Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 7

Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 7
28. maí 2009 setti þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í 10. gr. reglugerðarinnar segir meðal annars þetta: „Hvalskurður skal hafinn um leið og hvalurinn er kominn á land, á þar til gerðum yfirbyggðum skurðarfleti“. Hvalskurður á skv. þessu, að fara fram í yfirbyggðu, lokuðu rými til að tryggja hreinlæti við verkun, gæðaöryggi og hollustu afurðarinnar. Er hér auðvitað hugsað til alls konar meindýra og fugla, sem ekki verða hamin á opnu svæði undir beru lofti. Þó að reglugerðin hafi tekið gildi 1. júní 2010, fór Hvalur hf aldrei eftir henni, heldur skar fyrirtækið sína drepnu hvali úti, undir beru lofti, án þeirrar yfirbyggingar og þess matvæla- öryggis, sem reglugerðin krafðist. Þegar þetta reglugerðarbrot hafði viðgengist í 8 ára, án þess, að stjórnvöld beittu sér með fullnægjandi hætti í málinu, og Hvalur hf sá, að þetta viðvarandi reglugerðarbrot gæti farið að mæta andstöðu stjórnvalda, ritaði Kristján Loftsson Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar- og landbúnaðarráðherra, þennan tölvupóst 15. maí 2018: „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba á þér vegna eftirfarandi. Þannig er mál með vexti að Reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum Nr. 489 frá 28. maí 2009 inniheldur ýms ákvæði, sem eru úr sér gengin og við höfum þróað aðferðir og notað í mörg ár með miklu betri árangri en fyrir er mælt í reglugerðinni. Þess vegna hef ég farið fram á það við nokkra af þínum forverum í starfi að reglugerðinni verði breytt, svo hún harmoneri við það hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í dag. Tóku þeir vel í málaleitanmína. Þetta hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Ég set, sem viðhengi við þetta skeyti bréf er ég afhenti forvera þínum Gunnari Braga Sveinssyni 26.09.2016 er ég átti fund með honum. Einnig set ég, sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, enþar hef ég sett innbreytingar þær, semég fer framáað verði gerðarmeð rauðu „track changes“. Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10. gr. reglugerðarinnar. Ef þú gætir ljáð mér hálftíma vital, þá væri ég þér mjög þakklátur, en þá get ég farið yfir röksemdir mínar fyrir breytingartillögunum í ítarlegramáli. Kveðja, Kristján“ Svomörg voru þau orð frá Kristjáni Loftssyni til nafna hans Þórs. Undirstrikanir í texta eru frá undirrituðum komnar! Loftsson vildi láta breyta reglugerðinni um hollustu og gæðaöryggi í hvalskurði af því „að hún væri úr sér gengin“. Hér getur hann varla átt við annað en það, að það sé úr sér gengið að framkvæma hvalskurði á yfirbyggðum, lokuðum skurðarfleti, betra sé að gera þetta bara opið og óvarið, undir beru lofti. Góð röksemdafærsla það. Þá óskarKristján loftsson eftir því, „að reglugerðinni verði breytt, svo að hún harmoneri við það hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í dag“. Hér á að aðlaga reglugerð ráðherra, sem gilt hefur í 8 ár, en Kristján Loftsson hafði hundsað allan tímann, að hentisemi og vilja sama Kristáns. Góð eftirleitan það. Og, hvað gerir hinn Kristján; sá sem valdið hefur!?? Þann 25. maí 2018 gefur hann út nýja reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum, nr. 533/2018, þar sem hann fylgir tillögum eða kröfum nafna síns Loftssonar í öllum megin dráttum. Reglugerð til aukins hreinlætis og gæðaöryggis, sem sett var „til að tryggja að hvalaafurðir séu öruggar til neyslu, að þær séu ómengaðar og framleiddar við fullnægjandi hreinlætisaðstæður“, eins og segir í reglugerð 489/2009, sem enginn annar sjávarútvegsráðherra hafði treyst sér til að hrófla við Kristjáni Loftssyni til þóknunar, breytir nafni hans Þór, í grunnatriðum nákvæmlega skv. málaleitan Loftssonar, á tíu dögum!! Góða samstaða og samvinna það. Skyldi það hafa eitthvað að segja, að Einar nokkur Sveinsson, föðurbróðir fjármálaráðherra, varð um svipað leyti stjórnarformaður Hvals hf !? Eða, að fleiri af Engeyjarætt eru hluthafar í Hval hf ? Skyldi orðið klíkuskapur eiga við um þetta athæfi? Á ÍSLANDI RÍKIR SPILLING OG KLÍKUSKAPUR SEM TAKA VERÐUR Á Er Kristján Þór strengjabrúða nafna síns Loftssonar!? JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður Almenningur getur og verður að refsa fyrir spillingu og klíkuskap. Það gerir hann bezt með atkvæði sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.