Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 2

Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða í stöðu blásturshljóðfærakennara í 100% starf frá september 2019 Staða kennara á blásturhljóðfæri laus til umsóknar Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019. Hæfniskröfur: Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi. Laun: Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT. Nánari upplýsingar: Hugrún Sif Hallgrímsdóttir skólastjóri tónlistaskólans í síma 868 4925 eða á netfanginu tonhun@tonhun.is Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og færni á blásturshljóðfæri, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að vinna með börnum. Einnig þarf viðkomandi að vera metnaðarfullur og áhugasamur. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90. Kennt er á öll helstu hljóðfæri og er mikið samstarf milli grunnskóla og tónlistarskóla. Stór hluti nemenda kemur á skólatíma í kennslustundir. tonhun.is Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: kopavogur.is Grunnskólar Sérkennari í Álfhólsskóla Stærðfræðikennari á unglingastig í Salaskóla Umsjónarkennari á miðstig í Álfhólsskóla Umsjónarkennari á yngsta stig í Álfhólsskóla Umsjónarkennari í Hörðuvallaskóla Umsjónarkennari á yngsta stig í Salaskóla Umsjónarkennari á miðstig í Salaskóla Umsjónarkennari á miðstig í Vatnsendaskóla Þroskaþjálfi / sérkennari í Hörðuvallaskóla Leikskólar Austurkór – Ertu ævintýragjarn útigarpur? Leikskólakennari / leiðbeinandi í Baug Matreiðslumaður í Kópastein Umhverfissvið Tækniteiknari / verkefnastjóri Velferðarsvið Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk Eingöngu er hægt að sækja um störfin í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar Laus störf hjá Kópavogsbæ Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is MÁ BJÓÐA ÞÉR RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA? Við leitum að metnaðarfullum og snjöllum einstaklingum í sérfræðingateymin okkar. Um er að ræða tvö fjölbreytt og spennandi störf hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019. Nánari upplýsingar veitir Valka Jónsdóttir mannauðsstjóri, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við vinnum fyrir þig Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi. Sérfræðingur í stafrænni þróun raforkuflutningskerfis Starfið felst í áframhaldandi þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum fyrir rekstur flutningskerfis raforku. Stafrænar lausnir raforkukerfisins innifela meðal annars stjórn- og varnarbúnað tengivirkja, ýmsan mælabúnað og snjallnetslausnir. Menntunar- og hæfniskröfur • Rafmagnsverkfræðingur, tölvunarfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur. • Brennandi áhugi og þekking á sjálfvirknivæðingu og snjallnetslausnum. • Góð þekking á raforkukerfinu. • Þekking á stjórn- og varnarbúnaði fyrir raforkukerfi og samþættingu búnaðar er kostur. • Skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi umbótahugsun. • Hæfni í samskiptum og jákvæðni. Sérfræðingur í stjórn- og varnarbúnaði Starfið felur í sér rekstur á stjórn- og varnarbúnaði ásamt öðrum stafrænum búnaði í tengivirkjum Landsnets svo sem að annast prófanir, breytingar og uppfærslur. Bilanagreining og undirbúningur verkefna er einnig hluti af spennandi starfi við að hámarka áreiðanleika flutningskerfisins með nútíma tækni. Menntunar- og hæfniskröfur • Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur. • Þekking á stjórn- og varnarbúnaði fyrir raforkukerfi. • Öryggisvitund og umbótahugsun. • Greiningafærni. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. • Hæfni í samskiptum og jákvæðni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.