifyrirtækja, fiskvinnslna og
eldisfyrirtækja verða að sækja, auk
þeirra sem starfa við aðfangakeðj-
ur í sjávarútvegi,“ segir í tilkynn-
ingunni. „Á ráðstefnunni má upp-
götva nýjar lausnir og fá innsýn í
iðnaðinn, og ekki síður mynda
tengsl við lykilfjárfesta í iðn-
aðinum.“
Marianne Rasmussen, sem stýrt
hefur IceFish-sýningunni frá árinu
1996, tekur fram að hún hafi séð
með eigin augum hvernig minnk-
andi aflamagn hafi haft áhrif á
hagnaðarmöguleika í sjávarútvegi.
„Það er orðið nauðsynlegt fyrir
útgerðir, fiskeldisfyrirtæki og fisk-
vinnslur að finna aðrar tekjulindir,“
segir hún. „Ráðstefnan hefur skap-
að vettvang fyrir alla þessa hópa til
að læra af þeim sérfræðingum sem
eru að finna þessar leiðir.“
Mikilvægara en áður að nýta tækifærin
Ráðstefnan „Fish Waste for Profit“ verður
haldin í þriðja skipti í apríl á þessu ári, en
þetta er í fyrsta sinn sem hún er aðskilin
IceFish-sjávarútvegssýningunni.
Marianne segir ráðstefnuna hafa skapað vettvang til að læra af sérfræðingum.