Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 16
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Vildi Icelandair aftur að borðinu
Loka Skelfiskmarkaðinum og..............
WOW air fær mánaðarfrest
Hætta að hafa opið í hádeginu
Tugprósenta afskriftir í húfi
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Gengi íslensku krónunnar hefur
lækkað um 0,8% frá því á mánudag-
inn síðasta sé miðað við gengis-
vísitölu Seðlabanka Íslands sem
mælir styrk íslensku krónunnar
gagnvart helstu viðskiptamyntum.
Seðlabanki Íslands greip inn í
gjaldeyrismarkað í gær með kaup-
um á gjaldeyri en bankinn hefur
ítrekað gripið inn í undanfarna mán-
uði til þess að stemma stigu við veik-
ingu íslensku krónunnar. Sé litið til
eins árs aftur í tímann hefur gengi
krónunnar lækkað um rúmlega 20%
gagnvart bandaríkjadal og um tæp-
lega 11% gagnvart evru.
Að sögn Daníels Svavarssonar,
forstöðumanns hagfræðideildar
Landsbankans, má líklega rekja
hreyfinguna á genginu undanfarna
daga til afnáms hafta á aflands-
krónur en lögin um breytingar á lög-
um um gjaldeyrismál og meðferð
krónueigna sem voru háðar sér-
stökum takmörkunum tóku í gildi á
mánudag.
„Einu opinberu upplýsingarnar
sem hafa komið fram og gætu verið
að hreyfa þetta er afnám hafta á
aflandskrónurnar. Líklega er það að
spila inn í. Ef þessir fjárfestar hafa
metið það sem svo að þeir vilji fara
út með krónurnar sínar þá veldur
það útflæði á gjaldeyrismarkaði,“
segir Daníel. Hann tekur þó fram að
afnám bindiskyldu á innstreymi nýs
innstreymis erlends gjaldeyris opni
á aukið innflæði til styrkingar ís-
lensku krónunni.
Sé litið til 12 mánaða aftur í tím-
ann segir Daníel að það verði að
setja í samhengi við það hvar Ísland
er statt í hagsveiflunni.
„Krónan hefur gefið talsvert eftir.
Það tengist almennt hvar við erum
stödd í hagsveiflunni og horfum í
ferðaþjónustu og þess háttar,“ segir
Daníel við ViðskiptaMoggann.
Morgunblaðið/Ómar
Gengi íslensku krónunnar hefur gefið töluvert eftir undanfarin misseri.
Aflandskrónur
veikja gengið
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Gengi íslensku krónunnar
hefur lækkað undanfarna
daga. Ný lög um aflands-
krónar spila þar stærsta
rullu.
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Samkvæmt mati samtakannaTransparency International er
Ísland í 14. sæti á lista yfir þau ríki
sem búa við minnsta spillingu í op-
inbera geiranum. Danmörk er efst,
jafnir í þriðja sæti eru svo m.a. Finn-
ar og Svíar, en Norðmenn eru næstir.
Í þessum fyrirmyndarríkjum kemstþó lítið annað á dagskrá í við-
skiptafréttum en fréttir af stærstu
peningaþvættismálum sögunnar. Í
gegnum þessi fyrirmyndarríki hafa
hundruð milljarða evra streymt frá
Rússlandi og öðrum fyrrum Sovét-
lýðveldum í gegnum útibú hinna
ýmsu norrænu banka.
Fréttir af Danske Bank bárust ásíðasta ári um að 200 milljörðum
evra hefði verið hleypt í gegnum
útibú bankans í Eistlandi á milli ár-
anna 2007 og 2015. Nýlegar fréttir
bendla Swedbank við þann vef. Í
þessari viku sögðu Berlingske og
YLE fréttir af því að Nordea-
bankinn hefði einnig verið nýttur til
þess að hvítþvo milljarða danskra
króna og að á þriðja hundrað af-
landsfélaga hefðu verið skráð fyrir
reikningum í útibúi Nordea-bankans
við Vesterport á árunum 2004-2014.
