Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
✝ Steindór V.Sigurjónsson
fæddist í Reykjavík
26. júlí 1943. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 14.
mars 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Haf-
dal Guðjónsson
málari, f. 10. febr-
úar 1921, d. 4. des-
ember 1978, og
Guðfinna Halldóra Steindórs-
dóttir húsmóðir, f. 30. ágúst
1926, d. 11. mars 1984. Steindór
var elstur í fimm systkina hópi,
næst var Þuríður Hafdal, f. 7.
október 1946, d. 30. júlí 1978,
Guðmundur, f. 21. október 1948,
d. 25. nóvember 2001, Val-
gerður, f. 1. desember 1950, og
Guðfinna, f. 14. mars 1956.
26. júlí 2013 giftist Steindór
eftirlifandi eiginkonu sinni
Hjördísi Hilmarsdóttur, f. 19.
apríl 1951. Þau hófu sambúð 1.
janúar 1995. Hjördís er dóttir
Aðalheiðar Bergsteinsdóttur
húsmóður frá Reykjavík, f. 31.
unnusti hennar er Davíð Rafn
Kristjánsson, f. 1. apríl 1982.
Stjúpsonur Hjördísar er Rafn
Óttar Gíslason, f. 1. apríl 1967,
kona hans er Guðrún Brands-
dóttir, f. 2. janúar 1983.
Barnabörn Steindórs og Hjör-
dísar eru 16 og barnabarna-
börnin fimm.
Steindór bjó í Reykjavík til
2003 er hann flutti á Fljótsdals-
hérað að Gunnlaugsstöðum þar
sem hann bjó ásamt Hjördísi til
dauðadags. Steindór hóf starfs-
feril sinn sem ungur maður hjá
föður sínum við málarastörf og
nam síðar sjálfur málaraiðn og
starfaði sem málari mestan
hluta ævinnar. Síðar starfaði
Steindór sem málari með bróður
sínum, bræðrabörnum, sonum
og stjúpsyni.
Steindór stundaði AA-fundi í
Reykjavík í áratug, allt þar til
hann flutti á Austurland. Fyrir
25 árum náði hann tökum á
Bakkusi og veitti síðar ófáum
öðrum liðsinni í baráttunni við
áfengisbölið.
Síðustu fimmtán árin ræktaði
Steindór ásamt konu sinni Si-
berian Husky-hunda undir nafni
Múlaræktunar.
Útför Steindórs fer fram frá
Garðakirkju í dag, 22. mars
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
ágúst 1929, og
Hilmars Bjarnason-
ar sendibílstjóra
frá Sumarliðabæ í
Rangárvallasýslu,
f. 23. ágúst 1930, d.
9. júní 2009. Fyrri
kona Steindórs var
Áslaug Magnús-
dóttir, f. 9. ágúst
1940, þau skildu.
Börn Steindórs og
Áslaugar eru: 1)
Magnús, f. 23. júlí 1965, kona
hans er Ellý H. Guðmundsdóttir,
f. 26. mars 1968. 2) Sigurjón, f.
21. maí 1967, kona hans er Sól-
björg Reynisdóttir, f. 18. febr-
úar 1964. 3) Guðfinna, f. 15.
mars 1969. 4) Steindór, f. 27. júlí
1971.
Börn Hjördísar eru: 1) Hilmar
Gunnlaugsson, f. 20. apríl 1969,
kona hans er Stefanía Valdi-
marsdóttir, f. 20. mars 1970. 2)
Sæmundur Þór Sigurðsson, f. 9.
september 1974, kona hans er
Bergþóra Kristjánsdóttir, f. 22.
janúar 1978. 3) Dagný Berglind
Gísladóttir, f. 27. janúar 1985,
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Steindór V. Sigurjóns-
son sem lést 14. mars síðastlið-
inn.
