Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Kvika er stutt bók og miðað við lengd hennar er hlutfallslega mikið af kynlífslýsingum sem eru grodda- legar og óþægilegar. Ég var með kvíðahnút í maganum áður en bókin kom út. Ég var hrædd um að það yrði litið á mig sem pervert og stelpu sem væri að klæmast á sama tíma og ég var að gera heiðarlega tilraun til þess að skrifa um grafalvarlega hluti,“ segir Þóra Hjörleifsdóttir, höfundur bókarinnar Kviku sem kom á dögunum út hjá Máli og menningu. Kvika er fyrsta bók Þóru, sem út- skrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2017. Áður hafði hún gefið út tvær ljóðabækur með hópi sem kall- ar sig Svikaskáld. Þóra tileinkar bókina öllum sem sagt hafa frá þeim veruleika sem konur hafa þangað til nýlega þagað yfir. Hún segir að í þögninni blómstri skömm og einangrun og rjúfi enginn þögnina muni sagan stöðugt endurtaka sig. Þóra segir Kviku vera listaverk, ekki reynslu- sögu. Hún taki upp hrylling sem er algengur og setji hann upp á fagur- fræðilegan máta með ljóðrænum texta. Algjört varnarleysi „Kvika fjallar um Lilju, unga konu sem verður ástfangin af manni. Lilja neitar að horfast í augu við andlegt og kynferðislegt ofbeldi sem hún er beitt af honum. Varnarleysi hennar er algjört eftir að hún afhendir manninum öll völd yfir sér í trausti þess að ástin sigri allt,“ segir Þóra, sem segir að umfjöllunarefni bókar- innar hafi verið á sveimi í alheim- inum í langan tíma í leit að móttæki- legum huga. Hún hafi gripið hugmyndina og hugsað um hana lengi. „Ég var lengi að hugsa um efni bókarinnar. Það tók ekki langan tíma að skrifa hana; um einn og hálf- an mánuð. Ég sá afraksturinn myndrænt fyrir mér og sá fyrir mér ferðalagið og hvernig sagan myndi ferðast í spíral niður á við,“ segir Þóra, sem segir textann verða ljóð- rænni þegar líði á bókina, þar sem hún láti textann leysa upp aðal- persónuna þegar hún missir tengslin við raunveruleikann og sjálfa sig. Þóra segir að á meðan stelpur séu sendar út í heiminn með þrjár höfuð- dyggðir, að vera sæt, dugleg og góð, sé hætta á að þær verði alltaf illa staddar. Hún segir mörk og marka- leysi vera sér hugleikin og félagslegt markaleysi sem allt of margar stúlk- ur búi við. Heilandi að tala um hlutina „Ég veit ekki hver áhrif bókar- innar verða en það er heilandi að tala um hlutina og um leið og það er gert er von um að þeir lagist. Ég skrifaði bókina í flóðbylgju #MeToo-byltingarinnar og það sem mér fannst áhugavert var að oft voru þetta konur að segja keimlíkar sög- ur sem þær höfðu alltaf haldið að einskorðuðust við þær, en áttuðu sig á að þær voru fjarri því að vera ein- ar. Mér fannst það áhrifamikið og í takt við það sem ég hafði heyrt frá vinkonum mínum, “ segir Þóra og telur ekki vanþörf á að konur skil- greini hvar mörkin í nánum sam- skiptum liggi. Þau hafi bæði verið óskýr og ekki uppi á borðum. „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð við bókinni og fundið fyrir hlýhug, þakklæti og stuðningi,“ bætir hún við og efast um að hún hefði fengið jafn góð viðbrögð hefði hún skrifað bókina fyrir nokkrum árum. Hún segir að vel hafi gengið að fá útgef- anda að verkinu. „Ég sendi inn handrit að bókinni í handritahólf Máls og menningar sem nafnlaus gúrka úti í bæ. Skömmu síðar var haft samband við mig og mér úthlutað alveg frábærum rit- stjóra, Sigríði Ástu Árnadóttur,“ segir Þóra og kveðst nú vera að leika sér eftir að hafa verið vakin og sofin yfir handritinu. En hún sé jafnframt að gera alls konar tilraunir í leit að sögu til að skrifa í næstu bók. Ljósmynd/Saga Sig Ljóðræn Þóra Hjörleifsdóttir hefur fengið jákvæð viðbrögð við Kviku, sem er fyrsta skáldsaga hennar. Óþægilegar kynlífslýs- ingar helga meðalið  Hryllingur settur