Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 13FRÉTTIR
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
BÓKIN
Leitun er að einstaklingum sem
njóta meiri virðingar en snjallt at-
hafnafólk sem kýs að nota auðæfi sín
og velgengni til að láta gott af sér
leiða.
James O‘Toole,
prófessor við Mars-
hall School of Bus-
iness í Kaliforníu,
hefur skrifað mikinn
doðrant um þennan
merkilega hóp úr-
valsmanneskja, og
bendir þar m.a. á að
það er allt annað en
auðvelt að hafa stórt
hjarta og fallegar
hugsjónir í hörðum
heimi bandarísks at-
vinnulífs.
Bókin heitir The Enlightened
Capitalist: Cautionary Tales of Bus-
iness Pioneers Who Tried to Do Well
by Doing Good.
O‘Toole nefnir sem dæmi mann-
vinina Ben Cohen og Jerry Green-
field, stofnendur ísbúðaveldisins
Ben & Jerry‘s. Þeir lögðu af stað
með háleitar hugsjónir, s.s. að aldrei
yrði meira en fimmfaldur munur á
launum stjórnenda og lægst launuðu
starfsmanna fyrirtækisins, og að all-
ir myndu njóta góðs af velgengni fé-
lagsins. Rákust þeir á endanum á
vegg þegar þeir vildu verja allgóðum
skerf af digrum sjóðum fyrir-
tækisins í stórhuga
verkefni á borð við að
koma heilli neðanjarð-
arlestarstöð í New
York í gott horf. Ekki
hugnaðist öllum góð-
mennskan jafn vel og
reglur markaðarins
settu þeim skorður.
Höfundur bendir á
að þó góðgerðarstarf
og kauphallarkapítal-
ismi virðist stundum
ekki geta átt samleið
þá kunni það að vera
að breytast með til-
komu svokallaðra B-fyrirtækja (þar
sem „B“ stendur fyrir „benefit“).
Þannig félög eru þannig gerð frá
grunni að aðalmarkmið starfsemi
þeirra er að gera öllum gagn: starfs-
fólki, umhverfi, og samfélagi – og
lögin leyfa stjórnendum að reka
þessi fyrirtæki með þeim hætti að
fleira en bara hagsmunir hluthafa sé
haft að leiðarljósi. ai@mbl.is
Góðhjartaðir kapítal-
istar koma til bjargar
Fyrir skömmu var fjallað á þessum vettvangi umábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna í rekstr-arvanda hlutafélaga. Það er óhjákvæmilegur
fylgifiskur rekstrar af öllu tagi að ekki tekst alltaf vel
til og stundum kemur til þess að félög lenda í rekstr-
arvanda sem getur endað með því að tjón hlýst af, svo
sem vegna gjaldþrotaskipta eða nauðasamninga.
Eitt af megineinkennum hlutafélaga er hin tak-
markaða ábyrgð sem þeim fylgir. Þannig ábyrgist fé-
lagið sjálft að jafnaði skuldbindingar sínar með öllum
eigum sínum og réttindum, hvaða nafni sem nefnast.
Er almennt talið að hlutafélaga-
formið sé mikilvægur drifkraftur
athafnalífs, einmitt vegna hinnar
takmörkuðu ábyrgðar, og geri að
verkum að hugmyndum er komið
í framkvæmd, mörgum þeirra
með góðum árangri. Til stofn-
unar hlutafélags leggja hluthafar
þess fram áhættufé í formi hluta-
fjár og takmarka þannig ábyrgð
sína á skuldbindingum félagsins.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Stjórnarmenn og stjórn-
endur hlutafélags, endurskoð-
endur og skoðunarmenn geta
þurft að axla ábyrgð persónulega
vegna tjóns sem þeir valda hlutafélaginu sjálfu í störf-
um sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi.
