Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 1
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
ÍÞRÓTTIR
Íþróttir
mbl.is
Noregsmeist-
urum Elverum
tókst ekki að
komast í efsta
sæti deildarinnar
í gærkvöldi. Lið-
ið tapaði með
fjögurra marka
mun fyrir Dram-
men, 26:22, á úti-
velli. Sigvaldi
Björn Guð-
jónsson skoraði 3 mörk fyrir Elver-
um en Þráinn Orri Jónsson komst
ekki á blað. Óskar Ólafsson skoraði
2 mörk fyrir Drammen sem situr í
þriðja sæti. Elverum deilir efsta
sætinu með Arendal. iben@mbl.is
Meistararnir
töpuðu
Sigvaldi Björn
Guðjónsson
Patrekur Jóhannesson hefur óvænt verið leystur
undan samningi nú þegar við austurríska hand-
knattleikssambandið um þjálfun karlalandsliðs
Austurríki. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem
Handknattleikssamband Austurríkis gaf út út síð-
degis í gær. Þar segir m.a. að ákvörðunin sé nið-
urstaðan af viðræðum milli yfirmanna sambands-
ins og Patreks, að samstarfinu skuli slitið og að
annar þjálfari komi að þjálfun landsliðsins og stýri
undirbúningi og þátttöku á Evrópumeistara-
mótinu á næsta ári. Mótið mun m.a. fara fram í
Austurríki en einnig í Noregi og í Svíþjóð. Samn-
ingur Patreks við austurríska sambandið átti að
vera í gildi fram yfir EM á næsta ári.
Haft er m.a. eftir íþróttastjóra austurríska
handknattleikssambandsins að árangur landsliðs-
ins á heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýska-
landi í janúar hafi valdið vonbrigðum en liðið hafn-
aði í 19. sæti.
Patrekur tók við þjálfun austurríska landsliðs-
ins af Magnus Andersson sumarið 2011. Undir
stjórn Patreks hefur austurríska landsliðið tekið
þátt í fjórum stórmótum, EM 2014, HM 2015, EM
2018 og HM 2019. Enginn af forverum Patreks í
starfi hefur náð viðlíka árangri. Undir hans stjórn
lék landsliðið 106 landsleiki, vann 45, tapaði 55 og
gerði sex sinnum jafntefli.
Eftir HM 2015 stokkaði Patrekur upp í lands-
liðshópnum. Hann kallaði inn yngri leikmenn sem
borið hafa liðið uppi síðan.
Patrekur vildi ekki tjá sig um uppsögnina við
Morgunblaðið í gær. Vísaði hann í fyrrgreinda yf-
irlýsingu. Í henni væri sagt allt sem segja þyrfti
en samkomulagsslitin hefðu verið gerð í bróðerni.
Patrekur tekur við þjálfun danska úrvalsdeild-
arliðsins Skjern í sumar. iben@mbl.is
Sá sigursælasti er hættur
Óánægja með árangurinn á HM er sögð ástæða fyrir brotthvarfi Patreks
marki liðsins allt keppnistímabilið
og varla verið undir 40% hlutfalls-
markvörslu. Hún er að mínu mati
besti leikmaður deildarinnar.
Ég sé fyrir mér að ÍBV reyni að
vera með sjö menn í sókn til þess
að skapa meira pláss fyrir sóknar-
mennina því Valsliðið leikur vörn-
ina mjög aftarlega og afar vel. Það
er eitthvað sem segir mér að það
kvikni á Eyjaliðinu og að Valur
muni alls ekki keyra yfir það. Eitt-
hvað segir mér að ÍBV vinni leik-
inn og fari í úrslitin,“ sagði Jón-
atan Þór.
Hræddur fyrir hönd
Stjörnunnar
Þótt Stjarnan hafi tekið stór-
stígum framförum í síðustu viku
þá telur Jónatan Þór að hún muni
eiga á brattann að sækja á móti
Fram í síðari undanúrslitaleik
kvöldsins. „Ég er hræddur fyrir
hönd Stjörnunnar um að Fram-
liðið komst í keyrslugírinn sinn og
þar með takist Stjörnunni lítt að
sýna sinn helsta styrkleika sem er
mjög góð vörn eins og Fram fékk
kynnast í deildarleik liðanna í síð-
ustu viku. Í svona mikilvægum
leikjum verður spennustigið hátt
og fyrir vikið fjölgar tæknilegum
mistökum.
Ef svo fer þá gæti Fram-liðið
lent í jafnari leik þar sem meira
reynir á uppstilltan leik, sem er
nokkuð sem liðið vill helst ekki
leika. Stjarnan þarf að halda hrað-
anum niðri og takmarka mistök
sín til þess að eiga möguleika á að
veita Fram keppni að þessu sinni,“
sagði Jónatan Þór Magnússon,
þjálfari kvennaliðs KA/Þórs.
Gerist oft eitthvað óvænt
Leikið til undanúrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld Nær lið
ÍBV að leysa varnarleik Valsliðsins? Tekst Stjörnunni að halda hraðanum niðri?
Morgunblaðið/Hari
Undanúrslit Búast má við hörkuleik milli ÍBV og Vals í Laugardalshöllinni
en viðureign þeirra hefst kl. 18.
