Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 11FRÉTTIR
Af síðum
Það er skiljanlegt að Lyft sé mjög í mun að leyfa ekki glannanum
Uber að taka fram úr sér. Uber hyggst fara á hlutabréfamarkað
síðar á árinu. Er reiknað með að Lyft stefni á 20 til 25 milljarða
dala markaðsvirði í sínu hlutafjárútboði. Uber stefnir á fjórum
eða fimm sinnum hærri upphæð. Með því að vera fyrri til getur
Lyft beint athyglinni að starfsemi sinni í Bandaríkjunum, en ekki
að alþjóðlegu samgönguveldi keppinautar síns. Samt virðist Lyft
vera að setja markið fullhátt miðað við það sem lesa má úr
útboðslýsingunni.
Lyft þjónustaði 31 milljón farþega á síðasta ári og tekjur fé-
lagsins námu 2,2 milljörðum dala. Fáist 25 milljarða dala
markaðsverð í hlutafjárútboðinu mun það jafngilda ellefuföldum
tekjum félagsins í dag. Uber virðist ætla að nota svipaðan marg-
feldisstuðul.
En það gæti gefið ranga mynd að bera verðið saman við það
sem er í baksýnisspeglinum. Bæði fyrirtækin segjast ætla að um-
bylta því hvernig samgöngum verður háttað í framtíðinni. Borgar-
búar, sem eru of óþolinmóðir til að bíða eftir strætó og of latir til
að ganga, eru farnir að verða háðir því að geta stigið um borð í bíl
sem bíður eftir þeirra við gangstéttarbrúnina. Ef Lyft tekst einn
góðan veðurdag að hafa yfir að ráða flota af sjálfakandi bílum
gæti fyrirtækið tekið til sín stærri skerf af skutlmarkaðnum.
Lyft naut góðs af því tillitsleysi sem Uber sýndi bæði starfs-
fólki sínu og stjórnvöldum. Vandinn er að nú þegar Uber hefur
tekið sig á og reynir að sýna ábyrga hegðun er erfitt að sjá hvað
greinir félögin að. Og þó svo að Lyft hafi aukið hlutdeild sína á
Bandaríkjamarkaði úr 22% upp í 39% á síðasta ári var vöxturinn
félaginu dýrkeyptur. Um eins milljarðs dala tap var á rekstrinum,
eða um einn þriðji af tapinu hjá Uber, sem er þó að eyða miklu í
aðrar tegundir þjónustu á borð við heimsendingu á tilbúnum mat
og vöruflutninga, og bókar sexfalt fleiri ferðir.
Harður slagur er á milli félaganna og virðist öll von um að Lyft
fari að skila hagnaði vera eins og agnarlítill depill úti við sjón-
deildarhringinn. Ef félagið hækkar hjá sér verð og hættir að
niðurgreiða ferðirnar munu notendur streyma beint í faðm Uber.
Að taka til sín stærri skerf af fargjaldinu myndi hafa sömu áhrif á
bílstjórana.
En Lyft býður upp á sjaldséð tækifæri til að fjárfesta í nýrri
atvinnugrein. Og þess vegna á markaðurinn eftir að láta eftir því
hátt verðmat og leyfa stofnendunum að gefa sér langtum meiri
atkvæðisrétt en almennum hluthöfum með útgáfu tvegga ólíkra
hlutabréfaflokka. En að því sögðu á þetta eftir að vera annasamt
ár í frumútboðum. Lyft er á réttri leið með því að setja
bensínið í botn.
LEX
Hlutafjárútboð Lyft:
á harðaspani
Ef marka má nýjustu útreikninga
OECD þá virðist þess enn vera langt
að bíða að hagkerfi evrusvæðisins nái
sér almennilega á strik. Efnahags- og
framfarstofnunin hefur lækkað efna-
hagsspár sínar fyrir þau evruríki sem
hingað til hafa borið hagvöxtinn uppi.
OECD, sem er með bækistöðvar
sínar í París, væntir þess að lands-
framleiðsla evrusvæðisins aukist um
aðeins 1% árið 2019, og 1,2% árið
2020. Kemur þetta fram í bráða-
birgða-efnahagsspá sem kom út á
miðvikudag.
Í nóvember áætlaði stofnunin að
hagvöxtur myndi mælast 1,8% á
þessu ári og 1,6% á því næsta.
OECD hefur lækkað spár sínar
fyrir næstum öll stærstu hagkerfi
heims, en í hópi þeirra sem lækkuðu
mest voru Þýskaland – þar sem búist
er við 0,7% og síðan 1,1% hagvexti,
og einnig Ítalía þar sem stofnunin á
von á samdrætti í efnahagslífinu.
Það sem helst íþyngir evrulönd-
unum er að hægt hefur á hagvexti á
heimsvísu, sem OECD spáir núna að
lækki niður í 3,3% á þessu ári og
nemi 3,4% árið 2020.
