Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 1
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ráðist var á Róbert Aron Hostert, leikmann Vals, í miðbæ Reykjavíkur á dögunum þar sem hann beið eftir leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér með félögum sínum í handknattleiksliði Vals. Árásar- maðurinn tók til fótanna eftir að hafa veitt Róberti þungt hnefahögg rétt neðan við vinstra augað. Róbert Aron staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann árásina hafa verið tilefnislausa. Hann hefði ekki átt í orðaskiptum við árásarmanninn hvorki fyrir né á eftir árásina. Róbert Aron segist heldur ekki þekkja til árásarmannsins. Vegna þessa leikur Róbert Aron ekki með Val næstur vikurnar en hann gekkst undir aðgerð á sjúkra- húsi á síðasta föstudag vegna sprungunnar sem kom í kinnbeinið við höggið. „Reiknað er með að það taki mig sex vikur að ná fullum bata,“ sagði Róbert Aron í gær. Hann fer í skoð- un hjá lækni í dag. Þá skýrist hver staðan nákvæmlega er. „Ég spilaði einn leik eftir að hafa orðið fyrir árásinni en var ekki alveg eins og ég átti að vera. Í fyrstu var talið að ég væri aðeins með glóðar- auga sem myndi jafna sig. Staðan væri ekki alvarlegri, en annað kom í ljós,“ sagði Róbert Aron. „Ég lét mynda kinnbeinið og þá kom sprungan í ljós. Það hefði getað verið hættulegt ef ég hefði fengið annað högg í leiknum sem ég spilaði,“ sagði Róbert Aron, sem sló á létta strengi enda gott að brosa gegnum tárin. „Áður en ég fór í myndatökuna grunaði mig að ekki væri allt með felldu þegar ég sá með vinstra aug- anu tvo markverði,“ sagði Róbert Ar- on Hostert, handknattleiksmaður hjá Val. Hann er þriðji markahæsti leik- maður Valsliðsins í deildinni með 56 mörk. Úr leik í ótiltekinn tíma Félagi Róberts Arons, Agnar Smári Jónsson er með brjósklos á byrjunarstigi. Hann verður frá keppni um ótiltekinn tíma. „Ég hafði verið hálfslappur síðasta mánuðinn en versnaði til muna í leiknum við ÍR á dögunum. Þá fékk ég svakalegan verk í bakið eitt skiptið þegar tók skot á markið,“ sagði Agnar Smári. „Ég er í góðum höndum í endurhæf- ingu hjá mínu félagi um þessar mund- ir en verð að gæta mín á að fara ekki of geyst í sakirnar. Það er ekkert inni í myndinni að fara undir hnífinn,“ sagði Agnar Smári sem hefur skoraði 52 mörk fyrir Val í deildarkeppninni. Ráðist var á Róbert Aron í miðbænum  Valsliðið er vængbrotið  Agnar Smári með brjósklos Morgunblaðið/Ívar Kinnbeinið Róbert Aron Hostert verður frá í einar sex vikur. Morgunblaðið/Ívar Bakið Agnar Smári Jónsson glímir við brjósklos og spilar ekki strax. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR Kveðjustund Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson leika síðasta landsleik sinn í Laugar- dalshöll í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik. 2-3 Íþróttir mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af fleirum á næstu árum. Mér líst vel á og ég hlakka til,“ sagði handknatt- leiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að upplýst var að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Alingsås. Samningurinn tekur gildi í sumar og þá yfirgefur Aron Dagur Stjörnuna í Garðabæ eftir tveggja ára veru. Alingsås er frá samnefndum bæ skammt frá Gautaborg. Liðið er eitt af rótgrónari handknattleiksliðum Svíþjóðar og situr um þessar mundir í 7. sæti úrvalsdeildarinnar. Haukar mættu liði Alingsås í annarri umferð EHF-keppninnar í október 2016 og töpuðu samanlagt með fjögurra marka mun í tveimur leikjum heima og að heiman. Aron Dagur heimsótti félagið og skoðaði aðstæður hjá því áður en hann skrifaði undir samninginn. Einnig ræddi Aron Dagur við Mikael Franzén þjálfara