Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 8
gegnum áratugina. „Þeim löndum fer fækkandi þar sem mjög dýrt er fyrir viðskiptavini okkar að hringja eða nota netið í símanum. Þá er hluti af aðgreiningu okkar að við erum að skapa sífellt samfelldari heildarupplifun inni á heimilum. Þá leggjum við metnað í að framleiða íslenskt sjón- varpsefni og að bjóða upp á besta fáanlega er- lenda efnið.“ Sjónvarp Símans mun hverfa Breytingar eru örar, bæði innan veggja Sím- ans og utan. Ein þeirra er að gamli talsíminn, sem er nýttur á tugum þúsunda heimila á Ís- landi, verður innan skamms eingöngu IP- tengdur um netbeini, að sögn Orra. Þá segir hann línulegu sjónvarpsrásina Sjónvarp Símans einnig vera hliðarafurð sem muni á endanum hverfa. „Rásin er eingöngu til af því að við eigum svo mikið af efni fyrir Premium-þjónustuna okk- ar. Rásin er að breytast í sífellt stærri kynning- arglugga fyrir þá lykilþjónustu, auk þess að vera sýningargluggi fyrir aðrar auglýsingar. Áhorf á línulegt sjónvarp er hins vegar að dala hratt og við höfum alltaf verið fyrstir til að bregðast við breyttu landslagi.“ Önnur breyting er í fjölda útsölustaða. Síminn var eitt sinn með búðir í flestum helstu þéttbýlis- kjörnum, en nú rekur fyrirtækið eina búð á Akureyri og þrjár á höfuðborgarsvæðinu. „Brátt fækkar þeim örugglega líka,“ segir Orri, enda liggi framtíðin í netverslun. „Þá má segja að meiri breytingar eigi eftir að verða hér innan- húss eftir því sem sjálfvirknivæðingunni fleygir fram. Við erum til dæmis með fjölda fólks í þjón- ustuveri sem situr og bíður eftir að fólk hringi. Til gamans og til samanburðar má segja að ef netverslunarrisinn Amazon væri með hlutfalls- lega jafn stórt þjónustuver og við, þá sætu þar 15 milljónir manna og biðu eftir að kúnninn hringdi!“ Orri segir að í auknum mæli beinist kraftar starfsfólks í að auka stöðugleika kerfa, sjá fyrir þarfir viðskiptavina og koma í veg fyrir að hann hringi eftir að vandamál er komið upp eða til að kaupa þjónustu í gegnum síma. Orri ítrekar að mörgu fleiru megi breyta. Enn sé margt handvirkt hjá Símanum sem verði sjálf- virkt á endanum. „Þegar ég vann hér á síðasta áratug voru hátt í 1.400 starfsmenn að gera nokkurn veginn það sama og innan við helm- ingur þess fjölda gerir í dag.“ Ein af vörunum sem eru í þróun hjá Símanum og bundnar eru vonir við að skili auknum tekjum í framtíðinni er greiðsluappið Síminn Pay. Þar er hægt að versla hjá samstarfsaðilum með því skanna QR-kóða og upphæðin er síðan skuld- færð af greiðslukorti. Helstu breytingar sem væntanlegar eru hjá Síminn Pay eru að sögn Orra að brátt verður hægt að bera símann beint upp að snertilausum posum, og borga með að- stoð blátannartækni (e. Bluetooth). Þá verði smátt og smátt farið í að bjóða vildarþjónustu Orri Hauksson hefur viðamikla reynslu af fjar- skiptageiranum. Hann hefur verið forstjóri Sím- ans í bráðum sex ár, en áður starfaði hann meðal annars hjá Novator við fjárfestingarverkefni í fjarskiptageiranum. Þar áður vann hann hjá Símanum í fjögur ár sem framkvæmdastjóri Þróunarsviðs og þar á undan í Bandaríkjunum hjá sprotafyrirtæki í fjarskiptagreininni. Til við- bótar hefur Orri starfað sem aðstoðarmaður for- sætisráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ferillinn er því nokkuð fjölbreyttur. Margt hefur breyst síðan Orri var fyrst ráðinn til Símans árið 2003. Starfsmönnum hefur fækk- að um helming, félagið var einkavætt árið 2005 og tveimur árum eftir að Orri tók við sem for- stjóri Skipta eins og félagið hét á þeim tíma, árið 2013, voru Skipti, Síminn og Skjárinn sameinuð. Í dag samanstendur Símasamstæðan af Síman- um, innviðafyrirtækinu Mílu og