upp á fagurfræðilegan máta í Kviku „Við erum aðeins að koma vélinni í gang aftur og sjá hvað gerist. Ég er að vinna að nýrri plötu og tónleik- arnir er partur af því að prófa ein- hverja nýja „ópusa“,“ segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari, tón- skáld og útsetjari samnefndrar stór- sveitar; Samúel Jón Samúelsson Big Band. Og hann er að vísa til tónleika sveitarinnar á vordagskrá Jazz- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu klukkan 21 í kvöld. „Þögnin er rofin,“ heldur Samúel Jón áfram. „Stórsveitin kom síðast opinberlega fram á Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 2017. Áður vor- um við á ferð og flugi innanlands og utan, spiluðum til dæmis á Airwaves, í Eldborg og stóra sviðinu á Arnar- hóli, auk þess sem við komum fram á djasshátíðum og tónleikaröðum á borð við Berlin Jazzfest og London Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Við erum ekki farin að skipuleggja neitt ennþá, en stefnum þó á að spila meira í sumar.“ Í mörg horn er að líta því stór- sveitin samanstendur af 14 hljóð- færaleikurum, sem einnig eru í alls konar öðrum tónlistartengdum störfum. „Hljómsveitin er pínulítið eins og íþróttalið, því í henni er ekki alltaf sama fólkið. Kjarninn er um þrjátíu manns, samstarfsfólk gegn- um tíðina, og því kemur alltaf maður í manns stað.“ Á tónleikunum leikur stórsveitin frumsamda blöndu tónlistar af afr- ískum meiði, en fer út um víðan völl innan þess mengis að sögn Samúels Jóns. „Gamalt og nýtt í bland. Við flytjum splunkunýja tónlist sem ég samdi í byrjun ársins og svo líka efni sem við hljóðrituðum fyrir einu og hálfu ári, en hefur ekki komið út. Sjálfur hef ég lengi verið upptekinn af „afrobeat“ og afrískri tónlist, enda gætir afrískra áhrifa víða, hvort sem um er að ræða djass, fönk eða einhverja aðra músík.“ Samúel Jón setti hljómsveitina upprunalega saman utan um út- skriftarverkefni sitt frá Tónlistar- skóla FÍH árið 2000, og var það flutt á burtfarartónleikum hans. „Síðan lá sveitin í dvala, þar til ég endurvakti hana árið 2007 þegar við gáfum út plötuna Fnykur, og vorum nokkuð aktíf þar til fyrir svona tveimur ár- um,“ segir Samúel Jón. Hjá honum sjálfum spilaði inn í að hann er með lítil börn og hefur því í nógu að snú- ast heima við. En nú er meiningin að stórsveitin stilli saman strengi sína og komi fram í auknum mæli. Platan sem Samúel Jón vinnur að um þessar mundir yrði sú fimmta. Fyrsta platan, Legoland, kom út árið 2000, Helvítis Fokking Funk 2010 og 4 Hliðar 2013. Hann viðurkennir að nýja platan sé ennþá að mestu leyti bara í hausnum á sér. „Ég er búinn að semja og taka upp nýja músík, en veit ekki hvort ég nota hana á plöt- unni. Þetta er allt í mótun,“ segir hann. vjon@mbl.is Þögnin rofin og plata í bígerð Ljósmynd/Spessi Fínn Samúel Jón í afrískri múnder- ingu á tónleikum stórsveitarinnar.  Stórsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band spilar á Björtuloftum í kvöld Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir skemmtidagskránni „Breytir angri í yndisstund“ á Sólon í kvöld og hefst hún klukkan 20. Flutt verður fjölbreytt efni, meðal annars gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Samkvæmt tilkynningu eru flytjendur úrvals kvæðafólk, má þar nefna Trío Zimsen, þau Jó- hannes Jökul og systur hans Iðunni Helgu og Grétu Petrínu. Kristín Lárusdóttir fremur kveð- skapargjörning með selló-, fiðluleik og raf- hljóðum ásamt Írisi Dögg Gísladóttur. Einnig koma fram Pétur Húni Björnsson, Bára Gríms- dóttir, Linus Orri Gunnarsson Cederborg, Ingi- mar Halldórsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Gunnar Straumland. Kvæðamenn breyta angri í yndisstund Pétur Húni Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.