Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Þjálfarar Vals, Guðlaugur Arnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson, voru fyrstir til að bóka sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í karlaflokki með öruggum sigri á Selfossi. 3 Íþróttir mbl.is NÆRMYND Kristján Jónsson kris@mbl.is Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni til sigurs í Geysis-bikarkeppni karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Arnar tók við liði Stjörnunnar síðasta sumar og landaði nú sínum fyrsta bikar í stærstu keppnunum hérlendis. Blaðamaður á Morgunblaðinu hafði á orði í gær að Arnar væri eins konar huldumaður í körfuboltanum, í það minnsta í einhverjum skilningi. Var þar átt við að þegar Arnar kom inn í þjálfarateymi karlalandsliðsins árið 2014 var hann lítt þekktur í ís- lensku íþróttalífi. Af meistaraflokks- þjálfara að vera er Arnar auk þess í yngri kantinum, 33 ára. „… hef ég mikla trú á Arnari Guð- jónssyni þjálfara. Gaman verður fyrir hann að sanna sig almennilega hérna heima,“ sagði Finnur Freyr Stefáns- son aðstoðarlandsliðsþjálfari í Morg- unblaðinu áður en Íslandsmótið fór af stað en hann starfaði með Arnari í mörg ár í íslenska landsliðinu. Þar reyndist Finnur sannspár og sendi hann Arnari kveðjur á Twitter þegar bikarinn var farinn í Garðabæinn á laugardagskvöldið: „Virkilega flottur og vel útfærður bikarsigur hjá Stjörnunni. Minn maður Arnar að þagga niður í ansi mörgum efasemd- armönnum, fagnar þessu eflaust í kvöld með soðinni ýsu, smjöri og aukaskammti af kartöflum og kannski eins og einum bauk. Til ham- ingju Stjarnan.“ Uppalinn í Borgarfirðinum Arnar Guðjónsson er frá Brekku- koti í Reykholtsdal í Borgarfirði og lék körfubolta með Reykdælum, Skallagrími og Sindra. Arnar þjálf- aði hjá Sindra á Hornafirði og FSu á Selfossi. Viss þáttaskil urðu hjá Arnari sem þjálfara árið 2009 þegar hann hugðist fara í Íþróttakennara- skólann um haustið og feta í fótspor föður síns sem er íþróttakennari á Kleppjárnsreykjum. Amor greip inn í þá atburðarás og þess í stað elti Arnar kærustu sína til Árósa þar sem hún nam læknisfræði. Úr varð að Arnar fór til Árósa og þjálfaði hjá Abyhöj. Starfaði hann um tíma með Allan Foss, fyrrver- andi landsliðsþjálfara Dana. Arnar var aðstoðarþjálfari 2009-2011 en stýrði liðinu 2011-2013. Þaðan fór Arnar til Svendborgar og gerðist aðstoðarþjálfari Craigs Pedersen. Hófst þar þeirra sam- starf. Arnari tók við starfinu af Ped- ersen árið 2015 en hætti þegar samningur hans rann út 2017. Þegar Pedersen var ráðinn lands- liðsþjálfari Íslands árið 2014 kom Arnar inn í þjálfarateymi landsliðs- ins ásamt Finni Frey Stefánssyni. Arnar hafði komið að þjálfun ung- lingalandsliðs Dana. Hreinskilinn og harðduglegur Morgunblaðið leitaði til Axels Kárasonar og bað hann að lýsa Arnari. Axel var leikmaður hjá Svendborg og var einnig í íslenska landsliðinu á EM í Berlín. Hann þekkir því vel til Arnars. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Arnar er alveg harðduglegur í öllum þeim þáttum sem snúa að þjálfuninni. Ég held að hann hafi fengið gott uppeldi sem þjálfari hjá Brynjari Karli (Sig- urðssyni) þegar þeir störfuðu saman á Selfossi. Var það örugglega lær- dómsríkt aðstoðarþjálfarastarf sér- staklega hvað varðar alla undirbún- ingsvinnu fyrir leiki, skipulag og fleira. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu fær hann er í ýmsum þáttum sem lenda á aðstoðarþjálfurum eins og vídeóvinnslu. Hann er auðvitað mjög ungur og eðlilega vantaði hann til að byrja með einhverja eiginleika sem þjálfari sem stjórnar þarf að hafa. Eins og að stjórna hópnum og vera pólitíkus. Hann hefur tekið miklum framförum í því finnst mér enda nálgast hann lið- in með opnum huga. Hann aðlagar sig hópnum sem hann hefur frekar en að troða leikmönnum inn í einhver hólf. Hann er góður í að átta sig á hvar styrkleikar manna liggja sem er kostur þegar þú þjálfar lið þar sem ekki er endalaust hægt að sækja menn til að fylla skörðin, eins og í hálfatvinnumannaliðum á Íslandi. Auk þess er hann hreinskilinn í sam- skiptum en í einhverjum tilfellum getur það einnig verið ókostur.