Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 3
Eitt ogannað  Valdís Þóra Jónsdóttir lék annan hringinn á Australian Ladies Classic mótinu í Bonville í Ástralíu í fyrrinótt á tveimur höggum yfir pari. Hún var því samtals á níu höggum yfir pari eftir tvo hringi og komst ekki yfir niður- skurðinn. Valdís hefði þurft að spila á einum undir pari í fyrrinótt til að kom- ast áfram. Mótið er liður í Evrópu- mótaröð kvenna í golfi.  Jón Guðni Fjóluson og samherjar hans í rússneska liðinu Krasnodar drógust í gær gegn Valencia frá Spáni í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Arsenal mætir Rennes frá Frakklandi, Chelsea mætir Dynamo Kiev frá Úkraínu. Þá mætast Zenit og Villarreal, Sevilla og Slavia Prag, Na- poli og Salzburg, Dinamo Zagreb og Benfica, Frankfurt og Inter Mílanó. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Manchester City freistar þess að vinna enska deildabikarinn í knattspyrnu annað árið í röð og í þriðja skipti á fjórum árum þegar ensku meistararnir mæta Chelsea í úrslitaleik keppninnar á Wembley-leikvanginum í Lond- on á morgun. City vann Arsenal 3:0 í úrslita- leik keppninnar í fyrra en þessi bikar hefur ekki farið út fyrir Manchesterborg undanfarin þrjú ár því United vann hann árið 2017. Manchester City og Chelsea hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort félag, jafnoft og Manchester United og Aston Villa, en aðeins Liverpool hefur unnið hana oftar, eða átta sinnum. Enskir fjöl- miðlar hafa að undanförnu fjallað um hvort Pep Guardiola og hans menn í City geti unnið alla fjóra titlana sem í boði eru og þetta er sá fyrsti af þeim. vs@mbl.is Fyrsti titillinn af fjórum? Pep Guardiola Óhætt er að segja að mikið verði undir á Old Trafford á morgun þegar gömlu erkifjend- urnir í enska fótboltanum, Manchester United og Liverpool, mætast í 27. umferð úrvalsdeild- arinnar. Fjórtán stig skilja liðin að í deildinni, þar sem Liverpool er í öðru sæti og myndi ná þriggja stiga forskoti á Manchester City með sigri. Liverpool hefur aðeins tapað einu sinni í 26 leikjum í deildinni í vetur. Manchester United er komið uppfyrir Arsenal og Chelsea og í fjórða sæti deildarinnar eftir mikla sigur- göngu frá 19. desember þegar Ole Gunnar Sol- skjær tók við stjórn liðsins í kjölfarið á brottrekstri José Mour- inho. Norðmaðurinn hefur fagnað ellefu sigrum í þrettán leikjum frá þeim tíma og er taplaus í deildinni þar sem United hefur feng- ið 25 stig af 27 mögulegum undir hans stjórn. vs@mbl.is Erkifjendur eigast við Ole Gunnar Solskjær Valgarð Reinhardsson keppti á þremur áhöld- um í gær á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum sem fram fer í Melbourne í Ástralíu. Eins og í fyrradag var um undankeppni að ræða en úr- slit fara fram næstu daga. Valgarð keppti í sinni sterkustu grein í gær, stökki, og fékk þar 13,541 í einkunn en endaði í 14. sæti. Igor Radivilov frá Úkraínu varð efstur með 14,766 í einkunn en áttundi og síðasti maður inn í úrslit var með 14,216 í einkunn. Valgarð varð hins vegar í 11. sæti bæði á tvíslá og svifrá og er þar með þriðji varamaður inn í úrslit í báðum greinunum. Hann fékk 13,100 í einkunn á tvíslá en áttundi maður inn í úrslit var með 13,566 í einkunn. Val- garð fékk svo 12,966 í einkunn á svifrá en áttundi maður þar inn í úrslit var með 13,466. sindris@mbl.is Skammt frá úrslitum Valgarð