Steini, eins og hann var
ávallt nefndur, var afar sterkur
persónuleiki með ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefn-
um en hann var með léttan og
skemmtilegan húmor. Þannig
voru fyrstu kynni mín af Steina
og mannkostum hans. Hann
bar líka mikla umhyggju fyrir
dýrum. Það var unun að fylgj-
ast með hve sterk tengsl voru
milli hans og husky-hundanna
sem þau hjón, Hjördís Hilmars-
dóttir, ræktuðu af mikill alúð
og kunnáttu enda bæði miklir
dýravinir og náttúruunnendur.
Við Aðalheiður, tengdamóðir
hans, heimsóttum hann og
Hjördísi til Gunnlaugsstaða.
Það voru afar ánægjulegar
ferðir, Steini og Hjördís ásamt
hjörðinni sinni sem stóðu í röð-
um við hliðið og heilsuðu okkur
á sinn hátt. Það eru yndislegar
minningar sem við eigum frá
þessum heimsóknum sem við
nutum í ríkum mæli.
Steini átti við vanheilsu að
stríða síðustu ár sem voru hon-
um afar erfið, en húmorinn var
alltaf til staðar. En sláttu-
maðurinn slyngi hafði betur að
lokum. Steini lést eins og fyrr
segir þann 14. mars á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Við Aðal-
heiður þökkum Steina fyrir
vegferð hans og vottum Hjör-
dísi og aðstandendum hans
okkar dýpstu samúð. Veri hann
að eilífu góðum vættum falinn.
Aðalheiður Bergsteinsdóttir
og Aðalsteinn Dalmann Ok-
tósson.
„Það er alltaf sól á Egils-
stöðum.“
Steini fluttist búferlum með
móður minni frá höfuðborginni
til nágrennis Egilsstaða fyrir
ríflega 15 árum síðan. Hann
var búinn að missa starfsorku
sína, hafði nokkrum árum áður
verið greindur með stækkandi
hjarta og lungnasjúkdóm. Þá
voru líklega um þrjú ár eftir af
þeim sjö sem læknar höfðu gef-
ið honum vonir um ólifuð þegar
hann greindist. Ég hafði um
nokkurt skeið reynt að selja
Austurlandið fyrir honum, ekki
síst með staðhæfingum um hið
milda loftslag sem hér ríkir. Að
það væri alltaf sól á Egils-
stöðum. Það tókst að ná þeim
skötuhjúum austur. En það var
ekki söluræðan mín sem réð
för.
Það var ástin. Hann elti ást-
ina.
Er það ekki ótrúlegt, að því
meira sem þú elskar einhvern,
því meira áttu aflögu af ást fyr-
ir aðra?
Steini. Ég náði aldrei að
þakka þér. Fyrir það sem þú
varst henni mömmu. Í nábýli
okkar síðustu 15 árin hef ég
séð gagnkvæma ást ykkar
þróast og dýpka með sérstök-
um hætti. Þinn svarti húmor og
hrjúfa skinn voru það sem birt-
ist í fyrstu en þú mýktist og
varðst opnari um tilfinningar
eftir því sem árin liðu. Þín ást
varð dýpri. Þín sól reis á hverj-
um degi á Gunnlaugsstöðum og
veitti þeim hlýju sem bjuggu
þar, komu þangað eða tengdust
ykkur.
Það er líklega ekki fyrr en
nú þegar þú ert fallinn frá, sem
ég átta mig fyllilega á hve
djúpstæð tengsl ykkar mömmu
voru. Ást. Vinir. Félagar. Svo
ólík, en samleið ykkar óx með
hverju ári. Faðmlag þitt pass-
aði móður minni líkt og vett-
lingur hönd sem leitar hlýju.
Líklega er fátt sem endur-
speglar ykkar samband betur
en hundarnir ykkar. Umhirðan,
tilfinningarnar, stoltið. Vin-
áttan. Ekki eingöngu þeir
hundar sem nutu þess að búa á
Gunnlaugsstöðum, heldur allir
sem Múlaræktuninni tilheyrðu
og fjölskyldur þeirra.
