Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Djúpavogsskóli auglýsir eftir menntuðum kennurum
fyrir skólaárið 2019-2020 í eftirfarandi stöður:
• Skólastjóri grunn- og tónskóla (umsóknarfrestur framlengdur til 20.apríl)
• Umsjónarkennari 1. bekkjar
• Umsjónarkennari 2.-3. bekkjar
• Umsjónarkennari 4.-5. bekkjar
• Umsjónarkennari 6. bekkjar
• Umsjónarkennari 7.-8. bekkjar
• Dönskukennari á mið- og unglingastigi
• Enskukennari á öllum aldursstigum
• Upplýsinga- og tæknimennt á öllum aldursstigum
• Textílmennt og heimilisfræði á öllum aldursstigum
• Íþróttir og sund á öllum aldursstigum
Auk þess vantar þroskaþjálfa við skólann og stuðningsfulltrúa til að vinna með fötluðum nemanda á miðstigi.
Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is fyrir 1. apríl 2019
Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, veitir nánari upplýsingar sé þess óskað.
Deildastjóri
Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir deildarstjóra inn á Krummadeild í 100% starf frá 20. ágúst 2019.
Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli þar sem eru 37 börn. Krummadeild er yngri barna deild með 1-2 ára börnum.
Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta
Áhugasömum er bent á að skoða heimasíðu leikskólans www.bjarkatun.leikskolinn.is
Upplýsingar er hægt að nálgast hjá Guðrúnu S. Sigurðardóttur leikskólastjóra í síma 470 8720 eða í tölvupósti,
bjarkatun@djupivogur.is. Umsóknum ber að skila fyrir 1. maí 2019 í tölvupósti eða til leikskólastjóra
Hammersminni 15B. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Djúpavogshreppur auglýsir eftir umsóknum í stöðu
framkvæmdastjóra Ungmennafélags Neista og íþrótta þjálfara.
Einnig er laus til umsóknar staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar
Zion á Djúpavogi. Ekki er um full störf að ræða en ýmsir möguleikar eru
í boði og starfshlutfall sveigjanlegt.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.is
Er ekki kominn tími til að
hægja á og njóta?
Djúpavogshreppur iðar af lífi og gleði án þess að tapa sér í hraðaáráttu nútímans.
Hæglætið ræður ríkjum og lögð er áhersla á lífsgæði í leik og starfi.
Leitum að faglærðum
matreiðslumanni
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí 2019.
Við erum að leita eftir matreiðslumanni í fullt starf með
brennandi ástríðu fyrir íslenskri matargerð.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
Kaffivagninn leggur mikinn metnað í að veita góða þjónustu
og framúrskarandi mat.
Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Staðurinn er opin frá kl. 07:30-21.
Kaffivagninn hefur verið í rekstri síðan 1935 og nú er hann
viðkomustaður fólks á öllum aldri sem leitar eftir góðum mat
og frábæru andrúmslofti.
Hæfniskröfur:
· Snyrtimennska
· Stundvísi og reglusemi
· Reynsla sem kokkur
· Dugnaður
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Góð enskukunnátta
· Reyklaus
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferlisskrá og
kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.
Áhugasamir geta sótt um starfið á heimasíðu Foodco
https://umsokn.foodco.is/storf/ViewJobOnWeb.aspx?-
jobid=KAF03
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rún Hafliðadóttir,
maria@foodco.is.
Bókavörður
Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða bókavörð í
100% starf á bókasafn skólans. Um er að ræða
tímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
Starf bókavarðar felur í sér afgreiðslu við
nemendur og starfsfólk skólans, innheimtu gagna,
viðgerðir og þrif á bókum og öðrum gögnum
safnsins.
Hæfnikröfur:
Stúdentspróf.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta.
Almenn tölvukunnátta.
Við bjóðum:
Góða vinnuaðstöðu.
Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen
starfsmanna- og þróunarstjóri gunninga@verslo.is
eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 2.
apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á
netfangið verslo@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 930 nemendur. Á
bókasafni skólans starfa tveir bókasafns- og upplýsingafræðingar.
Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að
ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla
almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er
í starfið.
Byggðarráð Borgarbyggð-
ar hvetur Alþingi í ályktun
til að gera nauðsynlegar
endurbætur á frumvarpi um
breytingar á lögum um fisk-
eldi svo tryggt verði að af-
komu íbúa á þeim svæðum
landsins, þar sem virði lax-
veiðiáa skiptir verulegu máli
í fyrir búsetu og afkomu al-
mennings, verði ekki ógnað.
