Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 12

Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið alla daga kl. 7-18 BOLLUDAGURINN Fær þinn starfsmaður bollu á bolludaginn? Hafið samband í síma 483 1919 eða almarbakari@gmail.com Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þessi bollasöfnun á upphaf sitt í því aðfyrir um þrjátíu árum átti ég erindi ífyrirtæki í Reykjavík og á leið minniþaðan út sá ég í glugga á stigagang- inum drulluskítuga krús sem merkt var fyrir- tækinu og ég greip hana og stakk henni í vas- ann. Allar götur síðan hef ég safnað fyrir- tækjabollum, íslenskum og erlendum, og nú eru krúsirnar orðnar um 120. Ég setti mér ákveðið markmið þegar ég byrjaði að safna þessum krúsum, þær áttu að vera merktar fyrirtækjum og þeim átti að vera stolið. En ég hef farið mikið út af því spori í gegnum tíðina, því fólk hefur gefið mér margar krúsir til að bæta í safnið. Ég er orðinn latur við að kíkja sjálfur eftir krúsum, krakkarnir koma mest með þetta til mín núorðið,“ segir Emil Ragn- arsson þar sem hann sýnir blaðamanni bolla- safnið sitt á heimili sínu og eiginkonunnar Ingibjargar Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Þegar bollarnir eru skoðaðir kemur í ljós að margir þeirra eru minnisvarðar horfinna fyrirtækja. „Sumir þessir bollar hafa sannar- lega náð að endast betur en fyrirtækin sjálf, en svo eru líka margir þeirra með eldri lógóum sem ekki eru lengur í notkun þó fyrirtækin lifi, til dæmis er hér gamall bolli frá Landsbank- anum með lógói sem aðeins eldra fólk man eftir. Bankarnir hafa sumir lagt upp laupa og lifnað við aftur með nýjum lógóum,“ segir Em- il og dregur fram bolla frá Pósti og síma með löngu gleymdu lógói. Athygli vekur að þrír bollar í safni Emils eru merktir Morgun- blaðinu og hafði sá nýjasti bæst í hópinn aðeins fyrir viku , en allt eru það gamlir Moggabollar sem ekki sjást lengur á borðum í því fyrirtæki. „Ég á líka þrjá bolla úr Kántrýbæ á Skagaströnd og engir tveir eru eins. Einn er meira að segja með vísu: „Sendu burtu sorg og kvíða, söngurinn til hjartans nær, á sér framtíð örugglega, útvarpsstöðin Kántrýbær.“ Þegar gramsað er í bollasafni Emils kenn- ir ýmissa grasa, þar er meðal annars Herj- ólfur, Vísindakaffið, Kveðja úr Dýrafirði og Skátar Úlfljótsvatni. Og sumir bollarnir tengj- ast góðum minningum, á einum þeirra stendur „Til hamingju með Gilsfjarðarbrúna“. „Fyrir meira en tveimur áratugum vann ég í þrjú ár við að brúa Gilsfjörðinn. Kaupmaður í sveitinni lét gera bolla með þessari áletrun og þegar brúin var tilbúin þá gaf hann okkur boll- ana sem vorum að vinna við verkið.“ Geitastandið hófst með hrekk Í stofu þeirra hjóna, Emils og Bjargar, eins og Ingibjörg er oftast kölluð, vekur at- hygli fallegt uppstoppað höfuð mórauðrar geitar sem prýðir einn vegginn. „Hún var fædd og uppalin hjá okkur þessi geit, en dóttursonur okkar laumaðist til að taka hausinn þegar við vorum að slátra og lét stoppa hann upp og gaf mér í afmælisgjöf,“ segir Emil, en þau hjón hafa haldið geitur undanfarin tuttugu ár. „Geitastandið okkar hófst með hrekk. Maður sem bjó á Stokkseyri sótti geitur á Vorsabæ á Skeiðum og fór með þær, einn haf- ur og eina huðnu, og laumaði í fjárhúsið hjá ná- granna sínum. Til að hrekkja hann. En ná- granninn kippti sér ekkert upp við þetta og leyfði geitunum að vera hjá sér. Seinna gaf hann dóttursyni okkar geiturnar sem höfðu þá fjölgað sér um eitt kið. Við hýstum geiturnar þrjár fyrir strákinn í fjárhúsinu okkar, en við höfum alltaf verið með nokkrar kindur. Seinna gaf svo strákurinn okkur geiturnar og allar götur síðan höfum við haldið geitur. Þeim fjölgaði smátt og smátt, enda líkar okkur vel við geitur, þó þrjóskar séu í skapi. Þær eru ekkert voðalega vinsælar hjá öðrum hér í kring, en þær eru ekkert að abbast upp á neinn. Við setjum þær á mýrina á vorin og þar halda þær hópinn allt sumarið. Við fylgjumst með þeim í kíki og það er skemmtilegt að sjá að þær ganga alltaf í röð,“ segir Björg og bætir við að þau hafi grisjað duglega í geitastofn- inum síðast liðið haust. „Þær voru orðnar of margar og of skyldleikaræktaðar. Þær voru orðnar átján en nú eru aðeins fimm eftir, haf- urinn Bæring og fjórar huðnur.