Þú fékkst mun lengra ævi-
kvöld en búast mátti við fyrir
20 árum. Ljóst er að þar hefur
hamingja ykkar mömmu með
hvort annað, hundana ykkar og
aðstæður á Gunnlaugsstöðum
haft mikil áhrif. Þú áttir mót-
leik við sjúkdóminum sem lýsti
sér með stækkandi hjarta, þú
leyfðir því líka að stækka til-
finningalega.
Þó Skuggi og Berg gangi nú
um og leiti vinar síns og hús-
bónda og þó móðir góð, þú
komir ei lengur heim í fé-
lagsskap Steina, þá er eitt víst.
Það verður alltaf sól á Gunn-
laugsstöðum.
Elsku Sigurjón, Guðfinna,
Magnús, Steindór og fjöl-
skyldur. Við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur
vegna fráfalls föður ykkar,
tengdaföður, afa og langafa.
Hilmar, Stefanía
og fjölskylda.
Steini frændi... Hvar byrjar
maður að skrifa um svona kar-
akter. Það var alltaf gaman að
hitta eða heyra í Steina frænda,
þó það hafi verið of sjaldan eins
og gerist. Alltaf mátti eiga von
á kommenti sem kom gersam-
lega af kantinum. Rétt að hafa
þau ekkert eftir hér.
Ég vann með þeim bræðrum,
Steina og pabba, eitt sumar í
málningunni og þeir létu sér
ekki leiðast í vinnunni. Brand-
ararnir leyndust í hverju horni,
við máluðum meðal annars lög-
reglustöðina í Hafnarfirði sem
var drjúg uppspretta.
Kapp var oft meira en forsjá
þegar þurfti að koma málningu
á, í veðurfari sem lítt er treyst-
andi.
Eins og þegar körfubíll í
fullri reisn með þá bræður hall-
aði sér til hliðar, blessunarlega
upp að húsinu. Álstigar voru
framlenging á þá líkt og stultur
og þeir fóru jafnan ekki niður
til að færa þá til, stukku frekar
í stiganum til hliðar.
Svo var um hávetur keyrt á
Ísafjörð til að mála bæinn
(hvítan í það skiptið) á smábíl í
snarvitlausu veðri yfir heiðar.
Allt gekk þetta þó stórslysa-
laust, svo líklega var þetta ekki
alveg jafn kærulaust og það leit
út fyrir óhörðnuðum strump-
inum mér.
Þeir áttu það líka sameig-
inlegt bræðurnir að vera miklir
dýravinir og áttu ófáa páfa-
gauka og hunda í gegnum
tíðina. Páfagaukunum var
kennd alls kyns vitleysa sem
gaman var að koma fólki á
óvart með þegar síst skyldi.
Það var skemmtileg viðbót
þegar Steini skellti sér á Fa-
cebook á gamals aldri, þar
skein húmorinn sem og dýra-
vinurinn sterklega í gegn.
Steini fór svo algerlega í
hundana þegar flutt var austur
og hefði sennilega hvergi unað
sér betur og alltaf var gaman
að heimsækja „frænda sem á
hundana“, eins og sú stysta
kallaði hann, þegar sumarleyfin
lágu á Austurlandið.
Elsku frændsystkini og
Hjördís, við samhryggjumst
innilega í missi ykkar.
Steindór og fjölskylda.
„Hæ elskan mín,“ var alltaf
það fyrsta sem þú sagðir við
mig þegar við hittumst og það
var líka það síðasta sem þú
sagðir við mig þegar ég hélt í
höndina á þér. Mikið þykir mér
vænt um þá stund. Það var
dýrmætt að fá að fylgja þér síð-
asta spölinn, elsku Steini.
Þið pabbi voruð mjög líkir.
Bæði í útliti og með góðan
húmor sem þið báðir hélduð í
eins lengi og þið höfðuð heilsu
til.
