Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 16

Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Skúli Halldórsson sh@mbl.is M ikilvægt sé að nota vís- indalegar aðferðir til að fylgjast með breyt- ingum á borð við súrn- un hafsins en ekki síð- ur til að fylgjast með útbreiðslu fisktegunda og stærð fiskstofna, til að geta gripið til aðgerða og út- hlutað aflaheimildum á grundvelli réttra og hlutlausra upplýsinga. Á sjávarútvegsráðstefnunni sem fram fór í Hörpu fyrr í vetur flutti Hólmfríður erindi um mikilvægi vís- inda í þróun í íslenskum sjávar- útvegi, og segir í samtali við 200 mílur í dag að á erlendum mörk- uðum með sjávarafurðir eigi íslensk fyrirtæki sterk vopn í höndum sér, þar sem mikil reynsla og sterkur þekkingargrunnur á veiðum og meðhöndlun hráefnis sé nú þegar til staðar inni í fyrirtækjunum, sem samkeppnisþjóðir eigi margar hverjar eftir að byggja upp. Mik- ilvægt sé að halda áfram að beita rannsóknum til að færa vísindaleg rök fyrir gæðum þeirrar vöru sem fyrirtækin hafa fram að færa. Unnið saman að markmiðinu „Ekki síður notum við vísindin til að búa til meiri verðmæti í sjávarfangi, búa til nýjar vörur og bæta það sem fyrir er með rannsóknum og þróun. Og þá er ótalin þróunin í tækninni, þar sem tæknifyrirtækin hafa unnið saman með sjávarútvegsfyrir- tækjum í þróun á veiði og vinnslu- búnaði að því markmiði að hámarka verðmæti auðlindarinnar.“ Nefnir hún sem dæmi ofurkæl- ingu um borð í mörgum nýjum veiðiskipum, þar sem kældur sjór er notaður til að kæla aflann í stað íss. „Þessi tækni hefur meðal annars haft í för með sér að aflinn kólnar fyrr og hráefnið kemur ferskara í land, en einnig hefur tæknin gert það að verkum að ekki þarf að moka ís lengur um borð,“ segir hún. „Vatnsskurðarvélar eru einnig dæmi um tækniframfarir sem leitt hafa til aukinnar verðmætasköp- unar, þar sem bein eru fjarlægð og flakið skorið niður í bita á sem arð- bærastan hátt með vatnsgeisla án þess að mannshöndin komi þar ná- lægt.“ Nýsköpun í sjávarútvegi felist þannig meðal annars í bættri veiði- tækni, meðhöndlun afla, sjálfvirkni, nýjungum í vöruframboði, nýjum kæliaðferðum og nýjum leiðum til markaðssetningar. Tvöfalt verðmæti á við 2003 Spurð hvernig nýsköpunar- umhverfið á Íslandi sé í dag og hvort nægilega miklu sé varið í rannsóknir til framþróunar á grein- inni, segir hún að hingað til hafi sjávarútvegurinn staðið sig vel í ný- sköpun. „Olíunotkun í íslenskum sjávar- útvegi hefur dregist saman um tæp 50% frá árinu 1990 og við sköpum mun meiri verðmæti í dag en við gerðum fyrir tíu árum,“ segir Hólm- fríður og bendir sömuleiðis á að hvert útflutt kílógramm af sjávaraf- urðum í dag skili rúmlega tvöfalt meiri verðmætum í dag en árið 2003. „En við megum ekki missa einbeitinguna og þurfum að halda áfram að nýta vísindin og þekk- inguna til að þróa greinina áfram.“ Hólmfríður segir að hægst hafi á verðmætasköpun sjávarútvegi und- anfarin misseri, og rifjar upp þegar AVS-sjóðnum var ýtt úr vör árið 2003, en hann átti samkvæmt heiti sínu að stuðla að auknu verðmæti sjávarfangs. „Það voru töluverðir peningar í þessum sjóði árið 2003, en síðan þá hefur fjármagn hans dregist verulega saman og í raun má segja að hann sé nánast horfinn, miðað við hversu umfangsmikill hann var þegar hann var settur á fót.“ Verðlaunuð fyrir nýsköpun Hins vegar sé gaman að segja frá því að frá árinu 2012 hafi Nýsköp- unarverðlaun Íslands, sem veitt eru árlega, fimm sinnum komið í hlut fyrirtækja í sjávarútvegi, það er Primex árið 2012, Valka árið 2013, Zymetech árið 2015, Skaginn 3X ár- ið 2017 og loks Kerecis árið 2018. „Þetta er stórmerkilegt og segir okkur hversu mikil nýsköpun er í sjávarútvegi, og þessi fyrirtæki eru flest með starfsemi á landsbyggð- inni. Á Íslandi má enda fullyrða að sjávarútvegurinn sé prímus mótor í þekkingariðnaðinum í heild sinni.“ Hún lýsir ánægju sinni með að í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar sé lögð mikil áhersla á nýsköpun. Í nýsköpun felist enda gífurleg tækifæri fyrir sveitarfélög, fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni. „Sjávarútvegurinn er að mestu leyti úti á landi og þar verður hrá- efnið til. Þetta er því fyrst og fremst mjög stórt landsbyggðarmál og af þeim sökum er mikilvægt að stjórn- völd stígi inn í og tryggi að sam- göngur, orka og menntun sé næg til að standa undir þróuninni. Miklu máli skiptir að það sé hægt að flytja vörur, hvort sem það er óunnið hrá- efni eða afurðir, á milli staða með léttu móti. Með þessum hætti geta stjórnvöld ýtt undir nýsköpun í sjávarútvegi úti á landi.“ Neytendur sífellt upplýstari Spurð hver sé helsta áskorunin sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standi frammi fyrir er Hólmfríður fljót að svara: „Það er sjálfvirknivæðingin. Að sjálfvirknivæða vinnslurnar. En ekki síður að geta haldið áfram að koma með fyrsta flokks hráefni í land sem gefur svo af sér fyrsta flokks vörur út á markaðina.“ Rekjanleiki verði þá sífellt mik- ilvægari, og heilnæmi hráefnisins. „Það skiptir æ meira máli fyrir neytendur hvaðan varan er upp- runnin og hversu holl sú vara er sem þeir leggja sér til munns. Þeim er mikið í mun að varan sé fram- leidd án neikvæðra áhrifa á um- hverfið. Neytendur eru þannig að verða meira og meira upplýstir um þær vörur sem í boði eru. Gæðin og hreinleikinn sem Íslendingar eru enn þekktir fyrir skipta þess vegna sífellt meira máli. Þá ríður á að varðveita það orðspor okkar og tryggja að fjallað sé um gæði ís- lenskra sjávarafurða á hlutlausan og vel rökstuddan hátt.“ Megum ekki missa einbeitinguna Fjárfesting í vísindum og nýsköpun er forsenda framfara og áframhaldandi sterkrar samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs, segir Hólmfríður Sveinsdóttir, doktor í matvælafræði og stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Protis, sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á fiskpróteini úr villtum íslenskum þorski. „Það skiptir æ meira máli fyrir neytendur hvaðan varan er upprunnin.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.