“ Liðugar, með gott jafnvægi og svífa Þau segjast fyrst og fremst halda geiturn- ar sér til gamans og nytji ekki neitt af þeim nú orðið. „En hér áður fyrr létum við súta heil- mikið af geitaskinni og það var vinsælt til gjafa,“ segir Björg og bætir við að kjötið af geitunum sé ósköp magurt. „En við höfum prófað að grilla það og reynst gott. Nágranni okkar hefur fengið geitalæri hjá okkur á haustin og látið tvíreykja og það er sælgæti.“ Björg segir að ekki gangi að hafa geiturn- ar saman við kindurnar í fjárhúsinu, þær verði að vera alveg sér. „Þær voru yfirgangssamar og ruddu kindunum frá garðanum, vildu sitja einar að heyinu. Það er ekki heldur hægt að hafa þær saman úti í haga, en þær halda sig al- veg sér úti og vilja ekkert með kindurnar hafa þar. Hafurinn hefur forystuna og sér alveg um að halda sínum huðnum hjá sér,“ segir Björg og bætir við að geiturnar séu sérlega mann- elskar. „Ég þarf að passa mig að gera kiðin ekki of háð mér, halda þeim í hæfilegri fjar- lægð, því annars verða þau eins og hundar. Kiðin eru miklu fyrri til að spekjast en lömb. Aftur á móti kemur geitum frekar illa saman sín á milli, þær eru svolítið argar hver út í aðra. Hjá þeim er goggunarröð, ein er frekust og ein þeirra heldur sig til hlés, felur sig. Þetta eru sérstakar skepnur.“ Emil segir að það sé gaman að sjá geiturnar stökkva yfir hindranir. „Þær eru liðugar og með gott jafnvægi, þær hreinlega svífa. Og þær geta gert gagn. Mér skilst að geitur séu duglegar að éta skógarkerfil, það ætti kannski að beita þeim á hann, er hann ekki að vaxa yfir allt hér á landi?“ Þætti eflaust barnaþrælkun núna Emil og Björg eru bæði hætt að vinna en segja gott að hafa eitthvað fyrir stafni, það þarf jú að gefa kindunum og geitunum daglega yfir veturinn og sinna ýmsum verkum þeim tengdum. „Við erum með 30 ær núna, en mest vor- um við með 49 kindur. Fyrsta lambið sem ég eignaðist kom þannig til að fyrir rúmum fjöru- tíu árum þá hjálpaði ég gömlum manni að rýja upp á gamla móðinn að vori til, með fjár- klippum, og hann vildi endilega gefa mér lamb um haustið fyrir viðvikið,“ segir Björg sem ólst upp við blandaðan búskap á sínu æskuheimili, Uxahrygg í Rangárþingi, svo engan skal undra að hún sé mikið fyrir skepnur. „Þar var heyjað upp á gamla mátann á mínum bernskuárum. Ég kynntist því sem krakki að binda í bagga og setja upp á hesta. Ég var 8 ára að halda við á móti bróður mínum sem var 18 ára, sem var erfitt. Ætli það þætti ekki barnaþrælkun núna,“ segir hún og hlær. Þau hjón hafa lengi búið á Eyrarbakka, Emil frá því hann var fjögurra ára, eða árið 1948, en Björg kom þangað þegar þau tvö fóru að rugla saman reytum árið 1967. „Afi minn var með kindur austur á Fá- skrúðsfirði og svo var ég öll sumur í sveit sem strákur, mest í Landeyjunum, svo ég var líka vanur sveitastörfum,“ segir Emil. Hafurinn Bæring er frekastur í hópnum. Hér með einni huðnu. Bollasafn Hér má sjá örlítinn hluta af 120 bolla safni Emils. Í fjárhúsinu Björg klappar Bæring, sem var að sníkja brauð. Geitur eru skemmtilegar en þrjóskar Þau láta sér ekki leiðast þó hætt séu að vinna. Björg og Emil halda nokkrar geitur og kindur þar sem þau búa á Eyrarbakka og auk þess safnar Emil kaffi- krúsum. Þau segja geitur vera sérlega mannelskar skepnur. Mogunblaðið/Kristín Heiða Gefandi áhugamál Björg og Emil gauka hér brauði að kindum sínum sem voru úti að viðra sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.