Þessir aðilar geta með öðrum orðum orðið bótaskyldir
vegna starfa sinna ef þeir hafa með athöfnum sínum
eða athafnaleysi brotið gegn skyldum sínum gagnvart
félaginu. Er um þetta atriði fjallað í 134. gr. laga um
hlutafélög.
Í dómaframkvæmd, m.a. í málum sem risu í kjölfar
falls bankanna, hefur verið leitt í ljós að einstakur
hluthafi getur í þessu sambandi átt sjálfstæðan rétt til
að leita réttar síns gagnvart fyrirsvarsmönnum félags
og ekki skipti máli þótt aðrir hluthafar kunni að eiga
sambærilegan rétt.
En ábyrgð fyrirsvarsmanna félags getur einnig
vaknað í rekstrarerfiðleikum. Í 64. gr. laga um gjald-
þrotaskipti o.fl. eru tvær reglur sem varða atriðið um
hvenær getur komið til gjaldþrotaskipta að kröfu fé-
lagsins sjálfs. Annars vegar er 1. mgr., sem leyfir fé-
laginu, eða skuldaranum, eins og það er nefnt í
ákvæðinu, að krefjast skipta á búi sínu. Hins vegar er
í 2. mgr. lögð á hann skylda að óska gjaldþrotaskipta.
Í Hæstaréttarmáli nr. 187/2016, þar sem tekist var
á um viðurkenningu skaðabótaskyldu af þessu tagi,
var komist að þeirri niðurstöðu að fyrirsvarsmenn fé-
lags væru skaðabótaskyldir vegna tjóns sem lán-
ardrottinn félagsins varð fyrir vegna vanrækslu
þeirra að gangast fyrir því að bú félagsins yrði tekið
til gjaldþrotaskipta eftir að það varð ógjaldfært.
Mat þess hvort ógjaldfærni
sé til staðar er á hinn bóginn
hvorki klippt né skorið. Stund-
um geta aðstæður verið þannig
að fyrir liggur óyggjandi vís-
bending um það, svo sem ef
fjárnámi eða kyrrsetningu er
lokið án árangurs. Annars má
hafa hliðsjón af orðalagi 1. mgr.
64. gr. gjaldþrotaskiptalaga.
Þar segir að skuldari geti kraf-
ist þess að bú sitt verði tekið til
gjaldþrotaskipta ef hann getur
ekki staðið í fullum skilum við
lánardrottna sína þegar kröfur
þeirra falla í gjalddaga og ekki
verði talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni
líða hjá innan skamms. Hér þarf að ákvarða hvað „í
fullum skilum“ merkir. Ganga verður út frá að það
þýði fullnaðaruppgjör skuldbindinga á gjalddaga en
ekki greiðsla að hluta. Þá þarf einnig að meta hvað
„innan skamms“ merkir. Það er að sönnu ekki ná-
kvæmur mælikvarði og verður að leggja til grundvall-
ar að það sé ekki meira en valdið er af mánaðarlegum
eða árstíðarbundnum sveiflum í viðkomandi atvinnu-
grein. Almennt má ganga út frá því að þessi mæli-
kvarði verði ekki teygður fram úr bókstaflegri merk-
ingu orðanna þannig að úr verði fjöldi mánaða eða
misseri. Til grundvallar mati þess sem telur sig hafa
orðið fyrir tjóni vegna þess að félag var ekki gefið
upp til skipta má þá eftir atvikum leggja gögn um
greiðsluörðugleika, fréttaflutning af bágum fjárhag
o.s.frv.
Meira um ábyrgð fyrirsvarsmanna
hlutafélaga í rekstrarvanda
LÖGFRÆÐI
Jón Þórisson
magister juris og starfar á lögmannsstofunni
Drangi lögmenn
”
Stjórnarmenn og
stjórnendur hlutafélags,
endurskoðendur og
skoðunarmenn geta
þurft að axla ábyrgð
persónulega vegna
tjóns sem þeir valda
hlutafélaginu sjálfu í
störfum sínum.