Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Icelandair kyrrsetur Max-þotur Auður býður upp á 4% innlánsvexti Hafa ekkert að segja um WOW Indigo hyggst setja meira í WOW Hyggjast ekki greiða vextina Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Tveir sjóðir í stýringu Eaton Vance eru eigendur að skuldabréfinu HEIMA 18.1 sem gefið var út af fasteignafélaginu Heimavöllum í apríl 2018. Í skilmálum skulda- bréfsins er kveðið á um að ekki megi afskrá bréf Heimavalla úr Kauphöll án samþykkis kröfuhaf- ans sem í hlut á á hverjum tíma. Vegna yfirvofandi afskráningar fé- lagsins af markaði, en ákvörðun þar um verður tekin á aðalfundi félags- ins síðar í dag, leitaði stjórn Heima- valla samkomulags við Eaton Vance um að sjóðurinn gangi ekki á gjaldfellingarheimild sína. Náðist slíkt samkomulag þann 8. mars síð- astliðinn gegn greiðslu gjalds sem nemur u.þ.b. 1% af eftirstöðvum höfuðstóls bréfsins. Samsvarar sú fjárhæð um 30 milljónum króna samkvæmt greinargerð stjórn- arinnar. Stjórn félagsins taldi mikilvægt að koma stöðu skuldabréfsins í fast- ar skorður þar sem gjaldfelling þess hefði virkjað gjaldfelling- arheimildir á öllum skráðum skuldabréfum Heimavalla, HEIMA 071225, 071248 og 100646. „Það væri óábyrgt af stjórn Heimavalla, ef tillaga um afskrán- ingu er samþykkt af tilskildum meirihluta félagsins, að koma ekki í veg fyrir mögulega gjaldfellingu á tæplega 1/3 hluta af núverandi lánsfjármögnun Heimavalla. Sam- þykki kauphöllin ekki að afskrá hlutabréf félagsins þá verður gjald- ið ekki greitt.“ Við lokun markaða í gær nam markaðsvirði Heimavalla 14,3 millj- örðum króna og stóð gengi félags- ins í 1,27. Það er nokkru lægra en útboðsgengi félagsins í fyrra var en það var 1,33. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Flest bendir til þess að Heimavellir verði teknir af markaði innan skamms. Greiða 30 milljón- ir við afskráningu Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjóðir í stýringu Eaton Vance fá 30 milljónir króna greiddar frá Heimavöllum, verði afskráning félagsins samþykkt í dag. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrr í vetur var bent á það, á þess-um vettvangi, að rót vandans í deilu launþega og vinnuveitenda væri hve dýrt það er að lifa í landinu. Jafn- vel lægstu launataxtar á Íslandi þættu háir í flestum öðrum löndum, en bóla hefur blásið út á fast- eignamarkaði og veldur því að lítið er eftir af launaseðlinum þegar búið er að borga leiguna. En það þarf ekki bara að laga hús-næðisvanda almennings (með því að byggja eins og 10.000 öríbúðir í hvelli), heldur glímir atvinnulífið líka við alvarlegan fasteignavanda. Fast- eignamat atvinnuhúsnæðis hefur nefnilega rokið upp, og með því fast- eignaskattar og lóðaleiga sem eru margfalt hærri fyrir atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Einn viðmælandi sagði að byrði fyrirtækja af þessum sköttum hefði áður verið eins og að borga leigu einn auka mánuð á ári, en sé núna á við þriggja mánaða leigu. Eins og það sé ekki nóg þá skikkareglugerðir fyrirtækin til að inn- rétta húsnæði sitt á hinn og þennan veginn. Sem dæmi þurfti eigandi lít- illar verslunar að hafa mikið fyrir því að fá undanþágu frá því að hafa 9 fer- metra salerni með hjólastólaaðgengi í glænýju verslunarrými, og breytti litlu þótt hann benti á að mjög góð salernisaðstaða fyrir fatlaða væri steinsnar frá búðinni. Kannski væri meira svigrúm fyrirlaunahækkanir ef tækist að minnka skattpíninguna og draga úr endalausum afskiptunum. Fasteigna- vandi fyrirtækja Það er ekki aðeins í SeðlabankaÍslands sem undirbúningur er hafinn að brotthvarfi bankastjórans. Skömmu eftir að skipt verður um mann í brúnni í Svörtuloftum mun ítalinn knái, Mario Draghi, hverfa úr stóli seðlabankastjóra Evrópu. Segja kunnugir að báðir hlakki stjórarnir mikið til. Már vegna þess að brotthvarfið sé eina leiðin sem hann hafi til að komast hjá brott- rekstri. Þannig geti hann sagt auð- mjúkur við forsætisráðherrann hug- umprúða að það taki því ekki að reka hann – hann sé hvort eð er að hætta. Draghi hefur aðrar ástæður til aðláta sig dreyma um fyrsta dag nóvembermánaðar. Ástæðan er sú að þá þarf hann ekki lengur að standa við það loforð sitt að gera „hvaðeina sem í hans valdi stendur til þess að bjarga evrunni“. Hann hefur á síðustu misserum fengið fjölmörg tækifæri til að horfast í augu við að evran er ekki aðeins meingölluð mynt, heldur ein mesta ógnin við fjárhagslegan og pólitísk- an stöðugleika í allri álfunni. Þegar svo er komið er betra að taka hatt sinn og staf en að þurfa að éta ofan í sig stórkarlalega yfirlýsinguna frá árinu 2012, sem fékk flesta til þess að varpa öndinni léttar þegar henni var varpað fram. En Draghi hefur setið of lengi ogum leið reynt að efna loforðið sem hann ekki gat staðið við. Þegar hann taldi sig vera kominn fyrir vind, í kjölfar þess að hafa dælt jafn- virði yfir 300 þúsund milljarða króna út á markaðinn í Evrópu í veikri von um að hagkerfi svæðisins myndi taka við sér, sagði hann holum hljómi að ætlunarverkið hefði tekist. En óðara en hann greindi frá því var hafist handa að nýju við að dæla fjármagni út á markaðina. Afleiðing- arnar geta aðeins orðið á einn veg. Og á sama tíma og álfan engistog Draghi horfir dreyminn til loka októbermánaðar hamast Evr- ópusambandið á Bretum – með ágætri aðstoð sjálfs forsætisráð- herrans sem ekki veit sitt rjúkandi ráð. En hefur Evrópa efni á þessum strákskap? Árið 2017 fluttu Bretar út vörur til annarra ESB-ríkja fyrir jafnvirði 42.500 milljarða króna. ESB-ríkin seldu Bretum vörur og þjónustu fyrir 53.000 milljarða á sama tíma. Ætla menn að skaða þetta flæði til frambúðar? Einn kemur þá annar fer Boeing hefur hætt við að kynna nýtt flagg- skip fyrirtækisins, far- þegaþotuna Boeing 777X, vegna slysa. Hætta við kynn- ingu vegna slysa 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.