“ Persóna sem kryddar tilveruna „Hans helsti ókostur er að hann hefur svokallað Brekkukotsskap sem þýðir að hann er skapstór. Sást það glögglega í Ásgarði í vetur í leik á móti KR eins og frægt varð. (Arnar stormaði þá inn á völlinn í miðjum leik og fékk leikbann fyrir. Innsk mbl.). Þá kom upp í hugann að þar þekkti ég minn mann enda kom þessi uppákoma mér ekkert á óvart,“ sagði Axel og hló. „Utan vallar er hann mjög áhuga- verð persóna. Er ekki eins og fólk er flest að mörgu leyti í jákvæðum skiln- ingi. Hann er allt annað en leiðinlegur og er skemmtilegt krydd í tilveruna.“ Axel hafði þekkt Arnar lengi þegar Arnar tók þá ákvörðun síðasta sumar að koma heim og taka við Stjörnunni. Átti Axel von á því að Arnar yrði far- sæll í Garðabænum? „Ég ræddi við Arnar þegar hann var nýkominn. Þegar ég heyrði hann lýsa sam- skiptum hans við stjórnina varð ég mjög bjartsýnn fyrir hans hönd. Þeg- ar ég heyrði hvernig hann og stjórn- armennirnir höfðu lagt línurnar. Þá hugsaði ég með mér að hann væri kominn á góðan stað. Arnar er fag- legur og vinnur eftir prinsippum sem ég er hrifinn af. Hann þarf því að vera í góðu umhverfi,“ sagði Axel Kárason. Morgunblaðið/Eggert Bikarmeistari Arnar Guðjónsson fer yfir sviðið með leikmönnum sínum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þar sem Stjarnan vann Njarðvík 84:68. Allt annað en leiðinlegur  Hvaðan kom bikarmeistarinn Arnar Guðjónsson inn í íslenskan körfubolta?  „Brekkukotsskapið“ sýndi sig í atvikinu á móti KR að mati Axels Kárasonar Hlynur Bærings- son, landsliðsfyr- irliði í körfuknatt- leik og fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, til- kynnti í gær að leikur Íslands og Portúgals í for- keppni EM karla í Laugardalshöll á fimmtudags- kvöldið yrði kveðjuleikur sinn með landsliðinu. Áður hafði verið gefið út að þar myndi Jón Arnór Stefánsson spila sinn 100. og síðasta leik fyrir Ís- lands hönd. Hlynur, sem er 36 ára og lék fyrsta landsleikinn fyrir nítján árum, spilar þar sinn 125. leik en hann er sjötti leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og hefur verið í stóru hlut- verki þar um árabil, m.a. farið með liðinu í lokakeppni EM 2015 og 2017. Hlynur sagði í viðtali við mbl.is sem sjá má þar í heild sinni að hann vildi hætta á meðan hann væri enn valinn í liðið „… en ekki bara fljótandi með af því að maður hefur alltaf verið þarna“. Auk Hlyns og Jóns Arnórs eru eft- irtaldir í 17 manna hópi fyrir leikinn sem Craig Pedersen tilkynnti í gær: Collin Pryor, Dagur Kár Jónsson, Elvar Már Friðriksson, Gunnar Ólafs- son, Haukur Helgi Pálsson, Haukur Óskarsson, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Kristinn Pálsson, Kristófer Acox, Maciej Bag- inski, Martin Hermannsson, Sig- tryggur Arnar Björnsson, Tryggvi Snær Hlinason og Ægir Þór Steinars- son. vs@mbl.is Hlynur kveð- ur líka á fimmtudag Hlynur Bæringsson „Það var kær- komið að komast út á völlinn aftur og ná að leika með í 35 mín- útur,“ sagði Arn- ór Þór Gunn- arsson, landsliðs- maður í hand- knattleik og leikmaður þýska 1. deildar liðsins Bergischer HC, við Morgunblaðið í gær. Arnór Þór skoraði sex mörk á sunnudaginn þegar Bergischer vann Wetzlar, 26:22, í þýsku 1. deildinni. Það var fyrsti leikur Arnórs síðan hann tognaði á læri í viðureign Ís- lands og Þýskalands á HM í hand- knattleik laugardaginn 19. janúar. „Ég fann það alveg að þessar fjórar vikur tóku hlaupapústið úr mér en gott að fá nokkrar mín til að ná því upp aftur,“ sagði Arnór Þór sem fann ekki sársauka í lærvöðvanum í leiknum. iben@mbl.is Kærkomið að komast út á völlinn aftur Arnór Þór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.