Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 E lín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veð- urþjónustu hjá Veð- urstofu Íslands, segir að veðurfréttatíminn klukk- an 4.30 hafi að vissu leyti skorið sig úr. „Hann var ekki beinlínis í neinu augljósu plássi og þetta hentaði bæði okkur og Ríkisútvarpinu að hnika honum til um þennan rúma hálftíma,“ segir hún í samtali við 200 mílur. „Gögnin berast okkur enn á sama tíma og áður og spáin er sömuleiðis unnin með sama hætti eftir þessa breytingu, og fer áfram út á vefinn á sama tíma.“ Gögnin verði færð á vefinn Hún bendir á að sjóveðurfréttir séu lesnar sjaldnar í útvarpi en áð- ur, ef til vill vegna tilkomu sjóveðurfrétta á vef Veðurstof- unnar, en stofnunin er einmitt nú að vinna að því að bæta flæði upp- lýsinga til sjófarenda. „Frá því vefurinn okkar var settur á laggirnar þá hefur bæst mjög mikið í safnið okkar af gögn- um, sem eru ekki endilega birt á sjálfum vefnum,“ segir hún og tek- ur sem dæmi lík- ön í hærri upp- lausn sem ná yfir svæði sem er nær landi. „Menn hafa að vísu komist í þessi gögn með því að fara á www.brunn- ur.vedur.is, en nú stendur til að koma þessum gögnum á opinberan vef stofnunarinnar, það er á www.vedur.is.“ Áreiðanlegri en líkönin Ætla má að sjófarendur reiði sig mest allra á veðurspár og -fréttir og segir Elín Björk að ítrekað komi fram í könnunum Veðurstofunnar að litið sé á sjóveðurfréttir í útvarpi sem öryggistæki. „Þegar allt annað dettur út, síma- samband og nettenging, þá skiptir máli að geta nálgast upplýsingarnar eftir þessum leiðum,“ segir hún og bætir við að ekki standi til að af- nema textaveðurspárnar, þó þeim hafi verið fækkað úr fjórum í tvær á sólarhring fyrir fáeinum árum. „Við höfum oft fengið að heyra að í vondum veðrum séu veðurspárnar sem veðurfræðingarnir gefa út, upplesnar eða í textaformi, áreið- anlegri en sjálf líkönin. Það end- urspeglar það sem við á Veðurstof- unni vitum, að líkönin hafa vissa annmarka inni á landi, og við gerum ráð fyrir að þeir séu einnig til stað- ar úti á sjó.“ Hún segir veðurfræðinga Veður- stofunnar vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. „Sjóveðurfréttirnar halda enn þá gildi sínu og eru kannski þær sem eru mest viðeigandi til upplesturs, þar sem fólk er almennt farið að skoða veðurkortið sjálft á vefnum, í stað þess að bíða fregna. Sjóveð- urspáin hefur þess vegna þessa sér- stöðu.“ Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veður- fréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Elín Björk Jónasdóttir Ljósmynd/Þröstur Njálsson Elín segir veðurfræðinga vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. Litið sé á sjóveðurfréttir sem öryggistæki. T vær leiðir, Suðurleið (Skálafell og Bláfell) og Norðurleið (Arnarfell og Helgafell), sigla nú til Bretlands og meginlands Evrópu, en viðkomum í völdum höfnum hér á landi var einnig fjölgað með Strand- og Suðurleiðinni, en Strandleiðin fer líka til Færeyja og siglir þaðan til Reykjavíkur þar sem vörunni er umskipað áfram til Evrópu. Byrjað að losa á sunnudögum Árangurinn er sá að áætlun skipanna síð- ustu þrjá mánuði á Suður- og Norðurleið hefur verið 100% á tímaáætlun til Reykja- víkur, samkvæmt upplýsingum frá Sam- skipum. „Suðurleiðin bætir tenginguna fyrir inn- flutningsaðila frá Rotterdam og Bretlandi til Íslands,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa á Íslandi, og bendir á að með tilkomu nýs leiðakerfis hafi tekist að afhenda vörur mun fyrr en áður. „Vörur á Suðurleiðinni, það er með Skála- felli og Bláfelli, eru afhentar á mánudögum. Byrjað er að vinna við losun klukkan 16.00 á sunnudögum sem flýtir allri afgreiðslu á vöru á mánudögum og skilar sér í stórbættri þjónustu til viðskiptavina.“ Svara kalli markaðarins Með breyttum brottfarardögum í útflutningi sé tryggð afhending inn á markaði í Bret- landi og á meginlandi Evrópu á sunnudög- um og mánudögum, sem skili sér í bættri þjónustu við útflytjendur á ferskum fiski. Hún segir öruggar og hagkvæmar flutn- ingaleiðir skipta höfuðmáli og að fyrirtækið bjóði áfram þjónustu í hæsta gæðaflokki. „Samskip hafa meðal annars ráðist í end- urnýjun á siglingakerfinu til að auka áreið- anleika í flutningunum og til að svara kalli markaðarins vegna aukinna ferskfiskflutn- inga síðustu misseri og ár. Með breyttu leiðakerfi eru Samskip kjörinn kostur í þessa flutninga, enda sjóflutningar hag- kvæmari á margan hátt, bæði í samanburði við flug og eins til að létta álagi af flutn- ingum innanlands þar sem það á við.“ Breytingar Samskipa gefið góða raun Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Sam- skipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var sigl- ingakerfið endurskipulagt. Ljósmynd/Jón Ragnar Gunnarsson Við bryggjuna á Bíldudal. Tekist hefur að afhenda vörur mun fyrr en áður með tilkomu nýja leiðakerfisins, segir Þórunn. Morgunblaðið/Hari Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri hjá Samskipum, segir að nýja fyrir- komulagið flýti fyrir afgreiðslu á vörum, sem skili stórbættri þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.