Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019FRÉTTIR
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
ALLAR GERÐIR
STIMPLA
• DAGSETNINGASTIMPLAR
• BÓKHALDSSTIMPLAR
• TEXTASTIMPLAR MEÐ LÓGÓ
Stimplaverslun á netinu
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Evrópskar eftirlitsstofnanir hafa af
því áhyggjur að Deutsche Bank
skorti þá „vægðarlausu grimmd“
sem þarf til að samruni við
Commerzbank beri tilskilinn árang-
ur og munu aðeins samþykkja sam-
runa bankanna ef fyrir liggur fram-
kvæmdaáætlun sem er í senn
„trúverðug og raunhæf“.
Stærsti banki Þýskalands á núna í
viðræðum um mögulega yfirtöku á
helsta innlenda keppinaut sínum.
Hafa sumir hluthafar, formaður
stjórnar bankans og þýska ríkis-
stjórnin mælt með því að ráðist verði
í samruna hið bráðasta.
Með því að steypa rekstri bank-
anna saman yrði til næststærsti
banki evrusvæðisins, með samtals
1.900 milljarða evra eignasafn.
Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki
Þýskalands og þýska bankaeftirlitið,
BaFin, þurfa að leggja blessun sína
yfir samrunann. Fólk sem starfar
hjá þessum stofnunum hefur tjáð
Financial Times að helsta áhyggju-
efnið sé að ef samruninn mislukkast
muni þurfa að leysa úr enn stærri
vanda.
„Til að samruni gangi upp verður
að beita vægðarlausri grimmd,“ seg-
ir hátt settur stjórnandi hjá einni af
þessum stofnunum, og bætir við: „Ef
samruninn fer út um þúfur munu
stjórnvöld þurfa að greiða úr vand-
ræðum sem við myndum gjarnan
vilja vera laus við.“
Í síðasta mánuði gaf stjórn
Deutsche bankastjóranum Christian
Sewing umboð til að hefja óform-
legar viðræður við Commerzbank.
Sewing sagði á síðasta ári að
Deutsche myndi þurfa 18 mánuði til
að ljúka við uppstokkun í starfsemi
bankans áður en það færi að verða
tímabært skoða möguleikann á sam-
runum og yfirtökum.
Tugir þúsunda starfa í húfi
Stjórnandinn sem vitnað var í hér
að ofan segir ef stjórnvöldum á að
þykja áætlun um skjótan samruna
trúverðug verði hún að „snúast um
grundvallaratriðin“. Tveir heimild-
armenn sem þekkja vel til hjá sömu
stofnun staðfestu áhyggjur stjórn-
andans. Seðlabanki Evrópu, Bundes-
bank og BaFin vildu ekki tjá sig op-
inberlega um málið.
„Stærsti óvissuþátturinn er
hversu vel mun takast til við fram-
kvæmd samrunans,“ segir Kian
Abouhossein, markaðsgreinandi hjá
JPMorgan.
Eftirlitsaðilar eru að setja sig í
stellingar til að vakta samrunann
mjög náið, og munu halda reglulega
fundi með æðstu stjórnendum bank-
anna, svo að tryggja megi að fram-
kvæmd samrunans fylgi áætlun.
„Eftirlitsstofnanirnar munu spila
maður á mann,“ segir fyrrnefndur
stjórnandi, og vísar þar til leik-
aðferðar í knattspyrnu þegar
varnarmenn fylgja náið eftir til-
teknum leikmönnum úr liði andstæð-
inganna.
Markaðsgreinendur, fjárfestar og
stjórnvöld telja fullvíst að það hvort
samruninn takist vel muni velta á því
að vel gangi að draga úr rekstrar-
kostnaði í Þýskalandi – heimamark-
aði bankanna þar sem flókið reglu-
verk og sterk stéttarfélög móta
viðskiptaumhverfið.
Greinendur áætla að 20.000 störf
og jafnvel rúmlega það gætu lent
undir niðurskurðarhnífnum. „Þetta
myndi verða blóðbað,“ segir annar
hátt settur embættismaður. Stéttar-
félagið Verdi, sem á fulltrúa í stjórn-
um beggja bankanna, hefur lýst
andstöðu sinni við samrunann.
Óttast að Deutsche klúðri samruna
Eftir Olaf Storbeck í Frankfurt
Ef samruni Deutsche
Bank og Commerzbank á
að skila tilætluðum ár-
angri þarf að ráðast í blóð-
ugan niðurskurð hjá bönk-
unum tveimur.
Þúsundir milljarða evra 0,5 1,0 1,5 2,0
Eignir sameinaðs banka Deutsche Bank og
Commerzbank og annarra evrópskra banka
HSBC
MVP Paribas
Deutcche Bank
+ Commerzbank
Credit Agricole
Banco Santander
Société Générale
Barclays
Lloyds Banking
ING Group
UBS
Unicredit
Intesa Sanpaolo
RBS
Credit Suisse
BBVA
Standard Chartered
Nordea
Natixis
Danske Bank Heimild: Bloomberg
Deutsche
Bank
Deutsche
Bank
= þúsund starfsmenn = þúsund starfsmenn
Deutsche
Bank
Commerz-
bank
Commerz-
bank
Commerz-
bank
Útibú í
Þýskalandi
Starfsmenn
í Þýskalandi
Starfsmenn
á heimsvísu
Földi útibúa og starfsmanna
Deutsche Bank og Commerzbank
Heimild: Bloomberg
1.409
1.000
AFP
Gangi samruni Deutsche Bank og Commerzbank í gegn gera greinendur
ráð fyrir að 20.000 störf muni lenda undir niðurskurðarhnífnum.