og heyrði ofan í hann hvert hlutverk hans verður. „Ég er fenginn til liðsins sem lyk- ilmaður og er ætlað að leika stórt hlutverk jafnt í vörn sem sókn. Þar af leiðandi stendur upp á mig að standa mig þegar tímabilið hefst,“ sagði Aron Dagur, sem verður 22 ára á þessu ári og er 199 sentimetrar á hæð, eftir því sem segir á heimasíðu sænska félagsins. Hann leikur jafnt sem leikstjórnandi og skytta vinstra megin og býst við að gera það áfram. Aron er næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olísdeildinni með 70 mörk að loknum 15 leikjum. „Þjálfarinn gerir ekkert upp á milli miðjumanna og skyttanna. Hann vill að sínir menn geti leikið báðar stöður. Ég reikna þó með að vera meira í skyttustöðunni vinstra megin ef Svínn Felix Claar leikur áfram með Alingsås á næstu leiktíð. Annars er ég tilbúinn að leika hvora stöðuna sem er,“ sagði Aron Dagur þegar hann var spurður hvort hann hefði gert upp við sig hvora sóknar- stöðuna hann vildi leika. Kann vel við varnarhlutverkið Aron Dagur á að leika í miðri vörn- inni eða sem fremsti maður í 5/1 vörn en það er hlutverk sem hann kann vel við og hefur náð ágætum tökum á með Stjörnunni, Gróttu á sínum tíma og einnig með yngri landsliðum Ís- lands. „Mér finnst geggjað að leika sem fremsti maður í vörn,“ sagði Aron Dagur ákveðinn. „Ég held að um þessar mundir sé ég vel búinn undir að fara til Alings- ås, þá á ég við varðandi hlutverk mitt, stöðu liðsins og fyrir hvað það stendur. Mér finnst samsetning liðs- ins vera góð. Flestir leikmenn eru á mínum aldri auk þriggja sem eru nokkuð eldri og tveggja yngri og efnilegra spilara,“ sagði Aron Dagur, sem verður væntanlega annar tveggja útlendinga hjá liðinu á næstu leiktíð. Hinn leikmaður liðsins sem ekki er af sænsku bergi brotinn er finnskur. „Ég þarf að fara að læra sænskuna, kemst ekki upp með annað.“ Í fótspor föður síns Þegar Aron Dagur hleypir heim- draganum í sumar fetar hann í fót- spor föður síns, Páls Þórólfssonar, hornamanns Aftureldingar, Fram og fleiri liða. Páll lék sem atvinnumaður í handknattleik með Tusem Essen í Þýskalandi um tveggja ára skeið frá 1997 til 1999, um það leyti sem Aron Dagur var að stíga sín fyrstu skref í lífinu. Aron Dagur er þriðji ungi hand- knattleiksmaðurinn í Olísdeildinni sem skrifar undir samning við erlent félagslið á síðustu vikum. Hinir tveir eru nafnarnir Elvar Örn Jónsson og Elvar Ásgeirsson. Sá fyrrnefndi samdi við Danmerkurmeistara Skjern en hinn síðarnefndi við Stutt- gart í Þýskalandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svíþjóð Aron Dagur Pálsson er á leiðinni til Alingsås í sumar. Ætlað að verða lykilmaður  Aron Dagur Pálsson úr Stjörnunni samdi við Alingsås í Svíþjóð og fer þangað í sumar  Þriðji íslenski leikmaðurinn sem er á förum eftir tímabilið Ásta Eir Árnadóttir, knattspyrnu- kona úr Breiðabliki, hefur verið valin í íslenska landsliðshópinn fyr- ir Algarve-bikarinn í Portúgal sem hefst í næstu viku. Hún kemur í staðinn fyrir Söndru Maríu Jessen, leikmann Leverkusen í Þýskalandi, sem þurfti að draga sig út úr hópn- um vegna meiðsla. Ásta Eir er 25 ára gömul og hef- ur leikið sem hægri bakvörður í Ís- lands- og bikarmeistaraliði Breiða- bliks. Hún hefur ekki leikið með A-landsliði Íslands áður en spilað 25 leiki með yngri landsliðunum og á að baki 94 leiki með Breiðabliki í efstu deild. Ásta fetar þar með í fótspor móð- ur sinnar, Kristínar Arnþórsdóttur, sem lék lengi með Val og spilaði 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. vs@mbl.is Ásta Eir valin í stað Söndru Morgunblaðið/Eggert Nýliðinn Ásta Eir Árnadóttir fer með landsliðinu til Portúgals.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.