Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Áslaug Jóels-dóttir fæddist í Reykjavík 16. desember 1921. Hún lést á Land- spítalanum 11. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jóel Bæringsson sjó- maður, f. 10. júní 1887, d. 26. febr- úar 1961, og Mar- grét Ásmundsdóttir húsmóðir, f. 18. ágúst 1893, d. 14. október 1963. Áslaug giftist Sverri Arn- grímssyni kennara, f. 30. júní 1918, d. 9. apríl 2008. Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur Einarsson bóndi, f. 5. júlí 1863, september 1948. Maki hennar er Trausti Aðalsteinn Egilsson, f. 5. ágúst 1949, eiga þau fimm börn og 13 barnabörn. 4) Jóel, f. 14. júlí 1950. Maki hans er Guðfinna Kolbrún Guðnadóttir, f. 26. nóvember 1950, og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Barns- móðir Sigríður Aðalbjörns- dóttir, f. 19. nóvember 1953, og eiga þau eitt barn og þrjú barnabörn. 5) Sveinn Áki, f. 23. ágúst 1955. Maki hans er Ragnhildur Pála Tómasdóttir, f. 23. októ- ber 1958. Áki á tvö börn og þrjú barnabörn úr fyrra sam- andi og Ragnhildur á eitt barn og eitt barnabarn. 6) Arngrímur, f. 9. febrúar 1958. Maki hans er Steinþóra Guðmundsdóttir, f. 5. ágúst 1957, og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Útför Áslaugar fer fram frá Kópavogskirkju 22. mars 2019 klukkan 13. d. 22. febrúar 1936, og Guðný Árna- dóttir, f. 11. mars 1875, d. 12. apríl 1946. Börn Áslaugar og Sverris eru 1) Guðný, f. 6. febr- úar 1944. Maki hennar var Þór Er- ling Jónsson, f. 17. janúar 1939, d. 16. september 1986. Þau eiga sjö börn, 10 barna- börn og þrjú barnabarnabörn. 2) Margrét, f. 27. júlí 1945. Maki hennar er Guðmundur Hafsteinn Friðgeirsson, f. 26. júlí 1944, eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. 3) Guðrún Vigdís, f. 21. Áslaug tengdamóðir mín lést á hjartadeild Landspítalans 11. mars á nítugasta og áttunda aldursári. Áslaug fæddist í Reykjavík 16. desember 1921. 15 ára fór Ás- laug út til Danmerkur til móður- systur sinnar og var þar fram yf- ir stríð. Í Danmörku kynntist Áslaug eiginmanni sínum, Sverri Arngrímssyni. Fljótlega eftir heimkomuna frá Danmörku byggðu þau sér heimili að Kópavogsbraut 51 og bjuggu þar alla tíð. Áslaug og Sverrir eignuðust sex börn og eru afkomendur þeirra í dag orðnir 71. Ég vil minnast þín með nokkr- um orðum, elsku tengdamamma. Gæska þín og hjálpsemi var ein- stök. Fljótlega eftir kynni mín og Gunnu Viggu bauðstu mig vel- kominn inn á þitt heimili þó margir væru munnarnir fyrir. Hæfileikar þínir og dugnaður að halda utan um stórt heimili sýndi sig þegar þú vaknaðir fyrst og hafðir til morgunmat, smurðir nesti fyrir alla og vaktir svo hóp- inn til að koma okkur ýmist í skóla eða vinnu. Í þrjú ár bjugg- um við hjá þér með frumburð okkar sem þú passaðir á meðan við fórum í skóla og vinnu. Var það ómetanleg hjálp. Þegar við flugum úr hreiðrinu og hófum búskap á Súganda hélstu áfram að dekstra við okk- ur með því að prjóna og sauma öll föt á börnin okkar hvort sem það voru útigallar eða jólafötin. Þar varst þú á heimavelli því þú lærðir saumaskap hjá Kantes í Kaupmannahöfn og aldrei fóru prjónarnir úr höndum þínum. Held ég að þú sért búin að prjóna peysur, vettlinga og sokka, ekki í tugatali heldur hundraðatali enda er hópurinn þinn orðin stór, 71 beinir afkom- endur. Þú sagðir mér að til að þú myndir nöfn allra þinna afkom- enda væri gott að rifja upp nöfn þeirra fyrir svefninn og það gerðir þú fram að síðasta dag. Alla tíð varst þú heilsuhraust og ekki man ég eftir að þú hafir fengið flensu og talaðir þú oft um að þú hafir aldrei fengið svo mik- ið sem höfuðverk. En öll lútum við þó í lægra haldi fyrir Elli kerlingu og í þínu tilfelli voru það fæturnir þínir sem gáfu sig hægt og hægt. Þá