Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 31
sem óðar héldu til sjávar til að að- stoða skipbrotsmennina. Lifðu hrakningana ekki af Þegar komið var að mönnunum í bátnum voru tveir þeirra látnir og þeir sem eftir lifðu orðnir mjög þrekaðir. Á leiðinni til bæjar féll einn þeirra, Sigurjón Guðmundsson 1. vélstjóri, í dá. Voru þegar hafnar á honum lífgunartilraunir og þær gerðar stanslaust í fimm klukku- stundir, en báru ekki árangur. Hafin var leit að Óskari Vigfússyni og fannst hann fljótlega við litla tjörn skammt fyrir ofan fjöruna. Var hann meðvitundarlaus, en rankaði við sér þegar hann fékk aðhlynningu. Náði hann þó ekki fullri meðvitund fyrr en eftir um sólarhring. Talin var mikil þörf á því að skip- brotsmennirnir hlytu lækn- ismeðferð, en símasambandslaust var milli Grundarfjarðar og Stykk- ishólms þar sem læknirinn sat. Var gripið til þess ráðs að fara um borð í bát þar sem náðist talstöðvar- samband og lagði Ólafur Jónsson læknir þá strax af stað. Enn var ekki ferðaveður og tók það Ólaf um sex klukkustundir að komast til skip- brotsmannanna. Skipverjarnir á Eddu, sem af komust, þóttu hafa sýnt undravert þrek og karlmennsku í hrakningum þessum, en flestir höfðu hlotið nokk- ur meiðsli og einn þeirra, Ingvar Ív- arsson matsveinn, hafði meiðst all- mikið á fótum í hrakningunum. Mennirnir voru fluttir frá Suður-Bár til Grafarness í Grundarfirði um kvöldið og daginn eftir kom Guð- mundur Jónasson á langferðabifreið og flutti þá suður. Ingvar Ívarsson var sá eini sem þurfti að fara í sjúkrahús. Sem fyrr greinir lágu nokkur skip mjög nærri Eddu er slysið varð. Meðal þeirra var vélbáturinn Svanur frá Reykjavík sem Andrés Finn- bogason var skipstjóri á. Fyrr um daginn hafði nót bátsins rifnað og verið tekin í land til við- gerðar. Voru skipverjar að koma henni um borð í nótabátinn aftur þegar óveðrið skall á sem hendi væri veifað og var veðurofsinn slíkur að mennirnir þurftu að skríða á bryggj- unni þegar þeir voru að koma nót- inni um borð. Hélt Svanur síðan frá bryggju og út á leguna og ákvað Andrés að halda sig við skip sem þarna voru og kom sér fyrir í ná- munda við Eddu. Reyndist mjög erf- itt að halda Svani á sama stað og fór svo að bátinn hrakti nokkuð frá Eddu. Sást fljótlega til annars báts sem var við legufæri og var Svani haldið nærri honum um nóttina. En slíkur var veðurofsinn að Andrés óttaðist mjög um bát sinn og afdrif áhafn- arinnar og íhugaði að hleypa Svani upp í fjöruna til að tryggja öryggi manna sinna. Var það ekki fyrr en um hádegi daginn eftir að Andrés og áhöfn hans fréttu um afdrif Eddu. Daginn eftir slysið fannst svo Edda á botni Grundarfjarðar. Eitt skipanna sem leituðu síldar í firð- inum varð vart við lóðningu um 800 metra frá landi, en þegar nótinni var kastað festist hún og við nánari athugun kom í ljós að olíubrák var á sjónum. Virtist augljóst að legufæri Eddu hefðu slitnað skömmu eftir að skip- inu hvolfdi og það rekið góðan spöl frá landi áður en það sökk. 26. nóvember fór fram í Hafn- arfjarðarkirkju minningarathöfn um mennina sem fórust með Eddu og jarðarför þeirra Alberts Egils- sonar og Sigurjóns Guðmunds- sonar. Var athöfn þessi ein sú fjöl- mennasta sem fram hafði farið í Hafnarfirði og meðal viðstaddra voru forsetahjónin og séra Bjarni Jónsson sem þá gegndi embætti biskups. Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns „Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“, segir í laginu. Síldveiðar í Grundarfirði árið 2013, réttum sextíu árum eftir harmleikinn sem átti sér stað á sömu slóðum, þegar stormsveipur hvolfdi vélskipinu Eddu. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 MORGUNBLAÐIÐ 31 Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað SANDFELL SU 75BJÖRG EA 7 HAFBORG EA 152 KORSØR skiptiskrúfa VULKAN ástengi YANMAR aðalvél MEKANORD niðurfærslugír NORIS viðvörunarkerfi SLEIPNER bógskrúfa SEAMECH vélstýring STAMFORD ásrafali BERG skiptiskrúfa REINTJES niðurfærslugír YANMAR aðalvél YANMAR hjálparvél SCANTROL autotroll NORSAP skipstjórastólar Allt fyrir nýsmíðina YANMAR aðalvél FLOSCAN eyðslumælir PRESTOLITE alternator TEIGNBRIDGE skrúfa LASDROP öxulþétti POLY FLEX vélapúðar SEPAR forsíur EUROPAFILTER smursía 8" hljóðkútur SIDE-POWER hliðarskrúfur CENTA ástengi SIMRAD sjálfstýring ZF stjórntæki ZF niðurfærslugír Mótorpúðar fyrir flestar vélar Alternatorar og DC rafalar TOIMIL Löndunarkranar Sjókopar - sjóinntök - sjósíur - lokar -zink 12V og 24V lensidælur R R Stjórntæki og gírarHliðarskrúfurAðalvélar í skip og báta Rafstöðvar og ljósavélar Allar gerðir af legum Skrúfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.