Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
M
ikið er umleikis við
sjávarsíðuna þessa
dagana, nú þegar vetr-
arvertíðin stendur sem
næst. Í verstöðvunum
á Snæfellsnesi er mikið um að vera;
bátar sækja sjó hvern þann dag
sem gefur og fiskast vel. Þá er oft
handagangur í öskjunni í vinnslu-
húsunum, hvar tonnin öll af hráefni
koma inn og fara út sem unnin
vara.
Stór þorskur á brúninni
„Aflabrögðin núna eru ágæt, síð-
ustu daga höfum við fengið stóran
og góðan þorsk á brúninni sem er
5-6 mílur hér út af Ólafsvík. Við er-
um því fljótir frá bryggju á góða
fiskislóð,“ segir Magnús Jónason,
skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH
137. Venju samkvæmt er báturinn
gerður út á net á vetrarvertíðinni
og verður svo fram að hrygning-
arstoppinu. Það er þrjár vikur frá
aprílbyrjun til 21. þess mánaðar.
Á þriðjudag komu skipverjar á
Ólafi Bjarnasyni í land með um 20
tonna afla, mest þorsk, og á mið-
vikudag fiskuðust þrettán tonn. Afl-
inn er allur lagður upp í fiskvinnsl-
unni Valafelli, sem er í eigu Björns
Erlings Jónassonar útgerðarmanns.
Hann var skipstjóri á bátnum í ára-
tugi, en kom í land fyrir fáum ár-
um. Þá tók Magnús við en hann
hefur verið í áhöfn allt frá því bát-
urinn var smíðaður árið 1973.
„Jú, það koma stundum brælur
rétt eins og gengur. Kannski er
hvasst að morgni sem kemur þó
ekki í veg fyrir að við róum. Svo
lygnir oft seinnipartinn eða þannig
hefur staðan verið síðustu daga. Og
við komum svo í land með ágætt
vertíðarkropp,“ segir Magnús.
Tuttugu vinna við slægingu
Í Rifi starfrækir Fiskmarkaður Ís-
lands flokkunar- og slægingarþjón-
ustu og þar starfa um 20 manns.
Þar hefur verið mikið að gera að
undanförnu en þarna er tekið á
móti afla frá bátum sem leggja upp
í höfnum á Snæfellsnesi.
„Nú er skollin á vertíð og mikið
fjör, segir Aron Baldursson fram-
kvæmdastjóri. Höfuðstöðvar fyr-
irtækisins eru í Ólafsvík, en aðrar
starfsstöðvar eru á Arnarstapa, í
Bolungarvík, Grundarfirði, Ólafs-
vík, Reykjavík, Rifi, á Sauðárkróki,
Skagaströnd, í Stykkishólmi og
Þorlákshöfn.
Mest af aflanum sem fer í gegn
hjá Fiskmarkaði Íslands er af dag-
róðrabátum. Áður en bátarnir
koma að landi er oft búið að selja
fiskinn í gegnum kerfi Reiknistofu
fiskmarkaða en þar eru uppboð
klukkan 13 alla virka daga. Aflinn
er flokkaður, slægður og frágeng-
inn áður en hann fer til kaupenda,
sem geta verið hvar sem er á land-
inu. Fiskur sem berst að landi um
miðjan dag á Snæfellsnesi gæti ver-
ið unninn norður í landi næsta dag
og svo fluttur þá síðdegis með flug-
frakt til kaupenda erlendis. Stór
hluti þeirra stóru trukka sem eru á
fartinni úti á þjóðvegunum er lest-
aður af fiski.
Miklar kröfur um gott hráefni
„Kröfurnar um gæði hráefnis eru
miklar, bæði regluverkið og eins af
hálfu kaupenda og okkar sem selj-
enda. Allt byggist þetta á góðu
sambandi milli okkar og við-
skiptavina – og við leggjum líka
mikla rækt við þessi tengsl,“ segir
Aron.
Til vinstri er Björn Erlingur Jónasson útgerðamaður og fyrrverandi skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni,
hér með Orra Magnússyni stýrimanni sem hampar hér vænum golþorski sem kom í netin.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Komið að bryggju eftir góðan róður þar sem fiskuðust tæplega tuttugu tonn. Ólafur Bjarnason ÓF kemur að bryggju
síðastliðinn þriðjudag. Átta menn eru í áhöfn, valinn maður í hverju rúmi og margir hafa verið lengi á bátnum.
Skollin á vertíð
og mikið fjör
Góður afli! Stíft er sótt á sjó frá Ólafsvík og Rifi
þessa dagana. Landburður af fiski og langir dagar
í vinnsluhúsum. Markaðurinn gerir miklar kröfur.
Jóhannes Ragnarsson starfsmaður Hafró í Ólafsvík rannsakar og mælir aflann, en
þannig er aflað mikilvægra upplýsinga um lífríkið og ástand hafsins.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Frá vinstri; Lárus Hafsteinn Fjeldsted og Hjörtur Ársælsson, sem báðir kunna handtökin.
Arnaldur Björnsson starfsmaður hjá Valafelli með saltiskinn. Helstu markaðir fyrir íslenskar saltfisk-
afurðir hafa lengi verið í löndum Suður-Evrópu þar sem þessar afurðir eru í dýru gildi hafðar.
Í brúnni á Ólafi Bjarnasyni SH er Magnús Jónasson, gamalreyndur sjómaður sem kann það flestum
betur að stíga ölduna sem oft getur verið ansi kröpp á fiskislóðinni á Breiðafirðinum.