Eftir því sem ViðskiptaMogginnkemst næst eru litlar líkur á því
að þessi bylgja hafi teygt sig hingað
til lands, þrátt fyrir að Ísland hafi á
síðasta ári fengið falleinkunn frá
FATF hvað varðar tæki yfirvalda til
þess að stemma stigu við peninga-
þvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Að hluta til má „þakka“ fjármagns-
höftunum fyrir það. En nú er eins
gott að vera á tánum.
Streymt
í gegnÞeir höfðu himin höndum gripiðviðmælendur spjallaþátta-
stjórnandans á sunnudag. Þeir
höfðu séð pistil á vefsíðu RÚV þar
sem útlistað var hversu ógeðslegt
það væri að búa á Íslandi. Stærð-
fræðingurinn og Skriðjökullinn
tóku heilshugar undir þá heimssýn
og bentu á að ef þeir fengju hugð-
arefnum sínum framgengt yrði
staðan allt önnur og betri á eftir.
Síðar í sama þætti var „reynslu-bolti á sviðinu“ kallaður til
skrafs og ráðagerða, einkum vegna
reynslu sinnar af vettvangi Vinnu-
veitendasambandsins (VSÍ) og rík-
isstjórnar. Sá hafði lausnir á
reiðum höndum. Arftaki VSÍ sem í
dag nefnist SA ber höfuðábyrgð á
stöðunni á íslenskum vinnumarkaði.
Og af hverju? Jú, vegna þess að
enn hefur evrunni ekki verið troðið
í vasa launamanna um landið þvert
og endilangt. Það er ótrúlegt að
enginn hafi séð þetta fyrr. Alveg er
það víst að formaður Eflingar
myndi láta af hermdarverka-
starfseminni ef hún fengi bara
greitt í evrum.
Eða hvað? Lengi var það háleittmarkmið verkalýðshreyfing-
arinnar að tryggja öllum launa-
mönnum 300 þúsund króna lág-
markslaun fyrir fullt starf. Sú er
t.d. staðan í dag hjá verslunar- og
skrifstofufólki en það jafngildir því
að launamaður fái að lágmarki
1.752 kr. fyrir hverja unna vinnu-
stund. Hvernig skyldi því háttað í
Þýskalandi, búa þeir sem starfa í
sæluríki evrunnar við svo bágan
kost? Nei, þar er öðru til að dreifa,
en reyndar minna. Þar eru lág-
markslaunin 9,19 evrur á tímann,
jafnvirði 1.253 kr. á tímann. Hafa
þessi laun hækkað um 4% frá árinu
2018.
Ísland er ekki himnaríki og sístætter það verkefni að búa sam-
félagsgerðina þannig úr garði að
sem flestir fái notið sín, flestir á
eigin forsendum alfarið en að til
staðar sé stuðningur við þá sem að-
stoðar eru þurfi. En þegar litið er
til annarra ríkja heimsins er Ísland
ekki ógeðslegt og raunar benda
hagtölur til að á komandi misserum
verði ríkari færi en annars staðar á
að gera enn betur. Því til staðfest-
ingar má benda á að Hagstofa Ís-
lands gerir ráð fyrir 2,9% hagvexti í
ár og 2,7% á því næsta. OECD ger-
ir ráð fyrir að í fyrrnefndu sæluríki
verði hagvöxturinn 0,7% í ár og
1,1% á því næsta. Það er ekki
ógeðslegt að búa á Íslandi. Ef það
er ekki „ógeðslega“ gott nú þegar,
þá má benda á að allar forsendur
eru til að svo megi verða.
Er það ógeðslega gott?
Hagvöxtur á heims-
vísu mun nema 3,3%
í ár, samkvæmt ný-
birtri hagspá OECD
sem lækkar um 0,2%.
Hægir á al-
þjóðahagkerfinu
1
2
3
4
5