Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  49. tölublað  107. árgangur  GRÆN- LENSK RONJA HALLBERA LEIKUR HUNDRAÐASTA LEIK SINN SAMSTARF 31 LANDSLIÐIÐ ÍÞRÓTTIRLISTAVERKIÐ KVIKA 33 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Byggingafyrirtækið Ístak hefur sagt upp 31 fastráðnum starfsmanni. Auk þess hefur verið tekin ákvörðun um að endurnýja ekki samning um þjón- ustu 25 starfsmanna sem sinnt hafa verkefnum á vettvangi fyrirtækisins fyrir tilstuðlan starfsmannaleigu sem Ístak hefur átt samstarf við. Karl Andreassen, forstjóri fyrir- tækisins, segir að nú þegar sjái und- ir lok þriggja stórra uppsteypuverk- efna hjá fyrirtækinu sé óvíst hvort verkefnastaðan leyfi þann starfs- mannafjölda sem fyrirtækið hefur byggt starfsemina á. „Við vonumst að sjálfsögðu til að geta dregið megnið af þessum upp- sögnum til baka þegar og ef verkefni sem við höfum verið lægstbjóðendur í, verða samþykkt og sett í gang.“ Karl segir að fyrirtækið hafi sett sig í samband við Vinnumálastofnun vegna uppsagnanna en einnig stéttarfélagið Eflingu, en flestir þeir sem ákvörðunin snertir eru fé- lagsmenn þar. Hann segir að við- brögð starfsmanns félagsins veki mikla furðu. „Þegar við tilkynntum félaginu þetta var okkur gerð grein fyrir því að þessi ákvörðun kynni að valda því að verkfallsaðgerðum yrði beitt gegn Ístaki. Það er ótrúlegt að þetta skuli vera viðbrögðin þegar við til- kynnum þessa mjög þungbæru ákvörðun, sem enginn tekur létt,“ segir Karl. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, hafnar því að fyrir- tækinu hafi verið hótað en bendir á að félagið sé ekki undir því sem hún nefnir „friðarskyldu“ um þessar mundir. 56 missa vinnuna hjá Ístaki  Hægagangur á byggingamarkaði helsta skýringin  Efling brást harkalega við MHótuðu verkfallsaðgerðum »9 Sáttamálum fjölgar á borði Ríkis- sáttasemjara eftir vísanir stéttar- félaga á umliðnum dögum og hefur nú verið boðað til þriggja sátta- funda í kjaradeilum í dag og á morgun. Í þeim 16 aðildarfélögum Starfs- greinasambandsins, félögum í sam- floti iðnaðarmanna og LÍV sem hafa nú vísað kjaradeilum við SA til Ríkissáttasemjara, eru samtals rúmlega 53 þúsund launþegar, sem eru virkir á vinnumarkaði. Í félög- unum fjórum sem vísuðu fyrr í vet- ur og hafa slitið viðræðum eru tæp- lega 64 þúsund félagsmenn virkir á vinnumarkaði. Ætla má að nálægt 117 þúsund launþegar, eða allur þorri launafólks á almennum vinnumarkaði, séu því í þeim verka- lýðsfélögum innan vébanda ASÍ sem eru ýmist komin með kjara- deilur í sáttameðferð eða hafa slitið viðræðum og hafið undirbúning at- kvæðagreiðslna um verkföll. Sjaldan ef nokkru sinni hafa fleiri launþegar en nú heyrt sam- tímis undir kjaradeilur á vinnu- markaðinum sem eru komnar á það stig að vera ýmist í sáttameðferð hjá Ríkissáttasemjara eða í undir- búningi að vinnustöðvunum. »6 Deilurnar ná til margra  Þrír sáttafundir í dag og á morgun Leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafi ekið bifreið sinni út í Ölfusá seint í fyrra- kvöld, verður haldið áfram í dag. Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu Páls í gær, auk lögreglu- og slökkviliðsmanna. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð til. „Við vitum að bíllinn er þarna ofan í,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í gærkvöldi. »4 Björgunarsveitir munu leita áfram í og við Ölfusá í dag Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson  Bankaráð Seðlabankans gagn- rýnir yfirstjórn bankans í greinar- gerð sinni vegna Samherjamálsins sem birt var í gær. Telur banka- ráðið að ekki verði hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands og því með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hef- ur verið falið lögum samkvæmt, einkum við gjaldeyriseftirlit. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari ítrekaði í bréfi til bank- ans 19. febrúar sl. þá skoðun emb- ættisins að reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft hefðu ekki getað tal- ist gild refsiheimild fyrr en eftir gildistöku laga nr. 127/2011. Segir enn fremur í bréfinu að sú afstaða hafi legið fyrir þegar árið 2014. » 9 og 16 Bankaráðið gagn- rýnir yfirstjórnina Ellefu vinir og ættingjar Jóns Þrast- ar Jónssonar eru enn staddir í Dublin til að leita að honum, 18 dögum eftir að hann hvarf þar sporlaust 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wium, bróðir Jóns, sem staddur er ytra, segir að í kjölfar hvarfs hans hafi orðið vit- undarvakning á Írlandi um týnt fólk. „Okkur þykir mjög vænt um að það komi eitthvað gott út úr þessu,“ segir Daníel. Fjallað var um hvarf Jóns í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í fyrra- kvöld og í kjölfarið bárust lögreglu 15-20 ábendingar sem nú er verið að vinna úr. Daníel segir að aðstand- endur Jóns fái ekki að vita hvað í þeim felist. „Við höfum verið vöruð við því að taka of mikið mark á ábendingum. Að það muni berast margar sem ekk- ert mark sé tak- andi á. Það myndi auka enn frekar á harmleikinn ef við værum alltaf að gera okkur einhverjar vonir, sem yrðu síðan ekki að neinu,“ segir Daníel. Hann segir að systir þeirra bræðra sé nú stödd á Íslandi og að hún sé í samskiptum við utanríkisráðuneytið um að þrýsta á að björgunarsveitir á Írlandi leiti Jóns, en hingað til hafa þær ekki tekið þátt í leitinni. Hann segir óendanlega dýrmætt að finna fyrir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Þá hafi nokkur hópur heimamanna tekið sig saman við að aðstoða Íslend- ingana við leitina. „Þetta hvetur okk- ur áfram og fær okkur til að gefast ekki upp.“ annalilja@mbl.is Þau ætla ekki að gefast upp  Fjölskylda Jóns Þrastar er þakklát fyrir stuðninginn Jón Þröstur Jónsson  „Ég átti alls ekki von á því að verða hundrað ára. Ég átti frekar von á því að ég myndi látast á miðjum aldri því ég var alltaf með magasár og vesen á þeim árum. En ég náði mér þokkalega af því af aldrinum að dæma. Það er alveg ótrúlegt,“ sagði Líney Guðmunds- dóttir, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Hún hefur góða sjón og les Morgunblaðið daglega og hefur mjög gaman af að leysa krossgát- una. Það er heilaleikfimin hennar. Líney man fyrst eftir sér átta ára gamalli, árið sem pabbi hennar dó 33 ára gamall árið 1927. Hún fór þá í fóstur að Reykjarhóli í Fljótum og ílengdist þar. »2 Morgunblaðið/RAX 100 ára í dag Líney Guðmundsdóttir hef- ur lifað langa ævi og er þakklát fyrir lífið. Hélt að hún myndi deyja á miðjum aldri HRYLLINGUR Á FAGURFRÆÐI- LEGAN MÁTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.