Morgunblaðið - 27.02.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Ég hef alltaf verið duglegur að hreyfa mig, hleyp minnst þrisvar íviku og fer í ýmsar fleiri æfingar. Þetta hef ég gert í áratugi ogþað er fyrir löngu orðið hluti af daglegum takti í tilverunni.
Heilsan er því góð og þegar maður hugsar jákvætt segja árin ekki allt,“
segir Þorvaldur Kristjánsson sem er sjötugur í dag. „Það er svo sem
ekkert planað á afmælisdeginum, nema hvað síðdegis er hlaupaæfing
eins og alla aðra miðvikudaga. Hins vegar var svo ætlun okkar
hjónanna að skreppa í nokkurra daga sólarfrí suður á Tyrklandi síðari
hlutann í mars.“
Þorvaldur var í lögreglunni í Reykjavík frá 1978 til 2014. „Ég var
lengst í almennu deildinni og á vöktum úti á götunni. Vissulega reyndi
maður ýmislegt í starfinu. Sumu reynir maður að gleyma, en annað var
líka mjög ánægjulegt eins og að koma fólki til hjálpar í neyð. Seinna var
ég svo innivinnandi á stöðinni við Hverfisgötu, og sinnti þá meðal ann-
ars varðstjórn og hafði umsjón með fangageymslum,“ segir Þorvaldur
sem á frívöktum vann í fjölskyldufyrirtækinu með föður sínum og
bróður. Lagði heimtaugar hitaveitu að nýbyggingum víða á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Þetta voru skemmtilegir tímar og þó ég sé núna hættur að vinna hef
ég í nógu að snúast. Er núna í ýmsum lagfæringum hér heima í Grafar-
voginum og svo er gaman að geta aðstoðað afkomendurna með eitt og
annað,“ segir Þorvaldur sem er kvæntur Jónu Margréti Ólafsdóttur
hárgreiðslukonu. Þau eiga þrjú börn, Ástu Ósk, Kristínu Huld og Har-
ald, sem öll eru uppkomin. Barnabörnin eru fimm talsins sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Saman Þorvaldur og Jóna Margrét Ólafsdóttir á góðri stundu.
Árin segja ekki allt
Þorvaldur Kristjánsson er sjötugur í dag
B
jarni Daníelsson fæddist
27. febrúar 1949 á Dal-
vík og ólst þar upp. „Ég
var í sveit hjá móður-
systur minni Þórnýju á
Hallormsstað og stundum á Kópa-
skeri hjá Margrét móðursystur
minni.“
Bjarni gekk í Barnaskóla Dalvíkur
og tók stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1971, var í
myndlistarnámi við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1968-1970 og
1974-1975, var í myndlistarkenn-
aranámi við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands 1979-1981 og lauk
kennaraprófi þaðan, var í meistara-
námi í myndlist (skúlptúr) og
kennslufræði myndlistar við Wis-
consin-háskóla í Madison, Bandaríkj-
unum 1982-1983 og lauk MA prófi
þaðan, var í meistaranámi í stjórn-
sýslufræðum, við Viðskiptaháskól-
ann í Kaupmannahöfn 1998-2000 og
lauk MPA námi þaðan, var í leiðsögu-
námi við Endurmenntun Háskóla Ís-
lands 2015-2016 og lauk leiðsögu-
mannaprófi þaðan.
Bjarni var myndlistarkennari við
öldungadeild Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og myndmenntakennari
við Varmárskóla, Mosfellssveit, 1980-
1982, aðstoðarkennari við Wiscons-
inháskóla, Madison 1984-1985, skóla-
stjóri Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands 1986-1994, framkvæmdastjóri
Norræna menningarsjóðsins í Kaup-
mannahöfn 1994-1996, skrifstofu-
stjóri menningarmálaskrifstofu Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í Kaup-
mannahöfn 1996-1999, óperustjóri
Íslensku óperunnar 1999-2007,
sveitarstjóri Skaftárhrepps 2007-
2010, verkefnastjóri á skrifstofu
borgarstjóra Reykjavíkur 2011-2012
og verkefnastjóri á skrifstofu eigna
og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur-
borg 2013-2017.
Bjarni hefur setið í fjölmörgum
stjórnum og ráðum, m.a. stjórn
hönnunarsamtakanna Form-Ísland
1991-1997 og formaður 1993-1994,
Bjarni Daníelsson, fyrrv. óperustjóri og skólastjóri – 70 ára
Morgunblaðið/Eggert
Heima á Seltjarnarnesi Frá vinstri: Bjarni Þóroddsson, Daníel Bjarnason, Ríkharður Daníelsson, Bjarni, Bjarni
Daníelsson yngri, Valgerður, Íris Finnsdóttir, Sally Matthews og Finnur Bjarnason.
Kom víða við en alltaf í
skemmtilegum störfum
Morgunblaðið/Eggert
Afmælisbarnið Bjarni Daníelsson.
Reykjavík Aron
Breki Viktorsson
fæddist 23. júní
2018 kl. 2.00. Hann
vó 4.055 g og var
50 cm langur.
Foreldrar hans eru
Hólmfríður Björk
Rúnarsdóttir
og Viktor Örn
Andrésson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ferming
Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum
stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús
Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu.
FERMINGAVEISLUR
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
3ja rétta STEIKARhlaðborð
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
PINNAMatur
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500
kaffihlaðborð
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is