Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 30

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 var milli skipsins og bátsins og átti hún að halda. Fljótlega kom þó að því að hún hjóst í sundur og þá tók bátinn samstundis að reka undan veðurofsanum út á fjörðinn og stefndi að Melrakkaey sem er ut- arlega í honum. Á leiðinni bar bátinn svo nærri vélbátnum Akraborg að skipbrotsmennirnir sáu greinilega tvo menn sem stóðu þar á dekki stjórnborðsmegin, en þeir heyrðu ekki neyðaróp þeirra fyrir veðurofs- anum. Skömmu síðar rak nótabátinn rétt hjá öðru skipinu, en þar var hið sama upp á teningnum. Sá bátur hafði kveikt á ljóskastara og fór nótabáturinn í gegnum ljósgeislann. Þótt reynt væri að hrópa og kalla heyrðist ekki til þeirra. Vél var í nótabátnum en hún var á kafi í sjó og kom því ekki að notum. Hins vegar voru engar árar í bátn- um og því ekki mögulegt að hafa á honum neina stjórn. Það eina sem skipbrotsmennirnir gátu gert var að reyna að ausa bátinn, en engin aust- urstæki voru í honum. Gripu þeir til alls þess sem mögulegt var að nota og fóru þeir sem voru í stígvélum úr þeim og notuðu þau við austurinn, auk þess sem gripið var til sjóhatta og jafnvel reynt að ausa með berum höndunum. Ekki var akkeri í bátnum og því ekki hægt að draga úr rekhraða hans. Hins vegar var um borð í hon- um rúlla með snurpuvír sem var njörvuð föst við eina þóftuna og tókst einum mannanna að rífa rúll- una lausa með berum höndunum. Var vírnum síðan flækt um þóftu og rúllunni kastað fyrir borð og notað sem rekakkeri. Eftir þetta fór bát- urinn betur á sjónum og tókst að ausa hann að mestu. Þá var reynt að koma vélinni í gang, en það heppn- aðist ekki. Erfið landtaka Nóttin leið. Líðan mannanna var mjög slæm í bátnum, enda voru þeir allir illa klæddir og mjög kalt í veðri og öðru hverju gaf yfir bátinn þann- ig að allan tímann voru mennirnir holdvotir. Í birtingu kom í ljós að tveir þeirra höfðu látist um nóttina, hásetarnir Stefán Guðnason og Al- bert Sigurðsson. Þá var báturinn staddur skammt út af Melrakkaey, en um þetta leyti breyttist vindáttin og varð vestanstæð. Rak bátinn yfir Grundarfjörð og stefndi að landi. Þar var mjög skerjótt og steytti báturinn á skerjum og boðum en brotnaði ekki. Þegar báturinn átti eftir ófarna um 100 metra til lands festist hann á skeri og engin tök voru fyrir skipbrotsmennina að losa hann. Stakk einn mannanna, Óskar Vigfússon, sér fyrir borð og tókst honum að synda til lands skammt frá bænum Suður-Bár. Var þá mjög af honum dregið. Eigi að síður ætl- aði hann að reyna að komast til bæj- ar og leita hjálpar fyrir félaga sína, en þegar hann hafði skammt farið hné hann niður og missti meðvit- und. Í fyrrnefndu viðtali segir Óskar þannig frá: „Mér gekk landtakan vel, komst upp í mölina í fjörunni, en þar fyrir ofan tók við mannhæðarhátt rofa- barð og einhvern veginn tókst mér að vega mig uppá það, en þegar ég stend upp, þá er eins og fæturnir hlaupi undan mér og ég stingst á höfuðið. Fyrir ofan barðið tók við mýri og þegar ég féll á grúfu lenti ég með höfuðið á kafi ofan í mýr- arpoll. Mér tókst að velta mér úr honum og man það síðast til mín, að mér þótti gripið í mig.“ Skerið sem báturinn festist á var út af bænum Norður-Bár. Fóru mennirnir út úr bátnum og höfðust við á skerinu, sennilega í um tvær klukkustundir. Reyndu þeir að vera í skjóli við bátinn og verja sig þann- ig fyrir veðri og vindi. Þegar falla tók að tókst þeim að ná bátnum út og upp undir fjöruna þar sem þeir Guðjón Illugason skipstjóri og Guð- mundur Ólafsson stukku fyrir borð og lögðu af stað til bæjar til að sækja hjálp. Á leiðinni að Suður- Bár hittu þeir fyrir mann sem hljóp þegar til að hjálpa mönnunum í bátnum, en Guðjón og Guðmundur héldu áfram til bæjar. Á bæj- arhlaðinu hittu þeir fyrir tvo menn Ljósmynd/Sigurgeir B. Halldórsson Edda GK á síldveiðum. Sautján manna áhöfn var á skipinu þegar stormsveipurinn reið yfir. Fimmtán komust á kjöl og ellefu þeirra um borð í nótabát Eddu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.