Reinhardsson Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bandaríkjamaðurinn Michael Craion, leikmaður Keflavíkur, var besti leik- maður Dominos-deildar karla í febr- úarmánuði að mati Morgunblaðsins. Hann er jafnframt þriðja mánuðinn í röð í fimm manna úrvalsliði blaðsins en þar var hann einnig í desember og janúar. Craion sýndi mjög jafna og góða frammistöðu með Keflavíkurliðinu í þremur sigurleikjum þess í mánuð- inum en liðið náði fullu húsi stiga í febrúar og skoraði yfir 100 stig í öll- um leikjunum. Craion var í lykilhlut- verki eins og alltaf í vetur, en eins og sjá má hér að ofan er hann næst- stigahæstur í deildinni, er í fjórða sæti yfir flest fráköst og sjötta sæti í flestum stoðsendingum. Hann lék sérstaklega vel í þriðja leiknum, gegn Skallagrími, en þar skoraði Craion 23 stig, tók 14 fráköst og átti 6 stoðsend- ingar, sem færði honum 38 framlags- stig. Craion er 29 ára gamall, 197 cm á hæð, og hefur ýmist leikið sem fram- herji eða miðherji. Hann lék með Keflavík 2012-14, með KR 2014-16 og var síðan tvö ár í frönsku C-deildinni með Lorient og Saint-Vallier en sneri aftur til Keflavíkur í haust. Hlynur aftur í fararbroddi Hlynur Bæringsson fráfarandi landsliðsfyrirliði er besti Íslending- urinn í deildinni annan mánuðinn í röð en eins og Craion er hann þriðja mánuðinn í röð í liði mánaðarins hjá Morgunblaðinu. Hlynur hefur verið í lykilhlutverki í ósigrandi liði Stjörnunnar sem er bú- in að vinna alla sína mótsleiki á árinu 2019 og varð bikarmeistari um síð- ustu helgi. Ennfremur kvaddi hann íslenska landsliðið á eftirminnilegan hátt í stórsigri þess á Portúgölum í forkeppni EM í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Hilmar Smári enn og aftur Enn og aftur verður bakvörðurinn efnilegi Hilmar Smári Henningsson úr Haukum fyrir valinu hjá okkur sem besti ungi leikmaður mánaðar- ins. Hann fékk sömu útnefningu í uppgjörum okkar fyrir nóvember- mánuð og janúarmánuð. Hilmar, sem er 18 ára gamall, hefur heldur betur stimplað sig inn sem lykilmaður í Hafnarfjarðarliðinu og var geysilega drjúgur í fremur óvæntum sigrum þess á Njarðvík og KR. Þá var hann besti maður Haukanna í eina tapleik þeirra í mánuðinum, gegn Skalla- grími. Keflvíkingar og Stjörnumenn eru áberandi í úrvalsliði febrúarmánaðar, enda voru þessi tvö lið bæði með fullt hús stiga í deildinni í umferðunum þremur, og Stjarnan varð bikarmeist- ari að auki. Morgunblaðið hefur nú staðið fyrir þessu mánaðarlega vali í fimm skipti og gerir það í sjötta og síðasta sinn í mars, auk þess sem þá verður valið úrvalslið tímabilsins í deildinni 2018- 2019. Craion bestur í febrúarmánuði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjarnan Hlynur Bæringsson hefur átt eftirminnilegan mánuð. Morgunblaðið/Hari Keflavík Mindaugas Kacinas frá Litháen hefur reynst góður liðsauki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjarnan Ægir Þór Steinarsson á flestar stoðsendingar í deildinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þór Þ. Nikolas Tomsick er með þeim efstu í stigum og stoðsendingum. Lið febrúarmánaðar Dominos-deild karla 2018-19 Stigahæstu leikmenn Julian Boyd, KR 410 Michael Craion, Kefl avík 408 Nikolas Tomsick, Þór Þ. 403 Aundre Jackson, Skallagrími 375 Kinu Rochford, Þór Þ. 355 Gerald Robinson, ÍR 348 Jeb Ivey, Njarðvík 312 Antti Kanervo, Stjörnunni 312 Jordy Kuiper, Grindavík 310 Aleks Simeonov, Val 306 