var gott fyrir okkur hjónin að geta greitt þér svolítið upp í gæskuskuldina með því að búa hjá þér og vera þér innan handar eftir fráfall tengdapabba. Síð- ustu árin þín fórstu þrjá daga í viku í Sunnuhlíð í dagdvöl sem þér þótti ánægjulegt. Sótti ég þig þangað og áttum við þá oft gott spjall heima yfir pepsídós, sem við skiptum bróðurlega á milli okkar og þótti okkur þessar stundir dýrmætar. Farið var yfir víðan völl og sagðir þú mér frá t.d. lífi þínu í Kaupmannahöfn og rifjaðir upp gamla tíð . Að síðustu er hér vísa sem mér finnst eiga vel við Mundu mig, ég man þig, margt þó breytast kunni. Alltaf mun ég elska þig í endurminningunni. Hvíl í friði, elsku tengda- mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Trausti. Mig langar að minnast ömmu minnar, Áslaugar Jóelsdóttur, sem nú er látin á 98. aldursári. Þegar ég var lítil hitti ég ömmu og afa í Kópavogi bara á sumrin þar sem við fjölskyldan bjuggum úti á landi. Í þá daga var ekki eins algengt að ferðast lands- hluta á milli að vetrarlagi eins og nú er. Það var alltaf gaman að koma á Kópavogsbrautina og í minningunni var garðurinn í kringum húsið ótrúlega stór og kartöflugeymslan sem þar var dularfull og spennandi. Hægt var að labba upp á þakið á henni þar sem hún var hálfniðurgrafin. Við systkinin gerðum okkur það oft að leik að stökkva niður af þakinu sem okkur þótti býsna hátt þá, þótt eitthvað virðist hæðin hafa minnkað síðan. Ærsl- in á Kópavogsbrautinni áttu sér þó takmörk því afi lagði sig eftir hádegismatinn og þá þurfti að hafa hljótt. Ekki man ég eftir því að amma hafi hallað sér en hún sá um að afi fengi næði. Sjálf var hún alltaf að vinna eitthvað í höndunum. Þegar ég var ung- lingur naut ég góðs af því að hún saumaði flíkur fyrir verslanirnar Flóna og Kjallarann. Þegar gerð voru prufueintök voru þau nefni- lega oft í minni stærð. Amma klippti efnið sköruglega með stórum sníðaskærum og þurfti aldrei að festa eitt eða neitt niður með títuprjónum. Allt sem hún saumaði smellpassaði á þann sem flíkina fékk – kjólar, pils, blússur og jakkaföt. Þegar ég var 12 ára ferðuðumst við saman til Danmerkur og amma rifjaði oft upp hve duglegar við vorum að mæla göturnar í þeirri ferð. Í seinni tíð man ég helst eftir ömmu í „stóra herberginu“ með prjónana sína en hún prjónaði listavel fram á síðasta dag. Ég kveð ömmu með miklu þakklæti, blessuð sé minning hennar. Rakel Guðmundsdóttir. Elsku amma. Mikið óskaplega var það erfitt og sárt að fá símtalið um að þú værir að kveðja, og þráði ég ekk- ert heitara en að vera þér við hlið og fá að halda í hönd þína og segja þér í hinsta sinn hve mikið mér þykir vænt um þig og hversu þakklátur ég er fyrir allt það sem þú gafst mér. Minning- arnar sem þotið hafa um kollinn undanfarna daga eru svo ótal margar og allar eiga þær það sameiginlegt að ylja mér um hjartarætur. Það er nefnilega þannig, elsku amma, að án þín væri líf mitt ekki eins og það er í dag, um það er ég alveg viss um. Ég mun aldrei gleyma þeirri stund þegar við sátum saman og ræddum það sem skipti okkur mestu máli og þú tókst af mér loforðið um að reyna eins vel og ég gæti. Fyrir þessa stund okkar verð ég ævinlega þakklátur. Það var stutt í brosið hjá þér og inn- an seilingar var hláturinn, mikið vildi ég fá að heyra hann aftur. Hve sárt ég sakna þín. Ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð hjartans vinur minn. (Sverrir Stormsker) Heimili þitt og afa var oftar en ekki einn stór leikvöllur og var borðið inni í stóra herbergi yf- irleitt tjaldið sem við bjuggum til með því að setja teppi yfir það, saumaherbergið var vinnustað- urinn og pappaspjöldin undan efnunum þínum oftar en ekki gít- arar eða önnur nauðsynleg tæki og tól í leikinn. Þegar farið var í feluleik var það bæði skylda og nauðsyn að fela sig í fataskápn- um á ganginum og kom það stundum fyrir að allir þeir sem leitað var að voru saman komnir þar inni. Ég vissi fátt betra en að gista hjá ykkur afa og mikið sem þú varst klár að bæta götin á buxunum, það fannst mér æði að vera með stórar bætur, hvora sínum megin, og renna mér á hnjánum eftir gólfinu. Fastur lið- ur í heimsóknum til þín var rist- að brauð með osti og kalt kakó, helst með röri í svo hægt væri að blása og búa til kúlur. Vinsæl- asta sportið í garðinum var að klifra upp á kartöfluskúrinn og hoppa niður, tína berin (helst beint í munninn) og hlaupa í kringum húsið. Já, amma mín, það voru forréttindi að fá að vera hjá þér og að hafa þig í mínu lífi og ég veit að gulldrengirnir þínir eru sama sinnis. Sú sannreynd sturlar mig að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. (Sverrir Stormsker) Núna ert þú komin í sumar- landið bjarta og vil ég trúa því að Egill bróðir og Sverrir afi hafi tekið á móti þér opnum örmum til að fylgja þér inn um hliðið til Guðs. Minning þín lifir í hjarta mínu, elsku amma, og öllum þeim sem fengu að kynnast þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Með ástarkveðju og þökk, Aðalsteinn Egill Traustason. Nú eru afi og amma á Kópa- vogsbraut bæði látin. Afi Sverrir lést árið 2008 og amma Áslaug 11. mars síðastliðinn. Það er skrítið til þess að hugsa að nú sé hvorugt þeirra heima á Kópa- vogsbraut 51, en þar bjuggu þau frá árinu 1950. Við gátum alltaf gengið að því sem vísu að alla- vega annað þeirra væri heima og útidyrahurðin var alltaf ólæst. Þegar það var nefnt við ömmu á sínum tíma, hvort hún vildi ekki læsa hurðinni, þá fannst henni það alger óþarfi, það var jú svo huggulegt að heyra einhvern koma inn ganginn og inn í stóra herbergi þar sem hún sat og prjónaði. Oftast var það eitthvert okkar afkomenda hennar, sem nú erum orðin 79 talsins. Afi og amma voru höfðingjar heim að sækja, þau voru alltaf glöð að sjá okkur og sýndu því sem við vorum að gera í okkar lífi áhuga. Þegar við bjuggum fyrir norðan og komum i heim- sókn suður, var fátt betra en að koma i hádegismat til ömmu Kóp eins og við kölluðum hana. Þar var Dönsk frokosthefð í háveg- um höfð, dökkt brauð með lifr- arkæfu, þorskhrogn, síld og makríll svo eitthvað sé nefnt. Brauðið var einhvern veginn bara miklu betra hjá ömmu, sem blöskraði nú oft hversu mikið við gátum borðað. Amma Kóp var smekkkona. Á árum áður vann hún sem sauma- kona og við vorum svo heppin að fá frá henni heimasaumaðar tískuflíkur, meira að segja með miða í! Í seinni tíð sat hún flest- um stundum og prjónaði og hekl- aði. Öll eigum við lopapeysur, teppi og sokka frá ömmu Kóp og engu okkar frændsystkinanna ætti að vera kalt á tánum. Amma var mikill húmoristi og oft nokkuð beinskeytt og óhefluð i tilsvörum. Hún sagði nákvæm- lega það sem henni fannst, hvort sem það átti við eða ekki. Akk- úrat það er eitt af því sem við eigum eftir að minnast hvað mest og brosa út í annað. Hvíldu í friði, elsku amma Kóp. Kveðja, Áslaug Ýr, Hreiðar, Jón Haukur og Hrólfur Mar Jóelsbörn. Elsku Áslaug amma. Nú er komið að kveðjustund. Við erum svo þakklát og lánsöm að hafa átt ömmu eins og þig, þú varst svo kærleiksrík, jákvæð og hlý. Við áttum yndislega tíma á Kópavogsbrautinni heima hjá þér og afa. Á Kópavogsbrautinni hittust allir í fjölskyldunni – þú varst yf- irleitt alltaf að prjóna eitthvað fallegt handa einhverjum afkom- anda. Við vorum alltaf í fallegum, prjónuðum peysum á yngri ár- um. Man sérstaklega eftir einum kennara, sem hafði orð á því hvað við værum alltaf í fallegum peysum og stoltur gat maður sagt: „Amma prjónaði.