Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 10

Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 10
Teikning/Schmidt Hammer Lassen (SHL) Stuðlaborg Mikið er lagt upp úr hönnun íbúðanna. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót. Félagið 105 Miðborg fer með uppbyggingu á fjórum af níu reit- um á Kirkjusandi. Félagið er fag- fjárfestasjóður í rekstri og stýr- ingu Íslands- sjóða. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Ís- landssjóða, segir uppbygginguna tví- skipta. Annars vegar sé byggt á reit- um B, C og D í fyrsta áfanga og hins vegar á reit F í síðari áfanga. F- reitur er stærstur í fermetrum talið en þar verður m.a. 10 hæða hótel- bygging. Framkvæmdir við D-reit hófust í maí í fyrra en þar verða 77 íbúðir í fjölbýlishúsinu Stuðlaborg. Framkvæmdir við fjölbýlishúsið Sól- borg á reit C hófust í ágúst í fyrra- sumar. Á næstu vikum hefjast svo framkvæmdir við skrifstofuhúsið Sjávarborg á B-reit. Hönnuðu Skuggahverfið Danska arkitektastofan Schmidt Hammer Lassen (SHL) hannar íbúðahúsið Stuðlaborg og skrifstofu- húsið Sjávarborg ásamt VA arkitekt- um. SHL hannaði Skuggahverfið og varð í 2. sæti í hönnunarsamkeppni um tónlistarhúsið Hörpu. Kjartan Smári segir stofuna því þekkja hverfið og Reykjavík vel. Stofan hafi komið að mörgum heimsþekktum verkefnum. T.d. hafi hún hannað konunglega bókasafnið Svarta demantinn í Kaupmannahöfn, eina þekktustu byggingu Skandinav- íu. Ákveðið hafi verið að fela stofunni að hanna bæði Sjávarborg og Stuðla- borg við Sæbrautina til að bygging- arnar myndu kallast á. Lóðréttar línur muni einkenna Stuðlaborgina en láréttar línur Sjávarborgina. Jafnframt muni framhlið úr gleri fyrir miðri Sjávarborginni gefa þá tilfinningu að efri hlutinn svífi á þeim neðri. Húsið verður glerbygging sem er brotin upp með svartri álklæðn- ingu. Stuðlaborgin verður hins vegar með gylltri álklæðningu og stórum svörtum steinplötum. Sérhönnuð loftræsting Kjartan Smári segir farnar ýmsar nýjar leiðir við hönnunina og að Stuðlaborg verði eitt vandaðasta íbúðarhúsið í hverfinu. „Í Stuðla- borginni verða ýmis nýnæmi í ís- lenskum íbúðahúsum. Til dæmis verða öll rými að fullu loftræst inn og út. Því þarf ekki að opna glugga til að fá ferskt loft, auk þess sem loft- ræsting tryggir betri loftgæði og er góð vörn gegn raka og ryki. Mikið er lagt upp úr stórum gluggum til að þetta einstaka útsýni njóti sín sem best og fólk geti opnað stofuna hjá sér út á sjó,“ segir Kjartan Smári. Þriðja húsið í fyrsta áfanganum hjá Íslandssjóðum er sem áður segir fjölbýlishúsið Sólborg á C-reit. Þar verða 52 íbúðir sem snúa til suðurs og eru byggðar í kringum opið torg með verslunum á jarðhæð. THG arkitektar og Studio Arnhildur Pálmadóttir hanna húsið. Kjartan Smári segir hér meira horft til þess að byggja fjölbreyttar og vel hannaðar íbúðir. Áherslan sé á að íbúar njóti birtu og sólar. Margar íbúðir verði með stórum þakgörðum. Á jarðhæð verður matvöruverslun og segir Kjartan Smári viðræður við rekstraraðila hafnar. Það mál sé þó trúnaðarmál í bili. Margir á biðlista Kjartan Smári segir mikinn áhuga á íbúðunum. „Þetta eru ekki margar íbúðir. Það er langt síðan nýtt húsnæði kom á markað í Laugarneshverfinu, sem er gamalt og rótgróið hverfi. Því er uppsöfnuð þörf fyrir minni íbúðir og nýjar íbúðir. Margt fólk sem býr í einbýlishúsum vill enda minnka við sig og margir sjá kostina við Kirkju- sand og staðsetninguna.“ A-reitur er í eigu Íslandsbanka. Þar stendur gamla Íslandsbanka- húsið, sem var áður frystihús. Kjartan Smári segir að það hús verði á endanum rifið en að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá Reykjavíkurborg varðandi breyt- ingar á deiliskipulagi reitsins. Húsið hafi verið metið ónýtt vegna raka- skemmda sem aldrei muni svara kostnaði að lagfæra. Þá stingi húsið í stúf við annað skipulag á svæðinu. Því séu mikil tækifæri fólgin í því að endurhugsa skipulag reitsins. Hann segir borgina hafa boðið E- reitinn til sölu í fyrra. Verktakafyrir- tækið Mannverk hafi að lokum hreppt reitinn en að framkvæmdir á honum séu ekki hafnar. Umræddur reitur sé mikilvægur fyrir hverfið. Þar verði enda leikskóli á jarðhæð og blandaðar íbúðir. