Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Forstjóri Samgöngustofu Við leitum að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á þróun og framtíð samgöngumála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Ráðherra skipar forstjóra Samgöngustofu til fimm ára frá 6. ágúst nk. Forstjóri Samgöngustofu stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hjá Samgöngu- stofu starfa 150 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stofnunin fer með stjórnsýslu, öryggismál og eftirlit á sviði flugmála, umferðar- og vegamála, siglinga- og hafnamála. Meðal annarra verkefna Samgöngustofu eru rannsóknir, greining og þróun á starfssviðinu ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun um samgöngumál. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. • Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð. • Færni til að vinna að umbótum. • Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur. • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg. • Góð hæfni til samvinnu og í samskiptum. Umsókn skal fylgja stutt kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Samgöngustofu. Upplýsingar um embættið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytis- stjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í síma 545 8200. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 1. apríl nk. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@srn.is. Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is. Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is  Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Laus störf hjá Kópavogsbæ Höfðaskóli á Skagaströnd Staða skólastjóra laus til umsóknar Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hefur verið unnið í skólanum síðustu ár og þarf nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi. Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10. bekk og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og annað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Húsnæði skólans og allur aðbúnaður er góður. Stutt er í íþróttahús og tónlistarskóla og er gott samstarf þar á milli. Hlutverk og ábyrgð • Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla. • Stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfnikröfur • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða farsæl stjórnunarreynsla æskileg. • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi. • Vilji og áhugi á nýtingu upplýsingtækni í skólastarfi, þ.m.t. snjalltækja. • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og metnaður. • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun sem og í fjármálastjórnun og áætlanagerð er kostur. Umsókn Umsóknarfrestur er til og með 24. mars nk. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is Með umsókn skal skila starfsferilsskrá, nöfnum tveggja umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og grein- argerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Frekari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 452 2800 eða netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.