upplýsinga- tæknifyrirtækinu Sensa. Spurður að því hvernig sé að vinna í einkafyrirtæki á markaði í saman- burði við störf á hinu pólitíska sviði eða á sviði Samtaka iðnaðarins, segir Orri að svipaðir kraft- ar séu alls staðar að verki. „Helsti munurinn er að í einkageiranum er hægt að koma hlutum í kring með beinni hætti, og það höfðar vel til mín. Á hinum vettvanginum er stundum mun síður hægt að meta árangur af eigin aðgerðum, svipað og að spila fótboltaleik þar sem maður fær ekki að sjá stöðuna í leiknum,“ útskýrir Orri. Oft benda stofnanir hver á aðra Í fyrirtækjarekstrinum þarf að sögn Orra að sinna ólíkum hópum. „Í fyrsta lagi eru það við- skiptavinirnir, þá starfsfólkið, eigendurnir og stjórnin. Öll athygli stjórnenda ætti að beinast að þessum aðilum en í tilviki ýmissa atvinnu- greina, sérstaklega fjarskiptanna, bætist einnig við fjöldi eftirlitsstofnana sem þarf að sinna rækilega. Allt of mikið af fókus og tíma fer í þau mál, en þarna má nefna Póst- og fjarskipta- stofnun, Samkeppniseftirlitið og Fjölmiðlastofu, en eins líta Fjármálaeftirlitið, Persónuvernd, Neytendastofa, Vinnueftirlitið og fleiri til með okkur,“ segir Orri. Hann segir að oft bendi þar hver á annan, og stofnanir virðist jafnvel eiga í samkeppni sín á milli. Hann segir að pólitíkin, eins og hann orðar það, virðist eiga mjög erfitt með að leggja niður eða sameina stofnanir, eða skerpa umfang ríkis- ins. Einfalda megi til muna eftirlitsstofnanir að hans mati. Flækjustigið sé of hátt. „Þetta er það sem er leiðinlegast við þennan fjarskiptabransa og að sumu leyti stafar þetta af þrætu- og kæru- girni fyrirtækjanna sjálfra.“ Í grunninn selja fjarskiptafélög svokallaða hrávöru, þ.e. vöru og þjónustu eins og gagna- magn og símtöl sem eru afar svipuð, sama hvaða fyrirtæki er að selja vöruna. Orri segir að því sé það Símanum mjög mikilvægt að leita eftir að- greiningu í samkeppninni og sinna viðskipta- vinum sínum nánar. Spurður nánar út í hver helsta aðgreiningin sé nefnir Orri fyrst að Sím- inn leggi sig í líma við að bjóða fyrsta flokks þjónustugæði og framúrskarandi samband um allt land. Þá segist Orri stoltur af því að Síminn bjóði frábæra reikiþjónustu alls staðar í heim- inum. Þar búi Síminn að því að vera meira en 100 ára gamalt fyrirtæki sem hlúð hefur að sam- böndum við hundruð erlendra fjarskiptafélaga í ýmiss konar, byggða á fyrri kauphegðun. Þá opni þessi tækni margskonar greiðslumöguleika og jafnvel lánastarfsemi. Þó sé ekki stefnt að því að Síminn verði banki, útskýrir Orri. Erlend fjarskiptafélög hafi daðrað við slík risaskref með misjöfnum árangri. Ein ástæða þess að Síminn hefur áhuga á fjár- tæknimarkaði er að sögn Orra að plastkort munu hverfa og símtækið verða greiðslumiðill- inn. Auk þess sé mettun á markaðnum fyrir sum- ar aðrar vörur Símans. Lítið svigrúm sé fyrir mikla stækkun á sviði hefðbundinna fjarskipta til að mynda. Orri segir að Síminn sinni Símanum Pay af fullri alvöru og átta manns vinni við þróun þjón- ustunnar. Eins og sagði hér á undan þá er upplýsinga- tæknifyrirtækið Sensa hluti af Símasamstæð- unni. En er nauðsynlegt fyrir Símann að eiga slíkt fyrirtæki? „Erlend fjarskiptafélög hafa mörg hver kom- ist að annarri niðurstöðu en við og selt frá sér upplýsingatækniarminn. Það hentar okkur ekki á íslenskum markaði að skilja upplýsinga- tæknina frá. Þegar við keyptum Sensa árið 2007 var þetta 30 manna félag, en nú eru starfsmenn orðnir vel á annað hundrað. Það er óvenju há EBITDA-framlegð af rekstri Sensa, miðað við mörg önnur innlend tæknifyrirtæki. Þó að fjar- skipti og upplýsingatækni séu að renna meira og meira saman, tæknilega séð, þá eru rekstrar- módelin ólík. Stutta svarið er að það er ekki lífs- nauðsynlegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að eiga stóran upplýsingatækniarm, en við teljum okkur mun betur í stakk búin til að sinna þörfum fyrir- tækjakúnna okkar til framtíðar með Sensa inn- anborðs.