Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fyrsti farfuglinn sem fréttist af þetta árið var
skúmur úti af Mýrabug fyrir Suðausturlandi
12. febrúar og sex álftir komu af hafi yfir Höfn
í Hornafirði 20. febrúar. Vorið er handan við
hornið og að venju koma farfuglarnir nú koll af
kolli þangað til þórshaninn vonandi birtist í
byrjun júní. Hann er síðastur á ferðinni af far-
fuglunum, kemur nokkru á eftir frænda sínum
óðinshananum.
Á föstudaginn í síðustu viku. 22. febrúar,
sáust þrír sílamáfar í Garði og einn í Sand-
gerði, sílamáfur sást síðan á sunnudag með
öðrum máfum á Njarðvíkurfitjum í Njarðvík
og annar við Hamarskotslæk í Hafnarfirði á
mánudag, en algengast er að sílamáfar komi
að Hamarskotslæk í byrjun apríl, sagði á
Facebook-síðu Náttúrufræðistofnunar á
mánudag.
Vindasamt hefur verið yfir hafinu suður af
landinu og loðna ekki að gefa sig. Ef til vill
þess vegna leita þeir inn til lands svo snemma,
segir á síðunni.
Reglulegt varp 80 tegunda
Af þeim 80 tegundum sem eru reglulegir
varpfuglar á Íslandi eru um 30 tegundir stað-
fuglar, í mismiklum mæli þó, en meirihluti ís-
lenskra varpfugla, 48 tegundir, eru farfuglar,
samkvæmt upplýsingum Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglafræðings. Af þeim eru 24
tegundir sem teljast farfuglar að öllu leyti en
sami fjöldi, eða 24 tegundir, að mestu leyti.
Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á
haustin og dvelja vetrarlangt í öðrum löndum
eða á úthafinu.
Síðari ár hefur þeim tegundum fjölgað sem
verpa hérlendis. Má í þessu sambandi nefna
krossnef, sem hefur orpið hér í rúm 10 ár og er
orðinn allútbreiddur í barrskógum. Barrfinka
er sjaldgæfari, en verpur einnig í barrskógum.
Eyrugla hefur orpið hér frá aldamótum og
verpur nú allvíða í skóglendi á Suðurlandi og
ef til vill víðar.
Fjallkjói frá aldamótum
Fjallkjói hefur sömuleiðis orpið hér frá alda-
mótum, en útbreiðsla hans er nokkuð afmörk-
uð við lítinn blett á Norðurlandi, segir Jóhann.
Af sjaldgæfari fuglum, sem eru að gera tilraun
til landnáms, má nefna grátrönu á Austur-
landi, gransöngvara á SA-landi og trjámáf á
Vesturlandi.
Lóan er oft nefnd „vorboðinn ljúfi“ og
hennar er að vænta til landsins síðari hluta
marsmánaðar. Hún dvelur gjarnan fram í nóv-
ember og mörg dæmi eru um að lóur þreyi hér
allan veturinn.
Sílamáfur er hins vegar stundum nefndur
„vorboðinn hrjúfi“, er oftast nær fyrsti farfugl-
inn sem kemur til Íslands á hverju ári. Hann
er eina máfategundin sem er alfarið farfugl.
Yfir háveturinn heldur sílamáfur sig m.a. á
Spáni, Vestur-Afríku og A-Evrópu.
Súlan fyrir nokkru sest upp í Eldey
Súlan, drottning Atlantshafsins, er að mestu
farfugl og hverfur frá landinu í nóvember eða
desember og dvelur þá á úthafinu, en kemur
aftur í janúar. Hún sést þó stundum um jól og
áramót og telst því ekki alfarið vera farfugl
sunnanlands þó svo að hún sé flokkuð þannig
nyrðra. Ögn snúið getur verið að flokka teg-
undir sem farfugla.
Um miðjan janúar voru súlur komnar á
Mýrabugtina og súlan er fyrir nokkru byrjuð
að hreiðra um sig í Eldey, þar sem er stórt
súluvarp. Hægt er að fylgjast með útsend-
ingum úr súlubyggðinni í Eldey á eldey.is
Fyrstu farfuglarnir komnir til landsins
Skúmur mætti fyrstur farfugla í ár Koma hver af öðrum, en þórshani rekur lestina Tegund-
um sem verpa hér hefur fjölgað síðustu ár Grátrana og gransöngvari gera tilraun til landnáms
Morgunblaðið/RAX
Í vígahug Skúmur gerir sitt besta til að verja egg sín skammt frá Kvískerjum í Öræfum. Stór hluti af heimsstofni skúma verpir hér á landi.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Landnemi Krossnefur hefur orpið hér á landi í rúman áratug og er orðinn nokkuð útbreiddur í
barrskógum. Varp hans er oft fyrr á ferðinni en algengt er meðal annarra fugla hérlendis.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
ESTRO Model 3042
L 198 cm Áklæði ct.70 Verð 249.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-
Heiðveig María Einarsdóttir krefst
þess að kosið verði að nýju um
stjórn og formann Sjómannafélags
Íslands eftir að Félagsdómur komst
að þeirri niðurstöðu í gær að brott-
rekstur hennar úr félaginu hefði fal-
ið í sér brot á lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur. Félagið var dæmt til
að greiða 1.500.000 krónur í sekt til
ríkissjóðs og 750.000 krónur til
Heiðveigar fyrir málskostnað.
„Ég vil eiga þann rétt að geta kos-
ið um stjórn í þessu félagi, hvort
sem ég er í framboði eða ekki,“
sagði Heiðveig í samtali við mbl.is.
Hún kvaðst ekki hafa gert upp hug
sinn um hvort hún byði sig fram
aftur, komi til kosninga að nýju.
Hún sagði að meðferðin sem hún
fékk í tengslum við framboðið til
formennsku á síðasta ári hefði tekið
á. Henni var vísað úr félaginu og
lista hennar, B-lista, var hafnað.
Býst við að menn axli ábyrgð
Hún sagðist vera mjög sátt við
niðurstöðu Félagsdóms en þyrfti að-
eins að melta dóminn áður en hún
ákvæði næstu skref. „Ég býst við
því að þeir sem voru í stjórn og að
þessu stóðu axli einhverja ábyrgð
vegna þess að dómurinn er mjög af-
gerandi. Þeir
brjóta ekki bara
gegn lögum um
stéttarfélög og
vinnudeilur held-
ur fara þeir ekki
einu sinni að sín-
um eigin lögum.
Þetta er sterk
niðurstaða og
lagalega séð þá
er þetta þannig
að þó stéttarfélög séu ekki undir
heildarsamtökum eins og Alþýðu-
sambandinu þá geta þeir ekki hagað
sér eins og þeim hentar þegar þeim
hentar.“
Hún sagði að höfnun á framboði
hennar hefði byggst á því að hún
væri ekki í félaginu og hefði ekki
greitt í það í þrjú ár. „Að sjálfsögðu
er eðlilegt að þeir bregðist við með
því að setja saman nýjan lista, boða
til kosninga og bjóða félagsmönnum
upp á það,“ sagði Heiðveig.
Dómurinn vísaði skaðabóta- og
miskabótakröfu Heiðveigar frá, en
hún segir það skipta litlu máli í
stóra samhengingu. „Maður fer í
þetta mál til að fá efnislega niður-
stöðu og það skiptir öllu máli.“
johann@mbl.is
Heiðveig krefst
nýrra kosninga
Brottrekstur hennar brot á lögum
Heiðveig María
Einarsdóttir