Á Vesturlandi nái starfsemi
veiðifélaga til 620 lögbýla og
þar séu tekjur veiðifélaga og
veiðiréttarhafa um þriðjung-
ur af þeim tekjum á landinu.
Þar fyrir utan sé marg-
vísleg afleidd þjónusta í
tengslum við laxveiði sem
skapar tekjur og viðurværi
fjölmargra. Í Borgarbyggð
séu nokkrar af verðmætustu
laxveiðiám landsins. Því sé
mikið hagsmunamál Vest-
lendinga að tekið sé mið af
þýðingu villtra laxastofna
fyrir afkomu og byggð.
„Sjókvíaeldi á frjóum
norskum laxi er ógn við
verðmæti sem hafa verið
varðveitt í margar kynslóðir
á lögbýlum landsins,“ segir
ályktuninni. „Ef þessi tekju-
stofn laskast eða hverfur
mun það hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar í búsetu í
dreifðum byggðum sveitar-
félagsins. Útsvars- og fast-
eignaskattar margra sveitar-
félaga í laxveiðihéruðum
Íslands geta skerst verulega
ef svo skyldi fara, með alvar-
legum afleiðingum fyrir
þessi samfélög.“
Skaði sé ekki
óafturkræfur
Í ályktun segir að efni
þess frumvarps til laga um
fiskeldi, sem nú liggur fyrir
Alþingi, samræmist ekki
þeirri markmiðsyfirlýsingu í
núgildandi fiskeldislögum
sem felur í sér að vöxtur og
viðgangur fiskeldis megi
ekki gerast á kostnað við-
gangs og nýtingar villtra
fiskstofna. „Byggðarráð
Borgarbyggðar ítrekar
mikilvægi þess að gætt sé
fyllstu varfærni í því að auka
fiskeldi í sjó þannig að ekki
verði unninn óafturkræfur
skaði á þeirri sérstöðu sem
Ísland hefur í okkar heims-
hluta vegna hinna einstöku
villtu laxastofna sem styrkja
búsetu og veita atvinnu í
gegnum verðmætar laxveiði-
ár.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Borgarfjörður Rennt fyrir lax á fallegum sumardegi í
Norðurá. Auðvitað tók fiskurinn enda var agnið einkar gott.
Varfærni sé gætt
Villtur lax dafni Hagsmuna-
mál Alþingi bregðist við
Gætt skal að matvælaöryggi
og lýðheilsu verði innflutn-
ingur á fersku kjöti og fleiru
slíku heimilaður, eins og lagt
er til í nýju frumvarpi sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Þetta segir efnislega í
umsögn sveitarstjórnar Blá-
skógabyggðar um frumvarpið
sem Alþingi mun fjalla um.
Þar er hvatt til þess að farið
verði að láta reyna á endur-
skoðun þeirra ákvæða innan
EES-samningsins sem fjalla
um innflutning á ófrystu kjöti.
Ísland hefur ótvíræða sérstöðu
sem eyja þar sem lítil notkun
er á sýklalyfjum við eldi
sláturgripa og í landbúnaði al-
mennt.
„Sveitarstjórn Bláskóga-
byggðar leggst gegn breyt-
ingum á reglum um innflutn-
ing og telur að hafa beri í for-
gangi að standa vörð um þá
sérstöðu íslensks landbúnaðar
sem fólgin er í lítilli lyfja-
notkun. Það sé gert með því að
farið sé að ráðleggingum
lækna og annarra sérfræðinga
sem lagst hafa gegn breyt-
ingum á reglum um innflutn-
ing, enda er útilokað að snúa
til baka, verði reyndin sú að
sýkingum af völdum fjöló-
næmra baktería fjölgi í fram-
tíðinni. Þá er aukinn innflutn-
ingur matvæla sem hægt er að
framleiða innanlands úr takti
við þá áherslu sem lögð er á
aukna sjálfbærni á heimsvísu í
anda Heimsmarkmiða Sam-
einuðu þjóðanna, segir í um-
sögninni. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kýr Landbúnaður er undirstaða í atvinnulífi í Bláskógabyggð.
Lýðheilsan ráði
Gegn innflutningi á kjöti
Úr takti við heimsmarkmiðin