Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 2
Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) HEIMA -0,81% 1,23 VIS +8,48% 12,15 S&P 500 NASDAQ -0,87% 7.529,644 -0,95% 2.776,94 +1,03% 7.179,73 FTSE 100 NIKKEI 225 7.9.‘18 7.9.‘186.3.‘19 1.800 90 2.069,85 1.863,35 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 65,56 -0,03% 21.596,81 76,83 50 2.400 6.3.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) IÐNAÐUR Zinkstöðin ehf., sem er í eigu Ferro Zink á Akureyri, gekk nýverið frá kaupum á Zinkstöðinni Stekk í Hafn- arfirði og eru því báðar sinkstöðvar landsins í eigu sama aðila. Að sögn Reynis Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Ferro Zink, eru kaup- in ekki háð samþykki Samkeppnis- eftirlitsins. Til þess að kaupin séu tilkynningaskyld þarf samanlögð velta fyrirtækjanna að vera yfir tveir milljarðar króna eða hvort fyrirtæki um sig þarf að vera með veltu yfir 200 milljónir. Hvorugt á við í þessu tilfelli, að sögn Reynis. „Okkur bauðst að kaupa félagið þar sem það hafði átt við erfiðan rekstur að etja. En við sáum það sem tækifæri og ætlum okkur að bæta reksturinn og hagræða í greininni, “ segir Reynir í samtali við Við- skiptaMoggann. Heildarvelta Ferro Zink nam 1.550 milljónum árið 2017 á meðan velta Zinkstöðvarinnar nam rúmum 100 milljónum. Hagnaður Ferro Zink nam 11 milljónum á síðasta ári og að sögn Reynis er það ekki ásættanlegt. Fyrirtækið hefur ákveðið að hætta sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu í náinni framtíð, og verður GA smíða- járn því nú langstærsti aðilinn á þeim markaði. Að sögn Reynis hefur lager- húsnæði fyrirtækisins í Hafnarfirði verið Ferro Zink kostnaðarsamt og er það komið á sölu. Að sögn Reynis er álagningin í sölu á stáli mjög lág og samkeppnin mikil. „Reksturinn hefur ekki verið ásættanlegur á höfuð- borgarsvæðinu. Við höfum ekki náð hagnaði á þessum starfsþætti hjá okkur, “ segir Reynir sem segir fyrir- tækið vera að endurskipuleggja reksturinn. „Við erum að endurskoða og endurskipuleggja okkar rekstur,“ segir Reynir. peturhreins@mbl.is Velta Ferro Zink nam 1.550 millj- ónum króna árið 2017. Zinkstöðin ehf. kaupir Zinkstöðina Stekk Flugfélagið WOW air flutti 60 þús- und færri farþega í febrúar sl. en í febrúar árið 2018. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi flutt 139 þúsund farþega til og frá landinu í síðasta mánuði, en í frétt Morgun- blaðsins frá 9. mars 2018 segir að félagið hafi flutt 199 þúsund í febrúarmánuði þess árs. Í tilkynningu WOW air segir einnig að sætanýting félagsins í mánuðinum hafi verið 84% en hafi verið 88% í sama mánuði í fyrra. Framboðnum sætum félagsins fækkaði um 28% milli ára og hlut- fall tengifarþega var 39% í febrúar, en var 40% fyrir ári, samkvæmt til- kynningunni. Fluttu 208 þúsund farþega Hjá Icelandair varð hinsvegar aukning í flutningi farþega til og frá landinu í febrúar, en félagið flutti 208.252 farþega í mánuðinum sam- anborið við 190.720 í febrúar árið 2018, sem er níu prósenta aukning. Sætaframboð jókst um 8% milli ára, samkvæmt tilkynningu frá félaginu, og sætanýting var 75,6%, saman- borið við 74,3% í febrúar í fyrra. Einnig segir að farþegum Air Ice- land Connect hafi fækkað um 10% milli ára, en fraktflutningar Ice- landair hafi aukist um 6% á sama tímabili. Á vef Ferðamálastofu segir í nýrri frétt að brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkur- flugvöll hafi verið 149 þúsund í ný- liðnum febrúarmánuði, sem sé fækkun upp á 11 þúsund farþega milli ára, en tölurnar eru unnar upp úr talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 6,9%. Samkvæmt fréttinni voru Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir þessara farþega í febrúar með 45,3% brottfara. „Um var að ræða fækkun á milli ára hjá báðum þjóð- um. Bretum fækkaði um 9% og Bandaríkjamönnum um 19%.“ Bandarískum ferðamönn- um fækkar verulega Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á meðan farþegum Ice- landair fjölgar milli ára, fækkar farþegum WOW air umtalsvert. Bandarískum ferðamönnum fækkaði um 19% í febrúar. Morgunblaðið/Eggert Samkvæmt Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll 149 þúsund í febrúarmánuði sl., sem er 6,9% fækkun. BANKASTARFSEMI Stjórn Arion banka leggur það til við aðalfund bankans, sem haldinn verð- ur 20. mars næstkomandi, að greidd- ur verði út arður til hluthafa sem nemi 5 kr. á hvern hlut. Það jafngildir arðgreiðslu upp á 10 milljarða króna. Þá gera tillögur stjórnar ráð fyrir lækkun hlutafjár sem nemur 186 milljónum kr. að nafnvirði og felur það í sér jöfnun á eigin hlutum bank- ans. Miðað við gengi bréfa bankans í Kauphöll jafngildir lækkunin tæpum 13,8 milljörðum króna. Þá gerir stjórnin einnig tillögu um að stjórn- arlaun bankans hækki um 5%. Þann- ig fari mánaðarlaun stjórnarmanna úr 453.900 kr. í 476.600 kr. Laun varaformanns fari úr 680.793 kr. í 714.800 og laun stjórnarformanns úr 907.423 kr. í 952.800 kr. Þessar fjár- hæðir tvöfaldast hins vegar í þeim til- vikum þar sem stjórnarmenn eru er- lendir. Núverandi stjórnarformaður er Eva Cderbalk. Verði hún endur- kjörin formaður verða stjórnarlaun hennar 1.905.600 kr. á mánuði. 10 milljarðar í arð Morgunblaðið/Hari Eva Cederbalk er stjórnarformaður Arion banka. Hún kom í stjórn 2017. HLUTABRÉFAMARKAÐUR Stjórn Marels stefnir að skrán- ingu hlutabréfa félagsins í Euro- next-kauphöllina í Amsterdam, sam- hliða skráningu Marels í Kauphöll Íslands. Þetta er á meðal þess sem fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Fram til dagsins í gær hafði valið staðið á milli Amst- erdam og Kaupmannahafnar. Í val- inu á milli kauphallanna var litið til umfangs starfsemi Marels í viðkom- andi landi, uppgjörs- og viðskipta- gjaldmiðils, auk þátttöku al- þjóðlegra fjárfesta á viðkomandi markaði. Var það mat stjórnar Mar- els að Amsterdam hefði komið sterk- ast úr þeim samanburði. Fram kemur í skýrslu stjórnar- formanns Marels, Ásthilar Othars- dóttur, að markmiðið með tvíhliða skráningu sé að auka seljanleika bréfanna og styðja við frekari vöxt og virðisaukningu fyrir alla hluthafa félagsins. Fram kemur í skýrslu Árna Odds Þórðarsonar að fimm al- þjóðlegir bankar hafi verið fengnir til ráðgjafar við skráningu félagsins. peturhreins@mbl.is Marel stefnir að skrán- ingu í Amsterdam

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.