Sigtryggur Arnar Björnsson, Grindavík 305 Brynjar Þór Björnsson, Tindastóli 295 Hörður Axel Vilhjálmsson, Kefl avík 287 Matej Buovac, Skallagrími 279 Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 278 Halldór Garðar Hermannsson, Þór Þ. 273 Frákastahæstu leikmenn Kinu Rochford, Þór Þ. 227 Gerald Robinson, ÍR 181 Julian Boyd, KR 180 Michael Craion, Kefl avík 176 Hlynur Bæringsson, Stjörnunni 173 Ragnar Nathanaelsson, Val 172 Aundre Jackson, Skallagrími 155 Mario Matasovic, Njarðvík 155 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, ÍR 143 Urald King, Tindastóli 136 Aleks Simeonov, Val 136 Jordy Kuiper, Grindavík 135 Ólafur Ólafsson, Grindavík 132 Snorri Vignisson, Breiðabliki 128 Björgvin Ríkharðsson, Skallagrími 120 Kristófer Acox, KR 111 Flestar stoðsendingar Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni 142 Nikolas Tomsick, Þór Þ. 132 Hörður Axel Vilhjálmsson, Kefl avík 126 Björgvin Ríkharðsson, Skallagrími 104 Jeb Ivey, Njarðvík 100 Michael Craion, Kefl avík 88 Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli 83 Jón Arnór Stefánsson, KR 82 Eyjólfur Á. Halldórsson, Skallagrími 81 Sigtryggur Arnar Björnsson, Grindavík 73 Hlynur Bæringsson, Stjörnunni 70 Emil Barja, KR 70 Arnór Hermannsson, Breiðabliki 69 Kinu Rochford, Þór Þ. 69 Hilmar Smári Henningsson, Haukum 61 Brynjar Þór Björnsson, Tindastóli 60 Hlynur Bæringsson Stjörnunni Varamenn Kinu Rochford, Þór Þ. Julian Boyd, KR Domogoj Samac, Skallagrími Hörður Axel Vilhjálmsson, Kefl avík Brandon Rozzell, Stjörnunni Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Hilmar Smári Henningsson, Haukum Hversu oft leik- maður hefur verið valinn í lið mánaðarins 2 Michael Craion Kefl avík 14 Nick Tomsick Þór Þ. 4 3 3 Ægir Þór Steinarsson Stjörnunni Mindaugas Kacinas Kefl avík 8 5 11 2 2 KNATTSPYRNA England Cardiff – Watford .................................... 1:5  Aron Einar Gunnarsson sat á vara- mannabekk Cardiff allan leikinn. West Ham – Fulham................................ 3:1 Þýskaland Werder Bremen – Stuttgart................... 1:1  Aron Jóhannsson hjá Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Frakkland Dijon – Saint-Étienne.............................. 0:1  Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamanna- bekk Dijon allan leikinn. Holland Ajax – PSV Eindhoven............................ 1:0  Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru báðar í byrjun- arliði PSV. Danmörk AaB – SönderjyskE ................................. 3:0  Eggert Gunnþór Jónsson sat á vara- mannabekk SönderjyskE allan leikinn. Svíþjóð Bikarinn, 32 liða úrslit, riðlakeppni: Assyriska – Norrköping ......................... 0:2  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn fyrir Norrköping en Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópnum. Ítalía AC Milan – Empoli................................... 3:0 Spánn Espanyol – Huesca................................... 1:1 Lengjubikar karla A-deild, 3. riðill: HK – Afturelding..................................... 1:1 Bjarni Gunnarsson 50. – Alexander Aron Davorsson 89. Fjölnir – Valur ......................................... 2:2 Viktor Andri Hafþórsson 55., Albert Brynj- ar Ingason 74. – Gary Martin 18., 32. A-deild, 4. riðill: Grótta – Haukar ...................................... 1:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.