Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019FÓLK SPROTAR Advania Hrafnhild- ur Sif Sverrisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vef- lausna Advania. Hrafnhildur hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 13 ár og gegndi síðast starfi deildarstjóra viðmóts- lausna og hönnunar á veflausna- sviði. Áður starfaði Hrafnhildur sem verkefnastjóri hjá Árvakri, D3 og þar á undan sem kortagerða- sérfræðingur hjá Landmati og verkfræðistofunni Hnit. Hrafnhildur hefur lokið meistara- námi í verkefnastjórnun frá Háskól- anum í Reykjavík og í landakorta- gerð frá þýska tækniháskólanum í Karlsruhe. Nýr forstöðumaður veflausna Nýr norrænn fjárfestingarsjóður hefur íslenska sprota í sigtinu. Nordic Web Ventures setti sinn fyrsta sjóð á laggirnar fyrir að- eins ári síðan og hefur síðan þá fjárfest í 14 verkefnum í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Neil Murray stýrir Nordic Web Ventures (www.thenordicweb.vc) og segir hann að í næstu hrinu fjárfestinga sé stefnan sett á að leggja um og yfir 20 verkefnum til 50-75.000 dali að jafnaði, eða jafn- virði 6-9 milljóna króna. Sjóðurinn einblínir á norræna sprota á byrj- unarstigi sem eru að stíga sín fyrstu skref í leit að fjármögnun. „Við einskorðum okkur ekki við tiltekinn geira og gildir t.d. einu hvort ætlunin er að þróa fjár- tæknilausn, heilbrigðisvöru, hug- búnað eða vélbúnað. Meiru skiptir að teymið á bak við hugmyndina hæfi vörunni og þeim markaði sem sprotinn er með augastað á,“ útskýrir Neil. „Leitum við að fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera og býr yfir góðum skilningi á þeim vanda sem á að leysa með nýrri vöru eða þjón- ustu.“ Gallinn við norræna styrkjakerfið Neil er Breti en settist að í Kaupmannahöfn fyrir fimm árum og varð fljótlega virkur í frum- kvöðlasamfélaginu þar. Á endanum tókst honum að leiða saman vel tengda og fjársterka aðila úr ýms- um kimum hins alþjóðlega nýsköp- unarheims til að stofna sjóðinn, og þannig fjölga þeim valkostum sem norrænum frumkvöðlum standa til boða. Hann segir það kerfi ríkis- styrkja sem flest ríki Norðurlanda bjóða upp á hafa ákveðna galla og sé það mögulega að gera sprota- fyrirtækjum bjarnargreiða. „Stjórnvöld krefjast þess iðulega af frumkvöðlum að þeir jafni opin- bera styrki með jafnháu framlagi frá fjárfestum. Fyrir vikið eru frumkvöðlarnir ólmir að finna þetta viðbótarfjármagn, sama hvaðan það kemur, og fá inn fjár- festa sem passa ekki endilega við verkefnið. Raunin er að þegar kemur að því að byggja upp rekst- ur þá verður að gera greinarmun á „snjöllum“ peningum og „misvitr- um“ peningum. Í reynd ætti að líta á fjármagnið sem hálfgert auka- atriði þegar sprotafyrirtæki fær fjárfesti til liðs við sig, því sú þekking og sambönd sem fylgja rétta fjárfestinum eru mun verð- mætari en peningarnir. Að taka inn hvaða fjárfesti sem er bara til þess að jafna framlag úr opinber- um sjóði er því til marks um ákveðna skammsýni.“ Að mati Neils þarf að vanda til verka til að finna rétta jafnvægið í opinberum stuðningi við sprota- geirann. Finna má mörg góð dæmi um vel heppnuð stuðningsverkefni á Norðurlöndunum en ef t.d. frum- kvöðlar byrja að einblína um of á umsóknarfresti opinberra sjóða, og hreyfa sig ekki úr stað fyrr en þeir hafa fengið styrk, þá dragi það úr kappsemi þeirra. Spár sem allir vita að munu ekki standast En hvernig eiga sprotar þá að bera sig að við leitina að rétta fjárfestinum? Neil segir það vissu- lega rétt að sumir fjárfestar slái um sig með alls kyns loforðum og yfirlýsingum sem síðan reynist ekki mikil innistæða fyrir. „Það sem ég myndi gera, sem frum- kvöðull, er að biðja áhugasaman fjárfesti að gera eitthvað fyrir fé- lagið áður en hann leggur því til pening, s.s. koma á fundi með til- vonandi viðskiptavini. Bestu fjár- festarnir eru meira en viljugir til að verða þannig að liði, og sýna getu sína í verki.“ Þá segir Neil mikilvægt að það liggi skýrt fyrir í upphafi hversu náið sambandið á að vera milli fjárfestis og sprota. „Mín regla er að frumkvöðullinn sé alltaf sá hæf- asti til að vita hvað er sprotanum fyrir bestu. Hann á að fá að ráða ferðinni og fjárfestirinn á ekki að vera með puttana í stóru og smáu. Kannski hentar best að hittast mánaðarlega eða á nokkurra vikna fresti – og fer eftir því hvernig málin þróast hjá sprotanum. Inn á milli gætu komið tímabil sem kalla á dagleg samskipti, en þá bara ef það er til þess gert að hjálpa frumkvöðlinum. Fjárfestirinn á að vera til staðar, reiðubúinn að hjálpa, en frumkvöðullinn á ekki að þurfa að vera með hann á bak- inu.“ Aðspurður hvernig eigi að ganga í augun á fjárfestum segir Neil að honum þyki t.d. ekki mjög sann- færandi þegar frumkvöðlar koma til hans og segjast hafa vilyrði fyr- ir opinberum styrk ef þeir bara fá mótframlag. „Önnur algeng villa er að reyna að heilla fjárfesta með ævintýralegum hagnaðarspám. Raunin er að allir vita að þannig spár eru í besta falli ágiskun og hafa í raun ekkert gildi. Er betra ef frumkvöðlar eru opinskáir þeg- ar kemur að þeim áskorunum og óvissu sem þeir standa frammi fyr- ir, frekar en að þeir fari í sölu- mannsgírinn. Í stað þess að lofa risahagnaði á skömmum tíma ættu þeir að sýna fram á að sterkur hópur fólks standi að verkefninu og að þau hafi rétta drifkraftinn. Reynslumiklir fjárfestar vita að sprotar þróast sjaldan samkvæmt áætlun, og ekki ósennilegt að við- skiptaáætlunin breyti alveg um stefnu, en með rétta fólkinu verður það ekki vandamál.“ Neil segir frumkvöðla ekki blekkja neinn með tali um skjótfenginn auð. Að koma sprota á laggirnar er þrautaganga. Ekki sama hvaðan pen- ingarnir koma Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sú þekking og sambönd sem fjárfestar búa yfir skipta oft meira máli fyrir velgengni sprotafyrirtæki en það fjármagn sem þeir setja í reksturinn. VISTASKIPTI Icelandair Group Gísli S. Brynjólfsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair (e. Director of Global Marketing). Í tilkynningu segir að Gísli hafi starfað hjá Hvíta húsinu auglýsingastofu í 15 ár, þar af síðastliðin átta ár sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði hann sem sölu- og kynningarstjóri hjá Skýrr hf., eða á árunum 1999 til 2002. Gísli sat í stjórn Ímark frá 2011 til 2014. Hann er með BSc. gráðu í al- þjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MSc. gráðu í alþjóða- viðskiptum frá Grenoble Ecole de Management í Frakklandi. Ráðinn forstöðumaður markaðsmála Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heim Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr. Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr. Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr. ili Sendum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.