Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 9
sér sterka ímynd sem umhverfisvænt fyrirtæki? „Ég held að það sé tækifæri til að koma því betur til skila,“ svarar hún. „Við getum staðið okkur betur í að segja frá því, og erum að vinna í því núna. Við viljum að fólk viti af þessu.“ Um orkumál almennt segir Berglind að hún hefði óskað þess að yfirvöld, fyrirtæki og al- menningur væru komin nær í samtalinu um nýtingu orkuauðlindanna. Komast þarf að sam- komulagi þar um að hennar sögn. „Ég bind von- ir við orkustefnuna sem stjórnvöld eru með í vinnslu og á að vera tilbúin á næsta ári. Sú stefna gæti orðið góður grunnur fyrir um- ræðuna, ef við skilgreinum hvert við viljum fara, og hvernig við viljum nýta auðlindina.“ Þar á Berglind við hvort vilji sé til þess að nýta íslenska orku í álver, rafbíla, nýsköpun í orkugeira eða annað. En hvað með sæstreng, hvaða skoðanir hefur Berglind á honum og sölu raforku til útlanda? „Mér finnst sjálfsagt að skoða það. Hann er búinn að vera lengi í umræðunni, en það þarf að skoða tæknihliðina og viðskiptahliðina. Þetta yrði lengsti sæstrengur í heimi. Svo er það þessi samfélagslega og pólitíska samstaða sem þarf að nást.“ Í dag er þróunin sú að heimili nota minna raf- magn en áður útaf sparneytnari heim- ilistækjum. Þá mun snjallmælavæðing enn bæta rafmagnsnotkunina, útskýrir Berglind. „Snjall- mælavæðingin mun hafa í för með sér að fólk getur fengið lægra raforkuverð á nóttunni til dæmis, og getur hlaðið bílana þegar rafmagnið er ódýrast. Í dag er mun meiri raforkunotkun á daginn, en minni á nóttunni. Þarna eru tæki- færi.“ ON er með fleiri umhverfisvæn verkefni í gangi. Eitt þeirra er vetnisframleiðsla, en fyrir- tækið hefur nú þegar fest kaup á tveimur vetn- isbílum. „Það er líklegt að samgöngur framtíð- arinnar noti blöndu af rafmagni, vetni og metangasi. Vetni hentar vel fyrir stærri bíla, en þá er hægt að fylla á nokkrum mínútum.“ Berglind útskýrir að þar sem jarð- hitavirkjun framleiðir rafmagn jafnt allan sól- arhringinn, þá megi nýta umframrafmagn á nóttunni til vetnisframleiðslu, þegar minni eft- irspurn er í landinu. „Við erum í þann veginn að fara að hefja þessa framleiðslu, og munum svo selja vetnið á vetnisstöðvum Orkunnar. Orkan er með tvær vetnisstöðvar og sú þriðja er á leiðinni.“ Orka náttúrunnar selur rafmagn til 70 þús- und heimila og 10 þúsund fyrirtækja. Fá fyrir- tæki á Íslandi hafa þvílíkan fjölda viðskipta- vina. En hvernig nær ON að sannfæra viðskiptavinina um gæði vörunnar? „Umhverfisáherslan skiptir þar miklu máli, auk þess sem við bjóðum fyrirtækjum upp á orkusparnaðarráðgjöf, þannig að notkunin verði bæði betri fyrir umhverfið og budduna.“ Þá segir Berglind að ON hafi tekið sér stöðu með rafbílaeigendum með uppsetningu á hlöð- um fyrir rafbíla allt í kringum landið. „Rafbíla- eigendur eru eiginlega allir okkar viðskipta- vinir. Við gripum þennan bolta á lofti árið 2013 og byggðum upp net af hlöðum. Í fyrra opnaði síðasta stöðin í því átaki að opna hringveginn þeim sem eru á rafbíl.“ Fjölbýlishúsin næst á dagskrá Næstu skref í rafhlöðuvæðingunni eru fjöl- býlishúsin, að sögn Berglindar. „Nú er tæki- færi í að hjálpa fjölbýlishúsum að hafa aðgang að rafhleðslu fyrir rafbíla. Í fjölbýlishúsum búa margir, og erfitt er kannski að ná samstöðu og leysa úr málinu tæknilega.“ Hvaða áhætta fylgir rekstri eins og þeim sem ON stundar? „Ég sé bara tækifæri,“ segir Berglind og hlær. Blaðamaður lætur hana ekki sleppa svo auðveldlega. Það hlýtur að vera einhver áhætta eða áskorun í þessum rekstri eins og öðrum. „Stóra verkefnið okkar er uppbygging Jarð- hitagarðs ON í Ölfusi. Svo er stöðug áskorun að vera á samkeppnismarkaði, að þekkja við- skiptavininn og bjóða honum góða þjónustu. Þetta er að mörgu leyti sérstök vara, og það er gaman að finna út úr því hvernig er hægt að þjóna viðskiptavinum sem best.“ Heitavatnsframleiðslan er einnig mikilvæg í rekstri ON að sögn Berglindar. Sú framleiðsla stendur undir um 20% teknanna. „Þetta er mikilvægur hluti starfseminnar og teknanna. Nú erum við að stækka varmastöðina sem framleiðir heita vatnið. Það er rétt undir eins milljarðs króna framkvæmd. Það er að aukast eftirspurn eftir heitu vatni, bæði vegna fólks- fjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Það er áskorun að standa undir þessari ábyrgð. Þetta er svo mikil grunnvara.“ Áhugi er þónokkur erlendis frá á starfsemi ON að sögn Berglindar. „Við tökum þátt í samtali á alþjóðlegum vettvangi á sviði jarðvarmaorku. Á næsta ári mun verða haldið alþjóðlegt jarðvarmaþing hér á landi til dæmis. Svo er mikið leitað til okkar í jafnréttismálum í orkugeiranum, því þar erum við fyrirmynd. Mikill áhugi er líka erlendis frá á gas í grjót tækninni. Ég held að sá áhugi eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þegar umræðan um þá tækni fer að fara út fyrir vísindasamfélagið. Svo er hópur vísindamanna, sem fengu til þess Evrópustyrk, að þróa aðferðina þannig að hægt sé að binda koltvísýringinn við aðrar bergtegundir en bara basalt eins og við ger- um.“ Að lokum bið ég Berglindi að horfa fram á veginn. Þar eru það loftslagsmálin sem eru henni hugleiknust, en einnig nýsköpunin. „Mér finnst að við sem land séum alltaf að átta okk- ur betur og betur á því hvað nýsköpunin skipt- ir miklu máli. Hún mun á endanum skapa mikil verðmæti fyrir okkur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon hluti af lausninni ” Kolaorkuver losar átta hundruð grömm af koltví- sýringi á hverja unna kíló- vattstund en jarðvarma- verin okkar losa sjö grömm. Berglind Rán Ólafsdóttir segir að snjallmælavæðingin muni hafa í för með sér að fólk geti fengið lægra raforkuverð á nóttunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.