Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Vorið ’70 fór ég á nýjar slóð- ir, norður í Grímshús í Aðaldal þar sem bú- ið var að munstra mig sem barnfóstru. Halldóra breiddi faðminn á móti mér en hún og mamma voru bekkjarsystur úr Kennaraskólanum. Guðmundur bóndi heilsaði, hönd mín nánast hvarf í hans þétta handtak og brosið, það yljaði. Aðrir heim- ilismenn voru móðir bónda, Kristjana, og eldri bróðir Guð- mundar, Eysteinn, og síðast en ekki síst Anna Gerður, níu mán- aða. Þarna var einnig vinnumað- ur, Gunnar Þór, á mínu reki og titlaði Guðmundur hann rektor. Guðmundur Hallgrímsson ✝ GuðmundurHallgríms- son fæddist 26. september 1938. Hann lést 7. febrúar 2019. Útför Guð- mundar fór fram 15. febrúar 2019. Brátt skundaði ég með Önnu Gerði um óþekkta vegaslóða í einmuna veðurblíðu sem mér var ókunn. Dóra og Gummi voru skemmtilegir hús- bændur, á milli þeirra var gagnkvæm virðing og ég dáðist að þeim báðum. Þau voru óþreytandi við að kynna mig fyrir um- hverfinu og staðháttum, ekki leið á löngu þar til ég vissi öll bæjarnöfn og hverjir bjuggu á hvaða bæ, frá Hólkoti og að Ár- nesi. Mér fannst þetta gríðar- stór sveit þessi dalur. Og sum- arið kom með Elly og Vilhjálmi. Íþróttakappinn Guðmundur kenndi okkur Gunnari að kasta spjóti, kringlu og kúlu og hvatti okkur áfram, hann var auðvitað á heimavelli. Ég hafði verið í sveit hjá ömmu minni á Rang- árvöllum og lá á að komast í mjaltir, atast í mjólkurhúsi og bisa við mjólkurbrúsa. Brátt skokkaði ég á eftir Gumma út í fjós, hann búinn að setja upp derhúfuna, kominn í gúmmí- skóna og var að klæða sig í mjaltasloppinn. Jamm, sagði bóndi. Þetta voru góðar stundir, við hlustuðum á útvarpið, ræddum málin og Guðmundur leyfði mér að syngja að vild, sagði það gott fyrir kýrnar. Ég lærði margt varðandi mjaltir og skepnuhirð- ingu, búfræðingurinn var þol- inmóður kennari. Þegar leið á sumarið var hann óþreytandi við að brýna okkur Gunnar og hló þessi ósköp þegar við slóg- umst eins og hundar. Aðhláturs- efni húsbóndans var það að barnfóstran var nokkuð hávaxn- ari en vinnumaðurinn en hann lygilega snöggur og sprettharð- ur. Bóndi sagðist þess fullviss, á milli hlátursroka, að við ættum örugglega eftir að verða hjón. „Sjáið þið til.“ Og stundum átti hann það til að klukka okkur og skjótast svo inn fóðurganginn. Reiðhestur Gumma, Blesi, var fallegur, rauður gæðingur og mig langaði reglulega til að fara á bak honum en það var ekki við það komandi, Guð- mundur sagði hann alls ekki fyrir reynslulitla knapa og yngra fólk. Húsbóndinn gerði sér líklega enga grein fyrir hæfni minni í hestamennsku, ég reigði mig ögn og taldi ekki ólíklegt að einhvern tíma myndi ég laumast á bak þegar hann væri ekki heima. Svarið sem fylgdi var eftirminnilegt, bóndi sagði einfaldlega að hann vissi að ég væri svo skynsöm að það myndi ég aldrei gera, ég færi ekki að gera einhverja vitleysu sem gæti farið illa og myndi jafnvel skaða mig. Svona fór Guðmundur að fólki, hann leið- beindi og lempaði um leið. Fyrir neðan Grímshús er Alviðran, hraunið og Laxá sem liðast áfram í átt til sjávar og Kinnarfjöllin ramma inn lands- lagið meðfram Skjálfandaflóa, fallegra verður útsýni tæpast. Ég kom aftur, varð kaupakona og fór nokkur haust í réttir. Dóra og Gummi urðu vinir mínir. Sumarið ’88 skrifaði ég frá Bretlandi, hugði á flutning enn sunnar og nefndi að mig hefði dreymt mjaltir í Gríms- húsum. Boð komu frá Guð- mundi: „Ertu með heimþrá, heillin?