“ Þú hjálpaðir til, ef maður þurfti að klára prjónaverkefni í handa- vinnu á sínum tíma. Þú sást um að við gengjum alltaf í nýjustu tísku, þegar við vorum yngri. Þú gast saumað allt. Þú saumaðir fyrir Kjallar- ann/Spútnik í gamla daga. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín. Hjá þér var hollustan í fyrirrúmi. Ekkert sælgæti heldur hrökkbrauð með osti og mjólk/djús. Alltaf svo gott. Við erum svo þakklát Gunnu og Trausta og seinna Pétri og Soffíu fyrir að flytja til þín, gera þér kleift að búa heima. Það var mjög mikilvægt fyrir þig. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Afi tekur örugglega vel á móti þér hinum megin. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthias Jochumsson) Með saknaðarkveðju, Hildur, Inga, Sverrir, Jón Kristinn, Ingibjörg, Selma og Brynjar Þór. Áslaug Jóelsdóttir ✝ Baldur Jónssonfæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 15. mars 1932. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði á Höfn 9. mars 2019. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, f. 20. maí 1884, d. 11. nóvem- ber 1968, og Lucia Guðný Þór- arinsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 26. ágúst 1998. Systkini Baldurs í aldursröð eru: Sigurjón, f. 1921, d. 2011. Nanna Halldóra, f. 1923, d. 2016, gift Karli Ágústi Bjarnasyni, hann er látinn, þau eignuðust átta börn. Þóra Guð- leif, f. 1924, gift Þorsteini Jón- assyni, hann er látinn, þau eign- uðust fjögur börn. Þorbjörg, f. 1927, gift Ragnari Júlíusi Sig- fússyni, hann er látinn, þeirra börn eru tvö. Jör- undur, f. 1929, d. 2013, kvæntur Önnu Jónsdóttur, hún er látin og eignuðust þau eina dóttur en Anna átti eina dóttur fyrir. Snorri, f. 1930, kvæntur Torfhildi Ólafsdóttur. Ing- unn, f. 1935, d. 2005, eftirlifandi maki hennar er Þórarinn Guð- jón Gunnarsson, þau eignuðust eina dóttur. Baldur bjó lengst af á Smyrla- björgum, en haustið 1988 flutti hann að Kirkjubraut 40 á Höfn ásamt Sigurjóni bróður sínum og bjó þar þar til hann flutti á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Útför Baldurs fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 22. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur bróðir og frændi, Baldur Jónsson frá Smyrlabjörg- um, er látinn. Hann var næstyngstur átta systkina og sá fimmti í þeim hópi til að kveðja þessa jarðvist. Lengst af sinni ævi bjó hann með foreldrum sínum og bróður á Smyrlabjörgum við búskap og seinustu árin hans í sveitinni var búið alfarið á herðum þeirra bræðra Sigurjóns og Baldurs. Það var unun að fylgjast með hversu samheldnir þeir voru við bústörfin enda voru nöfn þeirra oftast nefnd í sömu setningu. Nú eru þeir trúlega sameinaðir aftur og farnir að spá í vorverkin. Ekki gleymum við þeim ynd- islegu stundum sem við áttum á Smyrlabjörgum þegar borðin svignuðu undan kræsingunum og gleðin ríkti við „stóra“ eldhús- borðið sem var þó vart nema fyrir átta til tíu manns. Í minningunni var allt svo stórt. Árið 1988 brugðu þeir bræður búi og fluttu að Kirkju- braut 40 á Höfn þar sem undu sínum hag vel. Hann Baldur var svolítill einfari og eftir að Sigur- jón lést var hann ekkert mikið að flakka á milli húsa, nema þá helst þegar honum var sérstaklega boðið. Hann var vel lesinn og fróður, hafði skoðanir á mönnum og mál- efnum, en var ekkert að hafa mjög hátt um það, var orðvar og kurteis. Hann var mikill verkmaður og smiður góður og margar stund- irnar áttu þeir bræður hjá okkur við byggingar og fleira. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Á kveðjustund þökkum við sam- fylgdina, vináttu þína, góðvild og hjálpsemi alla tíð. Guð geymi þig og gefi þér góða nótt. Þóra systir, Kolbrún, Inga Lucía, Jón og fjölskyldur. Baldur Jónsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.