Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Seljum og þjónustum frysti- og kælikerfi Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666 Kæli- & frystibúnaður í allar gerði og flutning Iðnaðar- einingar mikð úrval r sendi- abíla Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Loftkælings- & varmadælur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Snjókoma og kuldi á iðnaðarsvæð- inu Bakka við Húsavík hefur valdið erfiðleikum við rekstur kísilversins í vetur. Stíflur hafa myndast í reyk- hreinsivirki versins eftir að þurft hefur að slökkva á ofnum hennar í lengri tíma og það leiðir aftur til þess að slökkva hefur þurft á ofn- unum aftur til að hreinsa. Upprunaleg ástæða vandræða með reykhreinsivirkið síðustu daga er að stöðva þurfti framleiðslu í byrjun síðustu viku. Vegna snjóa og frosts í langan tíma fraus kvartsið, sem er aðalhráefni framleiðsl- unnar, í klumpa og innmötun í ofn- ana stöðvaðist. Jökull Gunnarsson, forstjóri PCCBakkiSilicon hf., segir að þetta sé fyrsti veturinn sem kísil- verið er starfrækt. Því sé að reyna á þessi mál í fyrsta skipti á Bakka. Hann segir að verkfræðistofa sé að vinna með starfsmönnum fyrirtæk- isins að lausnum. Vonast hann til að þetta gerist ekki næsta vetur. Keðjuverkandi Þegar kalt er í veðri og slökkt er á ofnunum í langan tíma myndast saggi í lögnum reykhreinsivirkis kísilversins þannig að upp safnast ryk sem stíflar lagnirnar. Það gerð- ist þegar ofnarnir voru gangsettir aftur eftir langa stoppið og það gerðist aftur í gær. Þegar reyk- hreinsivirkið stíflast þarf að opna neyðarskorsteina og þá stígur reykur upp frá verinu og lykt getur borist til Húsavíkur, ef vindátt er óhagstæð. Jökull segir að nú hafi hlýnað í veðri á Húsavík og vonast hann til að ofnstoppið í gær verði það síðasta af þessum sökum. Tæpir tíu mánuðir eru síðan fyrri ofninn, Birta, var gangsettur og sá síðari, Bogi, var gangsettur síðast- liðið haust. Kuldi veldur vand- ræðum hjá PCC  Leita lausna á vandamálunum Morgunblaðið/Hari Verksmiðjuhús Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bílaleigur innan Samtaka ferða- þjónustunnar eru að velta fyrir sér möguleikum á að gera úttekt á bíla- leigubílum og akstursstöðu þeirra til að auka traust til greinarinnar á ný eftir það áfall sem hún varð fyrir vegna ásakana um að bílaleigan Procar hefði átt við akstursmæla bíla áður en þeir voru seldir. Berg- þór Karlsson, framkvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akureyrar og fulltrúi í fagnefnd bílaleiga hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir þó að það taki tíma fyrir bílaleigur að ná fullu trausti almennings á ný. Um 30 bílaleigur eru innan Sam- taka ferðaþjónustunnr og 74-80% af bílaflotanum tilheyra þeim. Berg- þór segir að fyrirtækin hafi verið að fá fyrirspurnir frá fólki sem keypt hefur notaða bílaleigubíla. Fólkið sé að kanna stöðu sína. Bergþór segir að fyrirtækin bregðist við eftir þeim leiðum sem færar eru, til dæmis með því að sýna samfellda aksturs- sögu úr útleigukerfum. Það sé leið- in til að byggja upp traust á ný. Halda trausti erlendis Spurður hvort þessi mál hafi haft áhrif á traust meðal fólks sem hyggst leigja sér bílaleigubíla seg- ist Bergþór ekki hafa orðið var við það. Hann segir að vissulega hafi erlendar ferðaskrifstofur heyrt af Procar-málinu en Bílaleiga Akur- eyrar hafi ekki fundið fyrir van- trausti þar sem hún hafi átt í við- skiptum við þessi fyrirtæki í langan tíma. Ýmsir aðilar vinna að aðgerðum til að byggja upp traust á notaða bílaleigubíla á ný. Það kom fram á samráðsfundi FÍB, Samtaka ferða- þjónustunnar, Neytendasamtak- anna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu. Upplýsingar aðgengilegar Þar kom meðal annars fram að Samgöngustofa mun ráðast í breyt- ingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður verði vakin sérstök athygli á því. Bílgreinasambandið hyggst opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá til að hægt sé að sjá hvort bílar í eigu fjármögnunarfyrirtækja hafi verið til umráða hjá bílaleigu og einnig sé hægt að sjá skoðunarferil bílanna. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenn- ingi. Fram kemur í fréttatilkynningu að fundarmenn voru sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rann- sókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Þegar umfang málsins lægi fyrir væri hægt að aðstoða fólk við að leita réttar síns. Tíma tekur fyrir bíla- leigur að vinna traust  Hugað að leiðum til að auka öryggi við sölu bílaleigubíla Morgunblaðið/RAX Bílaleigubílar Allar bílaleigur missa traust vegna gruns um svik fárra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.