Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019FRÉTTIR
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Úrval mælitækja frá
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Eftir að bandarísk stjórnvöld
greiddu Ted Seidle tugi milljóna dala
afréð hann að flytja sig um set, úr
strandhúsinu sem hann átti í Ocean
Ridge í Flórída yfir í stærri eign
lengra inni í landi. Lögfræðingurinn
Seidle veitti stjórnvöldum á sínum
tíma upplýsingar sem leiddu til þess
að JP Morgan Chase – stærsta
banka Bandaríkjanna – var gert að
greiða um 370 milljónir dala í sekt
fyrir að hafa haldið því leyndu að
bankinn beindi viðskiptavinum sín-
um að eigin fjárfestingarlausnum,
frekar en að fjárfestingarleiðum hjá
keppinautum JP Morgan.
Eftirlitsnefnd með framvirkum
samningum með hrávörur (e.
Commodity Futures Trading Com-
mission, CFTC) lagði 30 milljónir
dala inn á reikning Seidle í júlí.
Bandaríska fjármálaeftirlitið (e. Sec-
urities and Exchange Commision,
SEC), sem úrskurðaði árið 2017 að
Seidle skyldi fá 48 milljóna dala
greiðslu vegna sama máls, hefur ekki
enn gert upp við hann.
Fyrir utan að hafa flutt sig í fast-
eign sem ætti að þola það betur ef
hvirfilbylur kemur að landi, hafa
peningarnir breytt Seidle? Í raun-
inni ekki. „Það er ekki eins og ég hafi
verið að borða upp úr ruslagámum,
og að ég snæði núna nautalundir í
hvert mál,“ segir hann. „Það
sem … greiðslan þýðir fyrir mig og
marga aðra sem hafa fylgst með
þessu máli er að hún staðfestir að
manni getur vegnað vel með því að
breyta rétt.“
Þúsundir umsókna
Að tryggja uppljóstrurum fjár-
hagslega umbun var lykilþáttur í
þeim umbótum sem ráðist var í til að
stokka upp á Wall Street í kjölfar
fjármálahrunsins sem varð í október
2008. Samkvæmt Dodd-Frank-
lögunum, sem þingið samþykkti um
það bil tveimur árum síðar, skyldi
hver sá sem væri fyrstur til að veita
stjórnvöldum upplýsingar sem síðan
myndu leiða til sektargreiðslu, eiga
rétt á skerfi af upphæð sektarinnar.
Hugmyndin var sú að með þessu
væri fólki gefinn meiri hvati til að
segja frá ef það yrði vitni að ein-
hverju misjöfnu.
Svona kerfi er, vitanlega, ekki full-
komið. Sumir segja að möguleikinn á
rausnarlegri útborgun hafi leitt til
fjölda marklausra og haldlítilla um-
sókna um greiðslur. Þannig þurftu
starfsmenn Bandaríska fjármálaeft-
irlitsins að vinna úr nærri 5.300 um-
sóknum á síðasta ári sem er öllu
meira en árið á undan þegar um-
sóknir um uppljóstraragreiðslu voru
4.500 talsins. Og uppljóstrurunum
gengur ekki alltaf gott eitt til. Sá
möguleiki að geta fengið risastóra
greiðslu getur virkað eins og „per-
vertískur hvati til að vera gramur“,
segir Antony Townsend, sem stýrir
málskotsnefnd kvartana í breska
fjármálakerfinu.
En þeim löndum fer fjölgandi sem
leiða í lög að uppljóstrurum séu
greidd verðlaun. Fyrir þremur árum
setti fjármálaeftirlitið í Ontario á
laggirnar uppljóstrunardeild að
bandarískri fyrirmynd og býður upp-
ljóstrurum allt að 5 milljónir kan-
adadala að launum. Í síðustu viku
greindi stofnunin frá að hún hefði
greitt verðlaunafé í fyrsta skipti;
samtals 7,5 milljónir kanadadala
vegna þriggja aðskilinna mála. Í síð-
asta mánuði voru samþykkt ný alrík-
islög í Ástralíu sem veita uppljóstr-
urum aukna vernd og tryggja þeim
bætur ef þeir verða fyrir fjárhags-
legu tjóni. Áströlsku lögin gengu
ekki svo langt að bjóða verðlaunafé
fyrir að ljóstra upp um misferli, en
Verkamannaflokkurinn, sem er nú í
stjórnarandstöðu, vill gera það eitt
að áherslumálum sínum fyrir næstu
kosningar.