“ Ekki eru þó allir sammála þessu, að sögn Orra. „Ef þú talaðir við fjármálamann þá myndi hann segja okkur að selja Sensa. Virði félagsins yrði meira utan Símans, og fljótt á litið er hægt að segja að hinir endanlegu eigendur Sensa, þ.e. eigendur Símans, tapi á því að hafa það sem hluta af Símasamstæðunni. Við höfum hins vegar mælt með því að framtíðarstefnan sé tekin með í reikninginn og að samstæðan sé verðmetin fyrir- tæki fyrir fyrirtæki, en að öllu fjárflæðinu sé ekki skellt saman í eitt fyrirtæki né að sam- stæðan sé greind sem eitt fjarskiptafélag.“ Önnur ástæða fyrir því að eiga Sensa er að sögn Orra sú að Símanum eru settar þröngar skorður hvað ytri vöxt varðar. Margir mögu- leikar á ytri vexti eru hins vegar í boði á upplýs- ingatæknimarkaðnum. „Það er góður jarðvegur fyrir sameiningar í upplýsingatæknihlutanum, sérstaklega þegar fer að hægjast um í atvinnulíf- inu eins og nú er að gerast. Þarna leynast tæki- færi fyrir Símann.“ Milljarðar í súginn Samkeppnin á fjarskiptamarkaðnum er hörð, bæði við einkaaðila og opinbera aðila, eins og Orri kemur inn á. Hann segir marga milljarða eiga líklegast enn eftir að fara í súginn vegna tví- verknaðar í ljósleiðaravæðingu landsins. „Gríð- arlegur sparnaður yrði ef Míla þyrfti ekki að endurgrafa fyrir ljósleiðurum alls staðar þar sem búið er að leggja pípur. Endurgröfturinn Starfsfólki hefur fækkað um helming Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Síminn starfar í hörðu en skemmti- legu samkeppnisumhverfi, að sögn Orra Haukssonar forstjóra. Hann segir að leiðinlegasti hluti starfsins sé vinna sem tengist ótal eftirlits- stofnunum sem allt of mikill tími fari í að sinna. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019VIÐTAL Þau sögulegu tíðindi urðu á síðasta ári í sögu S fyrsta skipti frá því að samkeppni komst á í fjar það sem skýri þessa miklu fjölgun áskrifenda s framgreitt frelsi. „Þetta er helst ungt fólk sem a Um 20 þúsund manns eru með Þrennuna í dag. Umskipti í númeraflu Starfsþættir, milljónir króna Tekjur helstu félaga 2018, milljónir króna Samstæðureikningur Símans 2018 Starfsþættir 2018 2017 Breyting ’17-’18 Farsími 6.132 6.652 -520 -7,8% Talsími 1.882 2.096 -214 -10,2% Gagnafl utningur 8.872 8.583 289 3,4% Sjónvarpsþjónusta 4.803 4.118 685 16,6% Upplýsingatækni 3.735 4.111 -376 -9,1% Vörusala 2.052 1.883 169 9,0% Annað 1.064 990 74 7,5% Samtals 28.540 28.433 107 0,4% 4% 21% 31% 17% 13% 7% 7% Starfsþættir 2018 4.384 6.432 23.232 Sensa ehf. Míla ehf. Síminn hf. FARSÍMI VÖRUSALA ANNAÐ TALSÍMI GAGNAFLUTNINGUR SJÓNVARPS- ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGA- TÆKNI Síminn hefur framleitt talsvert af íslensku sjónv er á leiðinni af slíku, að sögn Orra. Leikstjórinn „stærðargráðu Ófærðar“, eins og Orri orðar þa heita The Trip og gerast á Húsavík, í Mexíkó og röð eftir glæpasögunni DNA eftir Yrsu Sigurðar Þá eru ýmsar minni þáttaraðir í undirbúningi.“ Orri bendir á að mikill meirihluti íslenskra hei ársins, sem kosti bara 1.500 kr. á mánuði. „Við r Netflix, enda er ólíku saman að jafna. Þeir eru m und. Ástæða þess að við getum rukkað þetta m Við erum með talsett barnaefni, texta með erlen lenskt þjónustuver. Við bjóðum upp á um sjö þú Premium og 90% þess eru frá Hollywood. En áh fólk hrifið af því að geta haft RÚV og Stöð 2 í sa því að við getum lifað við hlið Netflix.“ Getur lifað við hlið N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.