Kuldi á milli þjóða
Laurence Boone, yfirhagfræð-
ingur stofnunarinnar, segir að versn-
andi horfur endurspegli þann snögga
samdrátt sem orðið hefur í alþjóða-
viðskiptum – sem komi greinilega
fram innan evrusvæðisins þar sem
vöxtur útflutnings mældist nálægt
núllinu í árslok 2018 – auk þess að
pólitísk óvissa hefur dregið úr vilja
fyrirtækja til að ráðast í fjárfest-
ingar.
Hún segir að þær viðræður sem
hafa átt sér stað milli Bandaríkjanna
og Kína að undanförnu gefi ekki mik-
ið tilefni til að halda að alþjóða-
viðskipti muni þróast til betri vegar
því „spennan á milli landanna tveggja
snertir mun meira en bara það sem
er verið að semja um í augnablikinu“.
Hún bendir einnig á að Bandaríkin
séu ekki á sömu línu í milliríkja-
viðskiptum og Evrópusambandið,
eða nýmarkaðslönd á borð við Ind-
land.
Svartsýnisspá OECD um horf-
urnar á evrusvæðinu kemur út rétt
fyrir fund bankaráðs Seðlabanka
Evrópu, sem haldinn verður í dag,
fimmtudag. Þykir næsta víst að þar
muni starfsmenn bankans tilkynna
að þeir hafi lækkað hagvaxtarspár
sínar fyrir þetta ár.
Sumir hagfræðingar telja að þeir
veikleikar sem plagað hafa sum evru-
landanna upp á síðkastið verði ekki
langvinnir. Þeir benda á að Þýska-
land gæti náð að jafna sig nokkuð
hratt á þeirri röskun sem varð á bíla-
framleiðslu þar í landi, og minna
einnig á að í nýjustu tölum má finna
vísbendingar um að aukinn þróttur í
þjónustugeira kunni að vega á móti
niðursveiflu í iðnaði. Þá ættu það að
vera góðar fréttir fyrir hagvöxt á
heimsvísu að helstu seðlabankar hafi
gert hlé á því að þrengja hjá sér pen-
ingastefnuna.
OECD telur að batnandi horfur í
launaþróun á evrusvæðinu, og í út-
gjöldum heimilanna, muni ekki geta
fyllt upp í það skarð sem togstreita í
alþjóðaviðskiptum og óvissa á vett-
vangi stjórnmálanna hafa skilið eftir
sig.
Gjalda fyrir Brexit
Bendir stofnunin jafnframt á þá
hættu sem minni löndum evrusvæðis-
ins er búin af Brexit, en mörg þeirra
eru mjög berskjölduð þegar kemur
að röskun á viðskiptum við Bretland.
Jafnvel ef gert er ráð fyrir að Brexit
gangi vel fyrir sig, með aðlögunar-
tímabili allt fram til ársins 2020, þá
væntir OECD þess að hagvöxtur í
Bretlandi verði ekki nema 0,8% árið
2019 og 0,9% árið 2020.
En fari Brexit á versta veg gæti
það valdið kreppu í Bretlandi og yrði
„meiriháttar áfall fyrir Evrópu,“ að
sögn OECD. Myndu Írland, Dan-
mörk og Holland finna mest fyrir
samdrætti í útflutningi.
Önnur hætta sem alþjóðahagkerfið
stendur frammi fyrir er að það gæti
hægst hraðar á hagkerfi Kína. OECD
gerir ráð fyrir að örvunaraðgerðir
stjórnvalda þar í landi eigi eftir að
duga til að vega á móti óhagfelldri
þróun í alþjóðaviðskiptum og einka-
neyslu, og spáir því að hagvöxtur í
Kína veðri nokkurn veginn í takt við
efnahagsmarkmið stjórnvalda í Pek-
ing, eða á bilinu 6 til 6,5% árið 2019.
En stofnunin varar samt við að ef
Kína hægir ferðina meira en það þá
myndi það hafa víðtæk áhrif. Ef eft-
irspurn á innanlandsmarkaði Kína
vex 2% hægar minnkar það hagvöxt á
heimsvísu um 0,4 prósentustig strax
fyrsta árið, og væri áfallið mest fyrir
Þýskaland, Japan og önnur lönd í
Austur-Asíu, sem og fyrir hagkerfi
sem flytja út mikið af hrávöru.
Boone segir ríkisstjórnir evru-
svæðisins þurfa að taka saman hönd-
um, grípa til örvunaraðgerða þar sem
þess er kostur, reyna að auka hag-
vöxt og stuðla að því að störfum fjölgi.
„Deilur á milli evruríkja eru að
grafa undan tiltrú fólks á að Evrópa
geti blómstrað,“ segir hún, og hvetur
leiðtoga landanna til að nota þau úr-
ræði sem þeim standa til boða.
„Við getum gert betur en þetta.“
OECD lækkar hagvaxtar-
spá evrusvæðisins
Eftir Delphine Strauss
í London
Horfurnar eru ekki mjög
góðar fyrir öflugustu hag-
kerfi Evrópu og skrifast
það m.a. á Bandaríkin,
Kína og Brexit.
AFP
Hagvaxtarhorfur Þýskalands hafa versnað til muna frá síðustu spá.