“ Þeim fækkar höfðingjunum nyrðra. Móðir mín Dagbjört þakkar langa og trygga vináttu. Við sendum samúðarkveðjur til Dóru og ættingja. Ingibjörg Ingadóttir. „Komdu nú sæl“ hljómaði hljómríkri röddu á hinum enda línunnar er Rann- veig, kær vinkona mín, hafði sam- band. Það var einmitt röddin hennar og söngurinn sem leiddi okkur saman fyrir u.þ.b. 20 árum í Nýja söngskólanum, þar sem ég kenndi söng á þeim tíma. Hún söng þá í Kvennakór Reykjavíkur þar sem hún var og stofnfélagi. Rannveigu var mikið í mun að sinna sínum hlutverkum sem best, hvort sem var á áhugasviði eða öðrum. Því hóf hún fullt nám í söng og sem tónlistarunnandi hafði hún visst forskot þegar kom að tón- listarsögu. Rannveig hlustaði mikið á tón- list, sótti reglulega tónleika og á ferðum erlendis, jafnt vinnu- tengdum sem fríum, keypti hún gjarnan söngnótur þar sem ekki var um auðugan garð að gresja í þeim efnum hér heima. Hún kom því oft með eigin nót- ur til að vinna í skólanum, sér í lagi skandinavískt efni, sem var alltaf með í lagalistum hennar. Það kom einnig fyrir að hún Rannveig Pálsdóttir ✝ Rannveig Páls-dóttir fæddist 16. mars 1952. Hún lést 16. janúar 2019. Útför Rann- veigar fór fram 1. febrúar 2019. útvegaði nótur fyrir aðra nemendur. Rannveig hafði sér- lega djúpt raddsvið og hljómríka rödd og söng annan alt í Kvennakórnum. Hún færði sig síðar yfir í Óperu- kórinn í Reykjavík, þar sem hún tók virkan þátt og söng með kórnum við mörg tækifæri hér heima og er- lendis. Hún tók einnig þátt í óperu- uppfærslum. Rannveig fylgdist vel með dagskrá Norðurlandastöðvanna í sjónvarpi og átti til að láta mig vita af spennandi þáttum og tón- listaruppfærslum sem ég hefði ekki viljað missa af og eru sumar ógleymanlegar. Fyrir u.þ.b. 10 árum greindist Rannveig með þann vágest sem hún barðist við af ótrúlegri þrautseigju og hetjuskap uns yfir lauk. Hún tók þá ákvörðun að halda sinni lífsgöngu eins óbreyttri og framast var unnt. Við Rannveig fórum mikið saman á tónleika og sungum saman hin síðari ár í Óperukórnum, nú síðast í desem- ber sl. Ég kveð Rannveigu með sökn- uði og þakklæti í huga. Móður hennar, systkinum og þeirra fjöl- skyldum votta ég innilega samúð. Matthildur Ósk Matthíasdóttir. Guðmundur H. Gíslason, eða bara Diddi eins og ég kallaði hann alltaf, var stór hluti af mínu lífi eins og hans góða kona Eyja, móðursystir mín. Þau eignuðust tvo syni, þá Viggó og Gunnar, en ég var alltaf platdóttir þeirra og ekki að ástæðulausu að ég kalla þau platmömmu og platpabba. Sam- band okkar hefur alltaf verið mjög sterkt og væntumþykja mikil. Eyja og Diddi ásamt strák- unum voru mikið hjá ömmu og afa í Hlíðardal og bjó ég í næsta húsi. Samgangur milli heimila þeirra systra hefur alltaf verið mikill og ýmislegt brallað sam- an gegnum tíðina. Ferðalög sumar eftir sumar, hring eftir hring um fallega landið okkar. Fyrst í tjöldum, síðar á eins húsbílum. Þær minningar eru ógleym- anlegar eða þegar ég fékk að fara ein með þeim í ferðalög, t.d. með Félagi húsbílaeigenda, þau voru meðal stofnenda, og þá var jafnvel Ísak móðurbróðir Guðmundur H. Gíslason ✝ Guðmundur H.Gíslason fædd- ist 16. júlí 1930. Hann lést 16. febr- úar 2019. Útförin fór fram 22. febrúar 2019. með í þeim ferðum á sínum húsbíl, síð- ar bættist Viggó í þann hóp með sinn húsbíl. Og síðar er ég var sjálf komin með fjölskyldu og húsbíl þá var gam- an að ferðast með Eyju og Didda, enda hafa þau reynst mínum börnum sem amma og afi. Eldsnemma að morgni ferm- ingardags míns var það Diddi sem keyrði mig í hárgreiðslu og til ljósmyndara. Þessi maður var algjör demantur, sama hvað, alltaf var hann tilbúinn að koma og hjálpa. Minning um að fara með pabba vegna hans vinnu til Keflavíkur og kíkja í heimsókn til Didda á skrifstofuna á vell- inum, þá gaf hann mér m&m og