Leggja mikið í sölurnar
Í þessu ljósi virðist Bretland skera
sig úr hópnum. Breska fjármálaeft-
irlitið, sem hefur þennan málaflokk á
sinni könnu, hefur sérstakt verkefni í
gangi til að hvetja uppljóstrara til að
stíga fram. En stofnunin býður þeim
engan fjárhagslegan hvata til að
leysa frá skjóðunni.
Mark Steward ber ábyrgð á eft-
irfylgni við mál hjá Breska fjármála-
eftirlitinu. Hann vann sér það til
frægðar að uppræta fjármálasvik í
Hong Kong en hefur nú eflt þetta
verkefni síðan hann gekk til liðs við
stofnunina fyrir nokkrum árum.
Stærra teymi, sem hefur á að skipa
um tólf manns, heldur utan um þær
ábendingar sem berast. FT greindi
frá því fyrr í vikunni að erindum
hefði fjölgað um fjórðung á síðasta
ári og voru þau samtals 1.755 talsins.
Nýleg mál – eins og þegar John Ba-
nerjee, sem áður starfaði við gjald-
miðlaviðskipti og var rekinn eftir að
hann kvartaði yfir að reglum væri
ekki fylgt nægilega vel – hafa varpað
ljósi á þá hættu sem uppljóstrarar
eru stundum að koma sér í.
En eftir stendur að engum fjár-
hagslegum hvata er til að dreifa fyrir
fólk sem veit að það gæti verið að
leggja heilmikið í sölurnar – stöðu-
hækkanir og jafnvel möguleikann á
að geta fengið starf annars staðar –
með því að láta vita ef eitthvað væri
ekki með felldu.
Þetta er raunverulegt vandamál
og stundum hefur það alvarlegri af-
leiðingar en fólk gerir sér grein fyrir,
að ljá máls á misbrestum. Nefna má
Jaber Jabbour sem dæmi en hann
þótti bera af öðrum starfsmönnum á
afleiðusamningasviði Goldman Sachs
í London, allt þar til hann skrifaði
tölvupóst í júní 2008 þar sem hann
lýsti áhyggjum sínum af því að tiltek-
inn viðskiptavinur – þjóðarfjárfest-
ingasjóður Líbíu – skildi ekki nægi-
lega vel þá áhættu sem hann væri að
taka með viðskiptum sínum.
Tölvupósturinn, sem nokkrir hátt
settir starfsmenn fengu afrit af, var
ritaður í vinalegum tóni – og innihélt
meira að segja broskarl. En and-
rúmsloftið í kringum skrifborð
Jabbour breyttist um leið og strax
næsta virka dag lagði hann inn um-
sókn um dvalarleyfi, á grundvelli
sérþekkingar sinnar, því hann gerði
ráð fyrir að Goldman – sem hafði
ábyrgst atvinnuleyfi hans – myndi
segja honum upp störfum. Og viti
menn, nokkrum mánuðum síðar var
hann rekinn; einn af mörgum sem
lentu í hrinu uppsagna sem bankinn
skrifaði á fjármálakreppuna.
Goldman vildi ekki tjá sig um mál
Jabbour.
Bolað í burtu
„Þetta skiptir mig miklu máli,“
segir Mary Inman, sérfræðingur í
málum uppljóstrara hjá lög-
fræðistofunni Constantine Cannon í
London. „Manni gæti stundum virst
að [uppljóstrurum] væri öllum mætt
með sama hætti. Þeir verða strax
óvelkomnir, hér um bil eins og þeir
hafi smitandi sjúkdóm, og eins og
viðbragð ónæmiskerfisins sé að bola
þeim í burtu.“
Hvað Seidle varðar þá er hann allt
annað en óhress með þá umbun sem
hann fékk greidda sem er sú hæsta
sem bæði CFTC og SEC hafa nokk-
urn tíma greitt.
„Nefndu mér tölu sem kalla mætti
sanngjarna greiðslu fyrir þessar of-
urhetjur sem leggja sitt af mörkum
til að binda enda á misferli?“ segir
hann. „Ég myndi segja að upphæðin
ætti að vera í samræmi við þær
fjárhæðir sem væru í húfi.“
Eflum uppljóstrara með umbun
Eftir Ben McLannahan
Víða um heim er verið að
leiða í lög ákvæði sem
tryggja að uppljóstrarar
fái greidd nokkurs konar
verðlaun fyrir að hjálpa
stjórnvöldum, enda leggja
þeir oft mikið í sölurnar.
AFP
JP Morgan Chase, undir stjórn Jamie Dimon, þurfti að greiða 370 milljónir dollara í sekt, jafnvirði ríflega 44,6
milljarða króna, í kjölfar uppljóstrunar. Uppljóstrarin fékk í sinn hlut nokkuð stóran skerf af upphæð sektarinnar.