Þú áttir það til að spyrja
spurninga í fjölskylduboðum
hátt svo allir heyrðu um ým-
islegt, sumt óviðeigandi en það
framkallaði alltaf bros. Þetta
varst þú, skemmtilegur með
þinn gálgahúmor.
Við hittumst ekki oft en þeg-
ar við hittumst þá áttum við
góðar stundir. Nú síðast síðast-
liðið sumar þegar við systur
ásamt fjölskyldum komum
austur til ykkar Hjördísar að
skoða hvolpana.
Nú hafa bæst við fleiri fal-
legar stjörnur á himininn.
Bræðurnir eru saman á ný.
Hvíldu í friði, kæri frændi,
minning þín er ljós sem lifir.
Þín,
Ástrós.
Steini, mágur okkar og vin-
ur, var alltaf í okkar huga
Steini hennar Hjördísar, stóru
systur okkar og leiðtoga í átta
barna fjölskyldu af Óðinsgöt-
unni. Hann var sambýlismaður
hennar og vinur, síðar eigin-
maður, í mörg ár og þau voru
flott saman, eins ólík og þau
voru.
Þau voru þó samrýnd í
hundarækt og hundauppeldi og
það var magnað að sjá sam-
band Steina við Husky-
hundana þeirra og gagnkvæma
væntumþykju og virðingu milli
hunda og manns. Steini var
höfðingi heim að sækja, eldaði
góðan mat og gerði vel við þá
gesti sem komu til þeirra Dísu
á Gunnlaugsstaði, skammt utan
við Egilsstaði.
Reyndar tuðaði hann gjarn-
an við gestakomur, sagði stund-
um „eruð þið komin, aftur“ við
fólk sem hann hafði ekki séð í
langan tíma.
En það var húmorinn hans.
Hann átti það til að nefna
„reikninginn“ við fólk, áður en
það yfirgaf Gunnlaugsstaði og
þóttist þá ætlast til að fólk
greiddi fyrir gistingu og mat.
Við elskuðum Steina og húmor-
inn hans, gráan og stundum
svartan. Og hann kunni vel að
meta þegar fólk svaraði honum
í sömu mynt.
Nú hefur þessi góði og
skemmtilegi maður kvatt þessa
jarðvist og eftir situr söknuður
og sorg, ekki síst hjá elsku
stóru systur okkar, Hjördísi,
sem sér ekki bara á bak eigin-
manni sínum heldur besta vini.
Megi algóður Guð styrkja
Hjördísi og fjölskyldu, börn
Steina og fjölskyldur þeirra í
sorginni.
Guð blessi minningu Stein-
dórs V. Sigurjónssonar.
Hörður, Bergrós og Jón
Hilmar Hilmarsbörn og
fjölskyldur.
Steini var vinur minn og
ríkti gagnkvæm væntumþykja
og virðing okkar á milli. Kynni
okkar hófust sumarið 2010 þeg-
ar ég var svo lánsöm að kynn-
ast hans góðu konu, Hjördísi
Hilmarsdóttur, sem síðan þá
hefur verið mín besta vinkona.
Þau sjö ár sem ég bjó á Egils-
stöðum var ég tíður gestur á
heimili þeirra hjóna að Gunn-
laugsstöðum.
Steini var listakokkur og því
mikill happafengur í því þegar
hann bauð mér í mat sem hann
gerði gjarnan.
Ég á fjölmargar ljúfar og
góðar minningar frá samskipt-
um okkar, ein stendur þó upp-
úr; Það er fallegur sumardag-
ur, logn, sól og við tvö sitjum
undir húsvegg á Gunnlaugs-
stöðum, Skuggi liggur við fæt-
ur Steina og hinir hundarnir
ekki langt undan, öll njótum við
góða veðursins.
Þá fer Steini að segja mér
frá því hve þakklátur hann sé
fyrir það líf sem hann eigi með
Hjördísi og hundunum á Gunn-
laugsstöðum.