Óðinn Þór Rík-
harðsson og sam-
herjar í GOG
endurheimtu í
gærkvöld efsta
sæti dönsku úr-
valsdeildarinnar
í handknattleik.
GOG vann lið År-
hus Håndbold,
30:26, á heima-
velli. Århus
Håndbold var marki yfir í hálfleik,
15:14. Óðinn Þór skoraði þrjú mörk
en þurfti til þess sjö skot.
GOG hefur 36 stig að loknum 23
umferðum í deildinni. Aalborg
Håndbold er stigi á eftir. Holstebro
og Skanderborg hafa 30 stig í
þriðja og fjórða sæti. Þrjár umferð-
ir eru eftir af keppni í úrvalsdeild-
inni. iben@mbl.is
Óðinn og
félagar efstir
Óðinn Þór
Ríkharðsson
Norska landsliðið í knattspyrnu
kvenna fór með sigur af hólmi á
Algarve-bikarnum í gærkvöldi eftir
öruggan sigur á pólska landsliðinu,
3:0, í úrslitaleik. Pólska landsliðið
hefur komið mörgum á óvart á
mótinu að þessu sinni og náð lengra
en talið var fyrirfram. Hinsvegar
átti það við ofurefli að etja í úrslita-
leiknum við norska landsliðið.
Isabell Herlovsen kom norska
landsliðinu á bragðið í úrslita-
leiknum þegar hún skoraði á 24.
mínútu. Carloine Graham Hansen
bætti við öðru marki á 64. mínútu
eftir sendingu frá Karin Sævik. Sæ-
vik innsiglaði sigurinn níu mínútum
síðar eftir undirbúning Guro Rei-
ten.
Landslið Kanada hreppti brons-
verðlaunin með sigri á sænska
landsliðinu, 6:5, í vítaspyrnukeppni
en markalaust var að loknum hefð-
bundnum leiktíma á Estádio Do
Algarve. iben@mbl.is
Norðmenn
hrepptu
gullverðlaun
ÍBV
Bikarmeistari: 2002, 2002,
2004.
Í bikarúrslitum: sjö sinnum.
Staðan í deildinni: 4. sæti í úr-
valsdeild.
Valur
Bikarmeistari: 1988, 1993,
2000, 2012, 2013, 2014.
Í bikarúrslitum: tólf sinnum.
Staðan í deildinni: Í 1. sæti í úr-
valsdeild.
Stjarnan
Bikarmeistari: 1989, 1996,
1998, 2005, 2008, 2009, 2016,
2017.
Í bikarúrslitum: fimmtán sinn-
um.
Staða í deildinni: sjötta sæti í
úrvalsdeild.
Fram
Bikarmeistari: 1978, 1979, 1980,
1982, 1984, 1985, 1986, 1987,
1990, 1991, 1995, 1999, 2010,
2011, 2018.
Í bikarúrslitum: Nítján sinnum.
Staðan í deildinni: annað sæti í
úrvalsdeild.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Flestir búast við að Valur og
Fram leiki til úrslita í bikarnum
en það gerist oft eitthvað óvænt í
þessari keppni og ég býst alveg
eins við að ÍBV leiki til úrslita við
Fram,“ sagði Jónatan Þór Magn-
ússon, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs
í handknattleik, spurður um und-
anúrslitaleikina í Coca Cola-
bikarkeppni kvenna sem fram fara
í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri við-
ureignin hefst klukkan 18 og þá
mætast ÍBV og Valur en klukkan
20.15 takst leikmenn Stjörnunnar
og ríkjandi bikarmeistara Fram á
um sæti í úrslitaleiknum sem fram
fer á laugardaginn.
„Síðast þegar ÍBV og Valur
mættust þá gekk hvorki né rak
hjá ÍBV á sama tíma og allt gekk
upp hjá Val. Ég hef enga trú á að
eitthvað svipað verði upp á ten-
ingnum að þessu sinni,“ sagði Jón-
atan. „ÍBV-liðið hefur sótt í sig
veðrið síðan og við lékum meðal
annars við ÍBV í átta liða úrslitum
ekki fyrir svo löngu. Lykilatriði
fyrir ÍBV verður að fækka einföld-
um mistökum sem verða þess
valdandi að Valur fær hvert hraða-
upphlaupið á fætur öðru. Val hefur
einnig tekist að leysa fimm einn
vörn ÍBV-liðsins fram til þessa.
Ég er viss um að þetta verður
hörkuleikur því það býr mikil
reynsla innan Eyjaliðsins, meðal
annars í Ester Óskarsdóttur, Örnu
Sif Pálsdóttur, Gretu Kaval-
iuskaite, Sunnu Jónsdóttur og
Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur
markverði.
Að sama skapi hafa mörg lið náð
að leysa sterkan varnarleik Vals-
liðsins sem verst aftur á línu með
Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og
Gerði Arinbjarnar í aðalhlutverki
auk þess sem Íris Björk Sím-
onardóttir hefur verið frábær í
Karlalandsliðið í fótbolta Fimmtán dagar í fyrsta leikinn í undankeppni EM 2020. Misjafnt ástand á
landsliðsmönnunum. Lykilmenn eins og Gylfi og Aron í góðri leikæfingu meðan aðrir hafa lítið spilað. 2-3