Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
EGGERT
Frumvarp um opinberan fjárstuðning við öflun ogmiðlun frétta og fréttatengds efnis var kynnt í jan-úar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði
meðal annars við kynningu frumvarpsins að það væri mik-
ilvægt úrlausnarefni að styrkja rekstrarumhverfi einka-
rekinna fjölmiðla. Frumvarpið hefur hins vegar fallið í
grýttan jarðveg og sumir hafa jafnvel haldið því fram að
það muni gera illt verra.
Hagstofan birti fyrr í vikunni upplýsingar um tekjur
fjölmiðla fyrir árið 2017. Upplýsingar um þessar tekjur
voru fengnar frá rekstraraðilum fjölmiðla til fjölmiðla-
nefndar frá 2011 og Hagstofu
Íslands, auk þess sem árs-
reikningar voru skoðaðir. Í
þeim tilfellum sem upplýs-
ingar vantaði frá rekstrarað-
ilum voru tekjur reiknaðar út
frá virðisaukaskatti og öðrum
fyrirliggjandi gögnum.
Þetta er, að því er grein-
arhöfundur best veit, í annað
skiptið sem tekjutölur um
fjölmiðlamarkaðinn eru settar
fram með þessum hætti hér á
landi. Tölurnar gefa því skýra
mynd af fjölmiðlamarkaðnum
en áður höfðu þær að stórum
hluta verið áætlaðar. Heildar-
tekjur fjölmiðla árið 2017
námu 27,9 milljörðum króna
sem skiptust þannig að tekjur
af notendagjöldum voru tæpir
15 milljarðar og af auglýs-
ingum og kostun rúmlega 13
milljarðar.
Helstu niðurstöður Hag-
stofunnar voru þær að hlutdeild einkarekinna fjölmiðla
nam 78% af samanlögðum tekjum á fjölmiðlamarkaði og
84% af heildarauglýsingatekjum. Þetta þýðir að hlutdeild
RÚV var 22% af heildartekjum fjölmiðlamarkaðsins og
16% af heildar auglýsingatekjum.
Hægt er að horfa öðruvísi á hlutdeild RÚV með því að
skoða einungis sjónvarps- og hljóðvarpsmarkaðinn. Árið
2017 féllu um 58% tekna af hljóðvarpi og um 29% af
tekjum af sjónvarpsstarfsemi í hlut Ríkisútvarpsins. Á
sama tíma nam hlutdeild þess í auglýsingatekjum hljóð-
varps 34% og 48% í auglýsingatekjum sjónvarps.
Óumdeilt er að rekstrarumhverfi einkarekinna miðla er
erfitt. Í umræðunni hefur því gjarnan verið haldið fram að
sterk staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sé einn
helsti orsakavaldurinn. Niðurstöður Hagstofunnar benda
til þess að fyrirferð RÚV sé ef til vill ekki eins mikil og af
hefur verið látið.
Hvort RÚV á að vera á auglýsingamarkaði eða ekki er
eilíft þrætuepli. Þar eru rök með og á móti. Flestir miðlar,
sem eru reknir í almannaþágu í Evrópu, eru fjármagnaðir
með afnotagjöldum og auglýs-
ingum. Þegar við lítum okkur nær
eru hins vegar ríkisfjölmiðlarnir í
Englandi og á Norðurlöndunum
eingöngu fjármagnaðir með af-
notagjöldum. Þegar kemur að til-
verurétti ríkisútvarps eru flestir
sammála um mikilvægi þess fyrir
samfélagið. Það sama má reyndar
segja um einkamiðlana.
Hagstofan birti í desember síð-
astliðnum tölur um skiptingu ís-
lenskra auglýsingatekna milli teg-
unda fjölmiðla. Þar kom fram að
samþjöppun væri veruleg á aug-
lýsingamarkaði og að fimm aðilar
skiptu á milli sín 75% af auglýs-
ingatekjum. Einnig kom fram að
tekjudreifingin væri verulega
ójöfn sem sést á því að helmingur
fjölmiðla hafði innan við 20 millj-
ónir í tekjur af auglýsingum.
Þetta þýðir að markaðurinn ein-
kennist af fáum stórum fjöl-
miðlum og mörgum smáum.
Af þessu má álykta að vandamálið sé ekki einskorðað
við RÚV, heldur sé stærð annarra fjölmiðla einnig hluti
vandans. Þetta á við þegar samþjöppun er skoðuð á aug-
lýsingamarkaðnum. Hér þarf að skoða vel hvernig sam-
þjöppunin er þegar horft er til heildartekna á fjölmiðla-
markaðnum. Hvort frumvarp menntamálaráðherra skili
þeim árangri sem því er ætlað, á eftir að koma í ljós. Hins
vegar er full ástæða til að skoða samþjöppun á fjölmiðla-
markaði betur en gert hefur verið hingað til.
MARKAÐSMÁL
Þorsteinn Þorsteinsson
hagfræðingur (M.Sc.)
Tekjur fjölmiðla
”
Hagstofan birti í desember
síðastliðnum tölur um
skiptingu íslenskra auglýs-
ingatekna milli tegunda
fjölmiðla. Þar kom fram að
samþjöppun væri veruleg á
auglýsingamarkaði og að
fimm aðilar skiptu á milli sín
75% af auglýsingatekjum.
Einnig kom fram að tekju-
dreifingin væri verulega
ójöfn sem sést á því að
helmingur fjölmiðla hafði
innan við 20 milljónir í
tekjur af auglýsingum.
FORRITIÐ
Skiptar skoðanir eru um hvort það
er skynsamleg ráðstöfun á pen-
ingum og tíma að fara í MBA-nám.
Sumir telja að offramboð sé á fólki
með MBA-gráðu og fyrir vikið sé
hún ekki sá stökkpallur upp met-
orðastigann sem margir vonast
eftir. Aðrir vilja meina að MBA-
gráða frá góðum háskóla opni allar
dyr upp á gátt, geri stjórnendur
langtum færari og hjálpi þeim að
byggja upp skothelt tengslanet.
Forritið Aibo (getaibo.launc-
haco.com) fór nýlega í loftið og
getur kannski auðveldað lesendum
að sjá hvort að MBA-nám sé val-
kostur sem vert sé að skoða nánar.
Höfundur Aibo segir forritið
færa notendum á silfurfati alla
grunnþekkingu MBA-náms – og
það á innan við 24 klukkustundum.
Fer kennslan fram í gegnum
spjallkerfi Facebook og sér gervi-
greind um að leiða notandann í
gegnum námsefnið með dæmum
og spurningum sem fengnar eru að
láni frá sumum virtustu við-
skiptaháskólum heims.
Samhliða spjallinu hafa nem-
endur aðgang að Facebook-hóp
þar sem þeir geta skipst á skoð-
unum og krufið námsefnið inn að
beini, og allt er þetta ókeypis.
ai@mbl.is
MBA-námið klárað
á einum sólarhring