Hann sagði mér frá lífi sínu
Steindór V.
Sigurjónsson
✝ EiríkurÁgústsson
fæddist í Hafnar-
firði 29. nóvember
1919. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 8.
mars 2019.
Eiríkur var son-
ur hjónanna
Ágústs Magn-
ússonar skipstjóra,
f. 2. ágúst 1888 í
Tungu í Grafningi, d. 10. októ-
ber 1950, og Sesselju Eiríks-
dóttur húsfreyju, f. 3. febrúar
1885 í Biskupstungum, d. 21.
mars 1960. Systkini Eiríks voru
Þórarinsson, þau eiga þrjár
dætur, Áslaugu Ósk, Björgu og
Sólveigu. 2) Hafstein, f. 27.
nóvember 1950, dóttir hans er
Linda Björk, 3) Ágúst Þór, f. 27.
nóvember 1957, kvæntist Guð-
björgu Þórisdóttir, þau skildu.
Börn þeirra eru Haukur Þór, Ei-
ríkur Þór, Davíð Hringur og
Tirsa Sól. Unnusta Ágústar Þórs
er Ratdawan Khampranom. 4)
Haraldur Ragnar Ólafsson, f. 4.
júlí 1962, eiginkona hans er Haf-
dís Jensdóttir, dóttir hennar er
Berglind Eir Magnúsdóttir.
Barnabarnabörn Eiríks og Ás-
laugar eru tólf talsins.
Síðustu árin bjó Eiríkur á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Eiríks fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22.
mars 2019, klukkan 13.
þau Hildur Guðrún
húsfreyja, f. 19.
september 1922, d.
6. nóvember 1966,
og Sigurbjörn húsa-
smiður, f. 29. mars
1924.
Eiríkur kvæntist
Áslaugu Eyþórs-
dóttur, f. 20. nóv-
ember 1922, d. 12.
október 2011, þann
19. mars 1949. Þau
eignuðust þrjú börn og tóku að
sér eitt fósturbarn, Harald
Ragnar son Hildar Guðrúnar, 1)
Sesselju, f. 2. júní 1949, eigin-
maður hennar er Alfreð Dan
Nú hefur pabbi kvatt þennan
heim en hann hefði orðið 100
ára síðar á árinu. Pabbi ólst upp
í Blöndalshúsi, Suðurgötu 9 í
Hafnarfirði. Átta ára gekk hann
í Barnaskóla Hafnarfjarðar og
22 ára hóf hann nám í skipa-
smíði við Iðnskólann í Hafnar-
firði, þaðan sem hann útskrif-
aðist skipasmiður 1945. Starfaði
hann við skipasmíðar eftir það,
fyrst hjá Júlíusi Nýborg í 11 ár
og þar á eftir með Sigurbirni
bróður sínum í tvö ár. Árið 1958
hóf hann störf í skipasmíðastöð-
inni Bátalóni við Hvaleyrarlón
og vann þar til ársins 1991 er
hann lét af störfum.
Áður en pabbi lærði skipa-
smíði vann hann ýmis störf,
m.a. sem sendisveinn hjá versl-
un Þorvaldar Bjarnasonar á
Strandgötunni, við bílaviðgerðir
hjá frænda sínum Sveinbirni
Magnússyni í Skuld, við vega-
gerð og hjá breska hernum á
stríðsárunum. Þrjú sumur var
hann á síldveiðum á Málmey og
togaranum Rán. Síðar fór hann
nokkra túra sem smyrjari á
flutningaskipinu Vatnajökli í
sumarleyfum sínum þegar hann
vann í Bátalóni.
Pabbi kynntist mömmu árið
1945 og giftu þau sig 1949.