coca-cola í dós sem var ekki til á Íslandi þá svo að þetta var mjög spennandi. Hermenn út um allt og eitt- hvað eins og að koma til út- landa fyrir mig barnið. Samverustundir voru margar og góðar, sama hvað var gert, flatkökubakstur, sumarbústaða- ferðir, veiðiferðir, dagsferðir eða bara skutl til læknis, í klippingu, búð eða bara út að keyra. Ferð með Viggó fyrir nokkrum árum til Þingvalla og yfir Kaldadal. Svona dagar gleymast ekki, mikið var gam- an. Eyja og Diddi, ég og Viggó sem er mér sem stóri bróðir og enduðum við svo í mat hjá dótt- ur minni í Húsafelli. Dagsferð um Suðurnesin var síðasta dagsferðin sem við fór- um saman í. Mikið var gaman þó ellin og heilsan væru farin að segja til sín en okkur tókst það enda nokkuð gott teymi þar á ferð, Eyja, Diddi, mamma mín og ég. Á hverju vori síðustu ár- in höfðum við farið saman og hugsað um leiði foreldra, systur og ömmu Didda. Lofaði ég honum því í haust í síðustu ferð okkar í kirkjugarð- inn að ég muni hugsa um leiðin hjá fjölskyldu hans, það mun ég sko gera. Nú hefur minn kæri Diddi lagt upp í sitt síðasta ferðalag. Það var mér ákaflega dýrmætt að hafa verið síðustu stundir hans hjá honum og kvatt hann aðeins nokkrum mínútum áður, en ég var að keyra heim þegar Gunni frændi hringdi og sagði mér að pabbi hans væri dáinn. Það er með miklu þakklæti sem ég kveð minn kæra Didda. Þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að Eyja móðursystir mín giftist svona góðum manni fyrir að verða 64 árum, manni sem alla mína ævi hefur verið mér mikils virði og fært mér og fjölskyldu minni allri mikla gleði og góðvild. Þín platdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir. Við systkinin og Diddi vorum afar heppin með að hafa kynnst systrunum Eyju og Fríðu. Fríða er móðuramma okkar og Eyja systir hennar kona Didda. Það var lán okkar systkina að eiga ömmu og afa okkar en heppin að fá Eyju og Didda sem bónusömmu og -afa. Mamma kallar þau alltaf platforeldra sína og voru þau því sjálfkrafa platamma og plat- afi okkar og voru þau okkur sem amma og afi, þó svo að við kölluðum þau alltaf Eyju og Didda. Þrátt fyrir að við systkinin séum komin á fullorðinsaldur er alltaf erfitt að kveðja ástvin og sérstaklega náinn ástvin. Diddi var alltaf ótrúlega góð- ur við okkur systkinin og þótti okkur ofboðslega vænt um hann og honum um okkur. Hann kvaddi okkur alltaf með kossi á kinn, faðmlagi og hvíslaði alltaf að okkur einhverjum spak- mælum. Diddi sagði að maður ætti alltaf að kveðja vel því að mað- ur veit aldrei hvenær það verði í síðasta sinn. Við systkinin kvöddum hann í síðasta sinn tveimur til þremur klukkutímum áður en hann lést og vissum þá að það væri í síð- asta sinn. Þó svo að það sé erfitt að kveðja Didda verður gott að vita að hann verði alltaf í hjört- um og hugum okkar og passar upp á okkur, þá sérstaklega Eyju sína og fjölskyldu. Við vitum samt að Didda mun líða miklu betur á himnum. Þín platbarnabörn, Guðmundur Ragnar, Vigdís Lilja og Guðjón Guðmundarbörn. Elsku besti uppáhaldsfrændi minn hann Stebbi er látinn. Mikið á ég eftir að sakna hans. Oft hef ég óskað að fjarlægðin á milli okkar hefði verið minni svo við hefðum getað eytt meiri tíma saman. Stebbi tók alltaf á móti mér með þéttu faðmlagi og knúsi og Stefán Bjarnason ✝ Stefán Bjarna-son fæddist 17. ágúst 1964. Hann lést 8. febrúar 2019. Útför Stefáns fór fram 22. febrúar 2019. við vorum miklir vinir. Þegar Maggi, maðurinn minn, kom fyrst með mér austur á Eskifjörð kom vel í ljós hversu vel Stebbi passaði upp á frænku sína. Það tók Magga þó ekki langan tíma að vinna Stebba á sitt band enda báðir miklir