Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 13FRÉTTIR BÓKIN Hver rannsóknin á fætur annarri hefur rennt stoðum undir þá kenn- ingu að ein helsta skýringin á mis- góðri stöðu kynjanna á vinnumarkaði sé að karlar eiga það til að ofmeta eigin getu, á meðan konum hættir til að vanmeta hvers þær eru megnugar og hvar þær standa. Fyrir vikið trana mishæfir karlar sér fram á með- an mun hæfari konur halda sig til hlés. Argentínski sálfræð- ingurinn Tomas Cha- morro-Premuzic hefur skrifað bók um þetta efni: Why Do So Many Men Become Leaders? (And How to Fix It). Þar bendir hann á að þegar kemur að því að velja stjórnanda eigi at- vinnulífið það til að hampa körlum sem líta mjög stórt á sig og eru mjög sjálfmiðaðir í ofanálag. Chamorro- Premuzic, sem kennir við UCL og Columbia, segir að þess háttar per- sónueinkenni ættu þvert á móti að kveikja á viðvörunarbjöllum, því risaskammtur af sjálfstrausti sé alls ekki ávísun á góða stjórnunarhæfi- leika. Gengur höfundur- inn svo langt að segja að heilt á litið séu kon- ur betur til þess falln- ar en karlar að hafa mannaforráð þökk sé fimi í mannlegum samskiptum, meiri gæsku og betri sjálfs- stjórn. Því til viðbótar standa þær sig al- mennt betur en karl- arnir í háskólanámi. Chamorro- Premuzic segir að það eigi bæði við um karla og konur að hæfustu stjórnendurnir séu iðulega þeir sem eru ekki of uppteknir af að koma sjálfum sér sem lengst upp met- orðastigann heldur einbeita sér að því að hlúa vel að samstarfsfólki sínu og kunna að koma sér upp öflugu teymi – en því miður fellur þannig fólk iðulega í skugga þeirra sem eru með stæla og læti. ai@mbl.is Þegar vanhæfir karl- ar fljóta upp á topp- inn Tæp sjö ár eru frá því Landsdómur kvað upp sinndóm í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrrver-andi forsætisráðherra. Bæði fyrir og eftir mála- ferlin var boðuð endurskoðun á lögum um ráðherra- ábyrgð og Landsdóm og það meðal annars ámálgað að rétt væri að leggja niður Landsdóm sem sérdómstól um ráðherraábyrgð. Í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu síðla árs 2017 að málsmeðferð bæði saksóknara Alþingis og Landsdóms í máli Geirs H. Haarde hefði verið í samræmi við Mann- réttindasáttmála Evrópu virðist hafa dregið úr þeirri umræðu. Út frá hagnýtum sjónarmiðum má eftir sem áð- ur velta því fyrir sér hvort rétt sé að taka ákveðna þætti gildandi regluverks um ráð- herraábyrgð til endurskoðunar. Í 14. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a. að ráðherraábyrgð skuli ákveðin með lögum og að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Lands- dómur skuli dæma í þeim málum. Í ákvæðinu er útlistað að Alþingi fer með ákæruvald vegna ráð- herraábyrgðar og að tiltekinn sérdómstóll, Landsdómur, dæmi í slíkum málum. Telja verður nokkuð sterk rök fyrir því að hafa sérstakan dómstól til þess að leysa úr málum er varða ráð- herraábyrgð. Eðli málsins sam- kvæmt eru mál er lúta að ráðherraábyrgð viðkvæm í al- menningsumræðu. Haganlegt er því að almennir dómstólar standi utan við slíkan málarekstur. Jafnframt er skipan Landsdóms í íslenskri löggjöf með þeim hætti að 15 dómarar eiga sæti í réttinum, þar af 8 dómarar kosnir af Alþingi. Dómstóllinn hefur því mikið mannval og breiða skírskotun. Samkvæmt gildandi löggjöf er það Alþingi sjálft sem ákveður að höfða skuli mál á hendur tilteknum ráðherra eða fyrrverandi ráðherra, og í framhaldi af útgáfu ákæru er skipaður saksóknari Alþingis sem fer með eftirfarandi saksókn málsins fyrir Landsdómi. Óheppilegt er að sú skylda hvíli á alþingismönnum, s.s. í formi þingnefndar, að framkvæma rannsókn á samstarfsfólki sínu og kjósa svo um það hvort gefa skuli út ákæru á hendur til- greindum ráðherra. Alþingi er kleift að koma á fót óháð- um rannsóknarnefndum áður en t.d. ákvörðun er tekin um útgáfu ákæru en í slíkum tilvikum þarf þingið eftir sem áður að ákveða hvort tilefni sé til þess að rannsaka tilteknar embættisfærslur ráðherra. Velta má því fyrir sér hvort breyta mætti lögum um ráðherraábyrgð þannig að þau næðu í senn tilgangi sín- um um að leggja viðurlög við refsiverðum brotum ráð- herra og á sama tíma draga úr pólitískum áhrifum við beitingu þeirra, þótt eflaust verði erfitt að komast að öllu leyti hjá þeim. Til dæmis gæti verið rétt að hafa fastráðinn sak- sóknara Alþingis í hlutastarfi, sem gæti s.s. komið úr röðum embættismanna, fræðimanna eða dómara, sem rannsakaði kærur vegna meintra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Í kjölfar rannsóknar sem færi fram undir forystu saksókn- arans gæti hann lagt fram fyrir Alþingi formlega tillögu um ákæru á hendur tilgreindum ráðherra ásamt greinargerð. Það væri svo Alþingis að taka ákvörðun um útgáfu ákæru í samræmi við stjórnarskrá. Að höfða sakamál á hendur einstaklingum vegna brota í starfi er ekki léttvæg ákvörðun og skyldi aðeins gert ef burðugar líkur eru á sakfellingu. Þessi sjónarmið gilda um refsiverð brot á lögum um ráðherraábyrgð líkt og önnur refsilagabrot. Sá ágalli er á gildandi löggjöf um ráðherraábyrgð að frumuppspretta rannsóknar er hjá Alþingi. Sú skipan gerir það að verkum að lög um ráð- herraábyrgð geta annaðhvort verið ofnýtt í pólitískum tilgangi eða óvirk, í andstöðu við hefðbundin sjónarmið sakamálaréttarfars. Telja verður að tilefni sé til þess að endurskoða þennan anga ráðherraábyrgðar í íslenskri löggjöf. Ráðherraábyrgð og saksóknari Alþingis LÖGFRÆÐI Sindri M. Stephensen aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn ” Velta má því fyrir sér hvort breyta mætti lög- um um ráðherraábyrgð þannig að þau næðu í senn tilgangi sínum um að leggja viðurlög við refsiverðum brotum ráð- herra og á sama tíma draga úr pólitískum áhrif- um við beitingu þeirra Ert þú að spila í myrkri? Borgartúni 20 105 Reykjavík sími 585 9000 www.vso.isV E R K F R Æ Ð I S T O F A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.