Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Leitað er að sérfræðingi á sviðum viðskiptafræða og stjórnunar tengdum
rekstri skipulagsheilda, en þó sérstaklega á sviðum frumkvöðlafræði/
nýsköpunar, fjármála og stefnumótunar.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. ágúst 2019.
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa
100% stöðu lektors í viðskiptafræði
við viðskiptadeild viðskipta- og raunvísindasviðs.
Umsókn og fylgigögn skal senda skrifstofu rektors á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað
umsóknaeyðublað. Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði
laga um háskóla nr. 63/2006, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008, reglur fyrir Háskólann á Akureyri nr.
387/2009 með síðari breytingum og reglur nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra
starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri
áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
í starfið hefur verið tekin. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Rannveig Björnsdóttir, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs, sími 460 8515, netfang: rannveig@unak.is.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. MARS 2019
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfs-
heiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar, eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla.
• Kennslureynsla á háskólastigi og reynsla af vísindastörfum teljast nauðsynleg.
• Reynsla úr atvinnulífi eða opinberum rekstri er æskileg.
• Umsækjandi skal sýna fram á hæfni til að kenna og stunda rannsóknir á einhverju af ofantöldum svið-
um viðskiptafræða og stjórnunar. Víðtæk þekking á öðrum sviðum viðskiptafræða er einnig æskileg.
• Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
• Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfslipurðar og skipulagshæfni.
• Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir stefnu viðskiptadeildar og skólans.
UMSÓKN SKAL FYLGJA:
• Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu.
• Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum.
• Greinargerð um fyrirhugaðar rannsóknaáherslur ef til ráðningar kæmi.
• Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á.
• Tilnefna skal þrjá meðmælendur, æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða
fyrra starfi umsækjanda.
• Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (allt að þremur ritum). Þegar fleiri en
einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins.
www.unak.is/lausstorf
Le
k
to
r
í
v
ið
sk
ip
ta
fr
æ
ð
i
V
ið
sk
ip
ta
-
o
g
r
a
u
n
ví
si
n
d
a
sv
ið
Skipstjóri
óskast á frystitogara
Reyktal þjónusta ehf. leitar að skipstjóra á
frystitogara. Um er að ræða langtímastarf
hjá traustu erlendu fyrirtæki. Leitað er að
skipstjóra með ótakmörkuð réttindi á fiski-
skip og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu
af rækjuveiðum og hafi góð tök á ensku.
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn,
með upplýsingum um menntun og fyrri
störf, með tölvupósti til: reyktal@reyktal.is.
Nánari upplýsingar veita:
Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur Óskarsson
í síma 588-7666.
Reyktal þjónusta ehf. er umboðsaðili erlend-
ra útgerða sem tengjast Eystrasaltsríkjunum
og Danmörku. Aðallega er gert út í Barents-
hafi og fyrst og fremst á rækju með skipum
sem veiða með tveimur eða þremur trollum
samtímis.
Fræðslufulltrúi
Vatnajökulsþjóðgarðs
Laust er til umsóknar starf fræðslufulltrúa Vatna jökulsþjóðgarðs. Um er að ræða nýtt starf til að fylgja
eftir fræðsluáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og uppbyggingarstarfi við miðlun upplýsinga. Starfið heyrir beint
undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins en því skal sinna frá einhverri af meginstarfsstöðum þjóðgarðsins
á landsbyggðinni; í Ásbyrgi, Mývatnssveit, á Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli eða
Kirkjubæjarklaustri.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þróa og framfylgja fræðsluáætlun þjóðgarðsins í samvinnu við þjóðgarðsverði/starfsfólk
• Umsjón með fræðslu fyrir gesti þjóðgarðsins og rekstraraðila í þjóðgarðinum
• Umsjón með skiltagerð og merkingum
• Umsjón með og samræmingu á útgáfu á vegum þjóðgarðsins
• Umsjón með vefssvæði og samfélagsmiðlum þjóðgarðsins
• Í starfinu felast m.a. ferðalög milli svæða þjóðgarðsins
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Leiðtogahæfni og frumkvæði til að hvetja aðra til árangurs
• Þekking og reynsla á starfsemi þjóðgarða, náttúru vernd og ferðamálum
• Reynsla af landvörslu, umhverfis- og náttúrutúlkun eða grenndarkennslu er kostur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Nákvæmni, faglegur metnaður og skipulagsfærni
• Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Tölvufærni og geta til að vinna eftir verkferlum
• Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt
yfirlit um menntun og starfsferil. Hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019
Umsóknareyðublöð vegna starfsins eru á Starfatorgi
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Smáradóttir – ingibjorg@vjp.is – s 575 8403
Skólastjóri
Staða skólastjóra Djúpavogsskóla
er laus til umsóknar
Djúpavogsskóli er sameinaður grunn- og tónskóli. Nýr skóla-
stjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk.
Djúpavogsskóli er heildstæður grunnskóli með ríflega 70
nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli þaðan sem
nemendum er ekið í skólabíl. Í tónskólanum í vetur eru um
35 nemendur. Skólinn er að taka fyrstu skrefin í innleiðingu
á „Uppeldi til ábyrgðar“ auk þess sem skólinn, fyrstur skóla
á Íslandi, er að innleiða hæglætisstefnuna Cittaslow inn í allt
skólastarfið. Frekari upplýsingar má finna á:
https://djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Grunnskoli/ og
https://djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Tonskoli/
Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 475 íbúar. Nánari upplýsingar
um sveitarfélagið er að finna á heimasíðunni
https://www.djupivogur.is
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og
byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku sam-
kvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði
að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn- og
tónskóla til framtíðar í samræmi við fræðslustefnu sveitar-
félagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistar-
skóla og lög og reglugerðir um grunn- og tónlistarskóla. Hafa
umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir
1.-3. bekk frá 13:10–16:00.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla
í grunnskóla.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða farsæl
stjórnunarreynsla.
• Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og
áætlanagerð og vilji til að taka þátt í þróun skólastarfs.
• Hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður.
• Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitar-
félaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).
Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Umsóknum skal skila á
netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.
Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnar-
aðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem
umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri
reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita
leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fús-
lega frekari upplýsingar í síma 470-8700 og 843-9889.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/
eða auglýsa stöðuna að nýju.