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Bjarg leigufélag mun byggja íbúðir á reitum I, G og H. Kjartan Smári segir það kröfu í deiliskipulagi Kirkjusands að minnst sjö arkitektastofur komi að hönnun. Fjölbreytnin verði því mikil. Óvissan hefur áhrif Hann segir aðspurður að nokkur óvissa sé á markaðnum. „Einmitt meðan mikil óvissa er með ýmsa hluti, kjarasamninga og umhverfi ferðaþjónustu, er þetta ekki góður markaður fyrir neina eignaflokka. Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað og markaður með hlutabréf og annað slíkt einnig. Það er alveg ljóst að þetta ástand mun skýrast mikið á næstu vikum og óvissan mun minnka. Þá munu markaðir einnig taka við sér. Við höldum því okkar striki á fullri ferð en sölutímabilið hjá okkur er ekki hafið. Auk þess er engin pressa á okkur að selja hratt. Verkefnið er fullfjármagnað – og mjög vel – með gríðarlega sterkum eigendum. Í þeim hópi eru fagfjárfestar, bæði lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Við ætlum að gera þetta vel og vinna íbúðirnar inn á markaðinn eftir því sem hann þróast. Vonandi verður óvissutíminn ekki langur, hann hefur skaðleg áhrif á allt viðskiptalíf á landinu,“ segir Kjartan Smári. Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor  Fyrstu íbúðirnar afhentar á næsta ári  Danskir arkitektar hanna tvær bygginganna við Sæbraut  Framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir nýjar leiðir farnar við hönnun fjölbýlishússins Stuðlaborgar Teikning/Schmidt Hammer Lassen (SHL) Sjávarborg Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Teikning/THG arkitektar og Studio Arnhildur Pálmadóttir Sólborg Stefnt er að afhendingu íbúða í þessu fjölbýlishúsi á næsta ári. 105 miðborg – Kirkjusandur Sundlaugavegur Kirkjusandur Sæ br au t Kringlum ýrarbraut La ug ar ne sv eg ur Ha llg er ða rg at a B C D F Re itu r Atvinnu- húsn. (m2) Íbúðir (m2) Alls (m2) Fjöldi íbúða Framkv. hófust/ lokið B 6.350 6.350 0 ekki hafnar/2021 C 1.750 5.500 7.250 52 ágúst 2018/ sumar- haust 2019 D 8.500 8.500 77 maí 2018/ vor-sumar 2019 F 16.450 3.000 19.450 30 ekki hafnar/lok árs 2022 Alls 24.550 17.000 41.550 159 Heimild: 105 Miðborg Kjartan Smári Höskuldsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 5. apríl 2019 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Eins og Kjartan Smári Höskuldsson nefnir í viðtalinu hér fyrir ofan hefur óvissa í efnahagslífinu haft neikvæð áhrif á íbúðamarkað. Hún hefur líka áhrif á markaðs- setningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Fram hefur komið að ÞG Verk hefur hægt á sölu nýrra íbúða á Hafnartorgi. Þar verða um 70 lúxusíbúðir í nokkrum húsum. Rætt var um að verð dýrustu íbúðarinnar á Hafnartorgi gæti orðið 300-400 milljónir. Þá kom fram í Morgunblaðinu í fyrrahaust að verð nýrra íbúða á Austurhöfn, gegnt Hafnartorgi, yrði auglýst um síðustu áramót. Fulltrúi verkefnisins segir söl- unni hafa verið frestað um nokkra mánuði. Hún hefjist með vorinu eða í sumarbyrjun. Ástæðurnar séu fjölþættar og lúti ekki einvörðungu að óvissu í efnahagslífinu. Ákveðið hafi verið að hefja söluna þegar sýningaríbúð væri tilbúin. Kaup- endur að slíkum íbúðum séu kröfu- harðir. Þá hefur sala íbúða á Hverfisgötu 85-93 ekki hafist en væntingar voru um að hún hæfist snemma á árinu. Salan mun vera í undirbúningi. Af öðrum dæmum má nefna að óvissa er um uppbyggingu í Vestur- bugt, sem er fyrirhugað hverfi við Slippinn við Reykjavíkurhöfn. Fjallað var um málið í Viðskipta- blaðinu, en þar sagði að fram- kvæmdir ættu að hefjast um mitt síðasta ár. Fjármögnun hefði ekki gengið eftir og „óvíst hvort eða hvenær henni lýkur“. Sala nýrra íbúða er víða hæg í miðborginni. Á Hverfisgötu 94-98 fóru 38 nýjar íbúðir í sölu í júní í fyrrasumar. Níu af þeim eru seldar. Á Frakkastígsreit við Hverfisgötu eru 34 af 63 íbúðum seldar, sam- kvæmt söluvefnum Frakkastígs- reitur.is. Sala íbúðanna hófst í nóvember 2017. Hægja á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborginni  Verkefni í biðstöðu  Fjárfestar horfa til óvissu á markaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.