Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 1
VERMIR KIRKJUBEKK REGLULEGAFÓÐRI FEYKT Í KVÍAR
bretti sem sómir sér vel undir lakkskóm. 4
Unnið í sa
Miklar framfarir hafa orðið á undanförn-
um áratugum í tækni sem notuð er í
fiskeldi. Handaflið er minna notað. 7
VIÐSKIPTA
4
Íslendingar eru enn of gjarnir á að innleiða séríslenskar
reglur á ýmsum sviðum, segir forstjóri
Deloitte, sem á rætur í Skagafirðinum.
Chanel hjóla
mvinnu við
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Stór gjalddagi nálgast
Þann 24. mars næstkomandi þarf
WOW air að greiða ríflega 150 millj-
ónir króna í vexti af skuldabréfum
þeim sem félagið gaf út á síðari hluta
síðasta árs. Það er skuldabréfaflokk-
ur upp á 50 milljónir evra. Flokk-
urinn ber 9% vexti og er félaginu
uppálagt að greiða þá á fjórum
gjalddögum á ári. Þegar tilkynnt var
að ekki hefðu náðst samningar milli
WOW air og Indigo Partners um að-
komu síðarnefnda félagsins að hinu
fyrrnefnda, var ljóst að samkomulag
sem náðst hafði við skuldabréfa-
eigendurna um skilmálabreytingar á
bréfunum væri fallið úr gildi. Þær
breytingar fólu m.a. í sér að eig-
endur bréfanna féllu frá forkaups-
rétti að bréfum í félaginu og einnig
að lengt yrði í bréfunum.
Enn ekkert heyrt frá WOW
Tilkynnt var að ekki hefði náðst
samkomulag milli WOW air og In-
digo Partners innan tilskilins frests
þann 28. febrúar síðastliðinn. Þá í
kjölfarið var tilkynnt að tillaga að
nýju samkomulagi við skuldabréfa-
eigendurna yrði lagt fyrir þá. Enn
hefur það ekki verið gert og heim-
ildir ViðskiptaMoggans herma að í
hópi eigendanna sé óánægja með að
þeir séu í algjöru myrkri um hvað
WOW air hyggist fyrir á komandi
dögum. Félagið tilkynnti að frestur
til að ná samkomulagi við Indigo
Partners yrði framlengdur til 29.
mars en innan þess tímaramma fell-
ur fyrrnefnd vaxtagreiðsla. Það er
með öllu óljóst hvort lausafjárstaða
WOW air geri félaginu kleift að
standa í skilum með þá greiðslu.
Fyrr í þessari viku greindi visir.is
frá því að félagið væri í vanskilum
með skilagreinar lífeyrisiðgjalda
starfsfólks þrjá mánuði aftur í tím-
ann.
Önnur vanskil hlaðast upp
Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að félagið hafi svo mánuðum
skiptir ekki greitt húsaleigu af skrif-
stofuhúsnæði í hinum svokallaða
Höfðatorgsturni. Nú er nokkuð um
liðið síðan fyrirtækið rýmdi um 1.800
fermetra hæð sem það hefur haft á
leigu undanfarin ár en leigusamn-
ingur þess við eiganda hússins renn-
ur ekki út fyrr en um mitt þetta ár,
skv. heimildum blaðsins. Húsnæðið
stendur enn autt.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
WOW air þarf að standa
skil á ríflega 150 milljóna
vaxtagreiðslu af skulda-
bréfum síðar í þessum
mánuði. Vanskil félagsins
aukast dag frá degi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
WOW air hefur glímt við verulegan rekstrarvanda síðustu misserin.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
7.9.‘18
7.9.‘18
6.3.‘19
6.3.‘19
1.622,91
1.880,24
140
135
130
125
120
129,35
136,7
Síminn hafði betur í keppninni um
sýningarrétt á enska boltanum, og
flyst hann til Símans næsta haust,
eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu. Orri Hauksson, for-
stjóri Símans, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að nú styttist í að
þjónusta Símans í kringum enska
boltann verði kynnt. „Við munum
kynna heildarpakkann fyrir páska,
bæði verð og annað. Núna erum við
að skoða hversu mikið af hliðarefni
við viljum fá, eins og spjallþætti á
undan og eftir leik. Það liggur fyrir
að við verðum með íslenska þuli á
leikjunum, en margir vilja líka geta
horft á leikina með enskum og jafnvel
pólskum þulum. Við munum bjóða
fleiri leiki en Stöð 2 Sport gerir í dag,
og meiri umfjöllun fyrir og eftir leiki,
sérstaklega í kringum stórleiki. Einn-
ig verða leikir sendir út í 4K háskerpu
í fyrsta sinn á Íslandi,“
segir Orri Hauksson.
Enski kynntur fyrir páska
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orri segir að enski boltinn breikki
vöruframboð Símans í sjónvarpi.
Orri Hauksson, forstjóri
Símans, segir að unnið sé
að smáatriðum í markaðs-
færslu enska boltans.
8
Það getur reynst fólki dýr-
keypt að benda á ef bankar
eru að brjóta reglurnar, og
eðlilegt að verð-
laun séu í boði.
Uppljóstrarar eiga
umbun skilda
10
Sumum gæti þótt verðið full-
hátt, miðað við hverjar tekj-
urnar eru, en bandaríska
skutlþjónustan Lyft
gæti átt mikið inni.
LEX: Lyft liggur á
að fara á markað
11