Liver- pool-menn. Þegar við Stebbi vorum yngri var skíðað, farið út á fót- boltavöll og kíkt á Knelluna og alls staðar átti Stebbi vini. Stebbi fylgdist vel með boltanum og varði miklum tíma á fótboltavellinum. Vallarmálin voru ósjaldan rædd á vorin og að sjálfsögðu kom völlurinn hjá Stebba oftast best undan vetri. Hann fylgdist líka með mér í boltanum, sem mér þótti alltaf mjög vænt um. Þegar ég sit hér og skrifa þessi minningarorð get ég ekki annað en brosað því ég á bara skemmtilegar minningar um Stebba og finnst dýrmætt að hafa fengið að verða honum samferða. Ég er nokkru yngri en Stebbi og skynjaði ekki alltaf að hann hefði, eins og við öll, ekki möguleika á að gera allt sem hann hefði kannski viljað. Ég man að ég skildi til dæmis aldrei af hverju hann vildi ekki taka bílpróf. Hann var, held ég, orðinn frekar pirraður á mér þegar ég var að sífellt ýta við honum varðandi bílprófið. Ég sé Stebba fyrir mér ný- rakaðan og ilmandi af góðum rakspíra, skellihlæjandi enda með eindæmum kitlinn sem endar svo á góðum hiksta. Glaðan og ánægðan með lífið að borða hangikjöt og kartöflumús og kannski kíkja aðeins á sætar „senjorítur“. Talandi um senjo- rítur þá fannst honum líka ansi gott að liggja í sólinni, já og gleymum ekki að monta sig af brúnkunni. Elsku Bjarni, Hafsteinn, Inga og börn, innilegar sam- úðarkveðjur. Ég veit að við munum saman halda minningu Stebba á lofti með skemmti- legum sögum. Þín frænka, Rósa Júlía. „Ertu þarna, ljúf- ust mín?“ var amma vön að segja þegar ég kom í heimsókn og kveðjunni fylgdi stórt faðmlag. Það vita allir sem kynntust ömmu hvað henni fylgdi mikil hlýja og gleði. Amma var einstök kona, yndisleg amma og skemmtileg vinkona. Þegar ég var lítil var ég mikið hjá ömmu og afa enda svo lukku- leg að hafa þau í næsta húsi. Amma var alltaf til í leik og fjör og þá skipti engu hvort ruslað var til, aðalatriði var að nota ímyndunar- aflið og skemmta sér. Við krakk- arnir vorum aldrei fyrir henni í verkum dagsins heldur fengum að taka þátt. Það var gaman og gott að vera lítil hjá ömmu. Þegar við fjölskyldan fluttum á Klöpp fengu mínar stelpur að hafa ömmu í næsta húsi. Það var dýr- mætur tími og yndislegt að geta rölt aftur yfir túnið hvor til ann- arrar í kaffi og spjall. Stelpunum þótti heldur ekki amalegt að fara suður eftir til ömmu og fá gotterí. Svanhildur Friðriksdóttir ✝ SvanhildurFriðriksdóttir fæddist 11. janúar 1933. Hún lést 12. febrúar 2019. Útför Svanhildar fór fram 25. febr- úar 2019. Amma eyddi síð- ustu árum sínum á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð. Þar var notalegt að heimsækja ömmu enda dásamlegur staður þar sem henni leið vel. Þang- að sendi ég mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir skemmtilegar stundir. Elsku amma litla, ég sakna þín óskaplega mikið en hugsa um allar góðu stundirnar okkar, knúsin og ófáu hlátursköstin. Fingurkoss til þín. Að degi liðnum kviknar ljós við ljós, öll loftsins bláfirð skín í silfurvefjum; í bleikum fjarska blikar ljóssins ós, þar brenna rósaský með gullnum trefjum. Svo bjarma í hug mér bros þín glöð og skær, svo bjart var heiði dags í augum þínum og ljóma og yl þín endurminning slær á allt, sem kemur nálægt vegum mínum. Ei deyr, sá gefur bros og blíðumál því bros og hjartans orð á jörðu lifir; fer stillt og hljótt úr eins í annars sál og eilífbjart það vakir mannheim yfir. (Steindór Sigurðsson) Anna Karen Úlfarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR Þ. ARADÓTTUR, Meðalholti 6. Tinna Rós Gunnarsdóttir Ævar Jarl Rafnsson Diljá og Þorleifur Ari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.