Eignuðust þau þrjú börn auk
þess að taka eitt í fóstur.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau á Suðurgötu 73 í Hafn-
arfirði en fluttu árið 1958 í hús
sem þau reistu sér við Birki-
hvamm 4 í Hafnarfirði. Birki-
hvammurinn var þeirra heimili
og athvarf allt þar til mamma
fór á hjúkrunarheimili 2008 og
pabbi fór á Hrafnistu 2010.
Mamma lést árið 2011.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og naut þess að búa fjöl-
skyldu sinni gott heimili og
styðja börn sín og síðar barna-
börn sem best hann gat. For-
eldrar okkar höfðu gaman af
því að ferðast og skoða landið
og gerðu það jafnan þegar tæki-
færi gafst. Árið 1964 eignuðust
þau sinn fyrsta bíl, Ford
Zodiac, og var það talsverður
viðburður. Bíllinn var óspart
notaður til ferðalaga um landið
á sumrin. Um helgar var farið í
styttri ferðir í námunda við
Hafnarfjörð eða farið á Þing-
velli og Gullfoss. Árið 1995 fóru
pabbi og mamma í ferðalag til
útlanda. Fóru þau með Nor-
rænu frá Seyðisfirði til Færeyja
og Danmerkur. Þaðan var keyrt
til Þýskalands, Svíþjóðar og
Noregs, og svo var ekið að nýju
um borð í Norrænu og siglt
heim. Ferðin var eina utan-
landsferð mömmu og eina
skemmtiferðin til útlanda hjá
pabba og var hún lengi í minn-
um höfð.
Þegar tími gafst til sinnti
pabbi áhugamálum sínum sem
voru fjölmörg og tengdust fjöl-
skyldunni aðallega. Hann hafði
gaman af því að veiða og taka
ljósmyndir en filmurnar fram-
kallaði hann sjálfur. Þá höfðu
pabbi og mamma gaman að því
að fara í leikhús og kirkjuferðir
á sunnudögum og á jólum og
páskum voru fastur liður hjá
þeim. Heilsa pabba var að jafn-
aði góð en erfið störf við skipa-
smíðar tóku sinn toll.
Síðustu árin dvaldi hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Naut
hann þar góðrar umönnunar og
félagsskapar og eignaðist þar
marga góða vini sem hann mat
mikils og batt traust bönd við.
Ég minnist föður míns sem lít-
illáts, ósérhlífins og duglegs
manns sem naut sín best í faðmi
fjölskyldu og vina.
Pabbi, ég vil þakka þér sam-
fylgdina og fyrir allar þær góð-
ar stundir sem við áttum
saman.
Hvíl í friði.
Hafsteinn.
Með fáeinum orðum minnist
ég elsku afa míns, Eika afa,
eins og ég kallaði hann alltaf.
Hann hefði orðið 100 ára í lok
nóvember. Við ræddum stund-
um hvað hann væri búinn að
upplifa miklar breytingar á
sinni löngu ævi. Það er sárt að
missa ástvin sem hefur verið
hluti míns daglega lífs frá því
ég man eftir mér. Ótal minn-
ingar sækja á hugann um góðan
mann. Fyrstu ár ævi minnar
bjuggu foreldrar mínir í risinu á
Birkihvamminum hjá ömmu og
afa og alla mína æsku leit ég á
heimili þeirra sem mitt annað
heimili. Okkur systrum þótti
alltaf gott að koma í heimsókn á
Birkihvamminn enda ætíð mjög
velkomnar.
Afi var einstaklega glaðlynd-
ur og ljúfur maður, alltaf blístr-
andi eða syngjandi og aldrei sá
ég hann skipta skapi. Ég man
eftir því þegar hann kom heim í
hádegismat úr vinnunni í Báta-
lóni og fékk sér í pípuna sína.
Mér þótti alltaf lyktin svo góð
af tóbakinu hans, þessi afalykt,
og svo fór hann aftur í vinnuna
með Thermos-kaffibrúsann sinn
með sér.
Afi var alltaf vel til fara og
ávallt með sixpensarann á
Eiríkur Ágústsson